Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 4

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 4
Eina sýn bar oftar fyrir augu Angelique en henni þótti gott: Hún sá mann koma þeysandi að höllinni og knýja dyra. Þetta var konung- urinn. Hann tók hana í fangið og hvíslaði orðin, sem hann hafði aðeins skrifað einni konu: — Ógleymanlega barnið mitt.... Guð veri lofaður, sá tími var liðinn, að konungur Frakklands gat stokkið á bak hesti sínum og riðið hvíldarlaust til elskunnar sinnar, eins og hann hafði einu sinni getað, þegar hann var ástfanginn af Marie Mancini. Einnig hann var fangi síns eigin veldis, og varð að bíða eftir því, að hún auðmýkti sig. Hann reyndi að kria einhverja von út úr Monsieur Bretuil. —■ Haldið þér, að hún muni koma, Monsieur? Hirðmaðurinn hneigði sig djúpt, meðfram til að fela glottið. — Sire, Madame du Plessis er enn dauðþreytt eftir þær hræðilegu raunir, sem hún varð að þola á ferð sinni. — Gat hún ekki beðið yður fyrir skilaboð til vor? Er hún enn full af blindri beiskju i vorn garð? -- Því miður, Sire, ég óttast að svo sé. Konungurinn bældi niður andvarp og augnaráð hans varð fjarrænt, þar sem hann starði yfir stóran salinn. Myndi hann sjá hana koma að lokum, niðurlúta og auðmjúka? Hann efaði það. Illur fyrirboði speglaði til hans mynd af undurfag- urri, hlekkjaðri konu, sem stóð efst upp á turni og horfði út yfir skóga og lygnar ár. 6. kafli. Angelique hljóp undir trjánum. Hún hafði farið úr skóm og sokkum, og hún naut þess að finna mosann við naktar iljarnar. Stundum nam hún staðar og hlustaði af algleymisathygli. Um leið vissi hún, hvert hún átti að stefna, og hentist áfram. Frelsistilfinningin gagntók hana. Hún hló lágt. Það hefði verið svo auðvelt að fara ofan í kjallarann og út um litíu dyrnar bak við vínámurnar, dyrnar að göngunum, sem voru ómissandi á hverju sveitasetri. Neðanjarðargöngin í Plessis áttu ekkert sameiginiegt með hinum einstöku göngum, sem lágu frá húsi hennar i Rue de Beautreillis í París. Þau göng hófust í brunni, lágu undir hina fornu borg Lutetia alla ieið út í útjaðar Vincennes. I Plessis var þetta aðeins rök, illa þefjandi hola, sem hún varð að skríða i gegnum. Þegar hún kom út í kjarrið, leit hún út á milli greina og sá hermennina I rauðum skikkj- um á varðgöngu sinni. Hún var hins vegar hulin sjónum þeirra, og þeim 4 VIKAN 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.