Vikan


Vikan - 22.03.1967, Page 5

Vikan - 22.03.1967, Page 5
hefði sízt dottið í hug, að konan, sem þeir áttu að gæta, .væri þarna aðeins íáein skref frá þeim að horfa á þá. Svo hafði hún vikið sam- fléttuðúm greinum til hliðar og tiplað hljóðlega burtu. Strax, þegar þessum lávaxna, samflækta gróðri lauk, byrjaði hinn raunverulegi skógur, þessi stóra, græna dómkirkja, þar sem súlurnar voru eik og kastaniur. Smám saman róaðist hjartsláttur Angelique, og ánægð yfir vel heppnaðri brellu sinni tók hún að hoppa og stökkva. Hún var að fá afl- ið aftur. Hún hafði af miskunanrleysi lært að ganga á stígum Marokkó, svo það var barnaleikur fyrir hana nú að fikra sig upp mosavaxna kletta og niður bratta stigi að lækjum, sem voru fullir af rotnandi laufi. Við og við lækkaði landið og varð að daldragi, og þar á móti reis það upp á hásléttur, þar sem ekkert greri nema fáeinar víðitágar. Angelique gekk fótviss, ýmist í skugga eða skini, á þurru landi eða röku, framhjá rotnunarþefnum, sem reis upp úr djúpum gljúfrum og limandi, næst- um suðrænni gróðraangan, sem lék um hærri staðina, þar sem kletta- drangar mynduðu undirstöðu landsins og stóðu hér og þar upp úr sverð- inum. Angelique nam staðar. Þarna var huldusteinninn í rjóðri sínu, um- kringdur hávöxnum eikitrjám, gríðarlegt borð á fjórum uppistöðum, sem aldirnar höfðu rekið ofan i jörðina. Hún gekk umhverfis borðið. Nú var hún viss um, að hún myndi ekki villast, þessi hluti skógarins hafði verið svið barnaævintýranna, með huldusteininum, brunninum og krossgötunum, sem kenndar voru við uglurnar þrjár og lukt dauðans. Ef hún hlustaði vel, gæti hún heyrt axarhljóð skógarhöggvaranna í fjarska. Mennirnir úr Gerbier- þorpinu, dvöldu venjulega sumarlangt i skóginum. 1 austri voru einnig kolagerðarmennirnir, í reykblökkum kofunum sínum; þangaö var hún vön að fara og fá ost að borða og sækja langa viðarkolamola handa Gontran. En hún hafði komið þangað eftir stígnum, sem lá frá Mont- eloup. Hún var ekki jafn kunnug leiðinni frá Plessis, þótt hún hefði oft komið í námunda við óðalið, sem hana dreymdi um að eignast, til þess að sjá í svip hvítu höllina og tjörnina, sem nú var hennar eign. Hún hristi bómullarpilsið til að fjarlægja stráin, sem höfðu festst við það, nákvæmlega á sama hátt og hún hafði alltaf gert á þessum sama stað, og hún sléttaði hárið, sem vindurinn hafði losað á hlaup- unum og lét það fallast niður yfir axlirnar. Hún brosti, þegar henni varð ljóst, að hún lagði enn svona mikið upp úr þessum venjum, að ekkert á jörðinni hefði getað komið henni til að láta af þeim. Svo lagði hún af stað, ofurlítið varfærnari og ofurlítið hægar, niður tröppurnar, sem voru höggnar I klettinn, sem nú var að mestu hulinn mold og leir. Heimsóknin, sem hún var á leið í, krafðist hátíðleika að vissu marki. Aldrei hafði Angelique stigið fæti sínum á þennan stíg, án Þess að finna til ofurlítils taugaóstyrks, sem var fjarlægur eðli hennar. Á þess- um stig hefði frænka hennar, Pulchérie, ekki þekkt hana fyrir þá sömu. Það voru aðeins hinar framandi skógardísir, sem hún hafði nokkurn tima sýnt þessa ímynd vel uppalinnar og siðvandrar lítiilar stúlku. Vegurinn var brattur. Lækir runnu ofan hallann, bakkarnir skærir af hávöxnum, rauðum, bjöllulaga blómum. Svo hurfu blómin og við tóku gorkúiurnar, sem einar megnuðu að vaxa upp af þykku laufteppinu, sem smám saman varð að jarðvegi; slímkenndir sveppirnir, appelsinu- gulir eða djúprauðir, glitruðu I óþveranum eins og daufar týrur á dimm- um stað. Hér var allt — ótti, dulúð, sem blandaðist saman við ógeð, forvitni, fullvissan um að heyra til öðrum heimi hins illa, sem gefur vald og áhrif. Brekkan var nú svo brött, að Angelique varð að ríghalda sér i trén. Hárið flæktist fyrir augun á henni og hún kastaði því óþolinmóð til hliðar. Hún hafði gleymt því, hvað þessi staður var af- skekktur og erfiður yfirferðar, svo andaði hún léttar, þegar henni varð ljóst, að það var aftur farið að birta í kringum hana. Það var sólin, sem skein handan við klettinn, gegnum grænt laufþak. Hún þreifaði fyrir sér með annarri hendi til að ná taki á klettinum gegnum mosann, missti fótanna, flumbraði sig lítið eitt á stígbrúninni, sem gnæfði yfir ánni, sem gjálfraði fyrir neðan. Hún reis upp, hélt áfram og svo hallaði hún sér áfram og lyfti til hliðar vafningsviðartjaldinu, sem hékk fyrir hellismunnanum. Hún mundi ekki lengur, hvað maður átti að segja, þótt hún reyndi að öll- um kröftum að rifja það upp. Eitthvað hreyfðist inni í klettinum. Hún heyrði fætur dragast, síðan kom horuð hönd í ljós og hún grillti andlit afgamallar völvu í hálfrökkrinu. Hún leit út eins og kræklótt hrisla með brúnt, hrukkótt hörund, en þykkur, grófur og hvítur hárflóki þyrlaðist í kringum hana. Hún drap tittlinga móti ljósinu meðan hún virti gestinn fyrir sér. Angelique spurði á málýzku héraðsins: — Ert þú Mélusine norn? — Það er ég. Hvað vilt Þú, stúlka? — Ég kom með þetta handa þér. Hún rétti völvunni pakka með neftóbaki, svinakjötssíðu, ögn af salti og sykri, tólgarmola og pyngju fulla af gullpeningum. Gamla nornin rannsakaði þetta allt vandlega, svo sneri hún við henni baki, sem var bogið eins og lcryppa á geltum ketti, og gekk á undan inn í hellinn. Angelique gekk á eftir. Að lokum kom hún þar inn I hringlaga helli með sandstráðu gólfi, eina verulega ljósið kom i gegnum sprungu í þakinu, sem þyrnigerði óx fyrir, og gegnum það lopaðist ofurlitill reykur frá daufum eldi, sem logaði undir þrífættum smíða- járnspotti á gólfinu. Unga konan settist á flatan stein og beið, eins og hún var vön í gamla daga, þegar hún kom til fundar við hina gömlu Mélusine. Þetta var ekki sama valvan. Hin var jafnvel enn eldri og svartari og bænd- urnir höfðu sakað hana um að selja börnin þeirra til fórna og hengt hana í eikartré. Þegar fólkið heyrði svo, að ný norn hefði komið sér fyrir í Hauts-de-Mére hellinum, kölluðu þeir hana Mélusine af gömlum vana. Hvaðan koma þessar skógarnornir? Hvaða ógæfa og bölvun leiðir þær ævinlega á þessa staði til að verða bandamenn tunglsins, uglunnar og gróandi jurta? Sú, sem nú réði hér ríkjum, var sögð sú lærðasta og hættulegasta, sem nokkurn tíma hafði sezt að í héraðinu. Það var sagt að hún lægði hitasótt með höggormsseyði, fótaveiki með salti hrærðu út í lúsablóði, heyrnarleysi með maurafeiti og hún kynni enn- fremur að fanga ára djöfulsins í hnetuskel. E'f þú gafst síðan óvini þínum hnetuna að éta fékk hann þegar í stað æöislegan krampa — Þér til mikillar ánægju —• og eina leiðin, sem hann gat valið til að frelsa sig undan slíkum göldrum var að fara í pílagrimsför til kapellu hinnar miskunnsömu frúar í Gatines, en þar var helgigripur, sem hafði inni að halda eitt hár og nögl af heilagri jómfrú. Stúlkur, sem voru i giftingarhugleiðingum, rötuðu vel til hellis hennar, og sömuleiðis menn, sem voru orðnir þreyttir á að biða dauðdaga gamals skyldmennis, sem þeir áttu arfsvon hjá. Angelique, sem haíði heyrt allt þetta, virti litlu völvuna fyrir sér með töluverðum áhuga. — Hvers óskar þú af mér, dóttir mín? spurði valvan eftir nokkra hrið, með djúpri, rámri röddu. — Óskar þú að vita hvað framtíðin hefur að geyma handa þér? Óskar þú að binda einhvern við þig með hlekkjum ástarinnar? Óskar þú að ég búi til lyf handa þér til að laga aftur heilsu þína, sem beðið hefur tjón af þínum löngu ferðalögum? — Hvað veizt þú um mín löngu ferðalög? spurði Angelique. — Ég sé mikla flatneskju og steikjandi sól. Réttu mér hönd þina, svo ég geti lesið framtíð þína. Angelique neitaði. — Ég er komin til að biðja um nokkuð einfaldara. Þú veizt um allar hreyfingar þeirra, sem í skóginum dvelja. Geturðu sagt mér um felu- stað mannanna, sem koma hingað stundum til að biðja og syngja sálma með bændunum úr þorpinu? Þeir eru í hættu. Mig langar að vara þá við, en ég veit ekki hvar ég á að finna Þá. Valvan æstist upp. Hún reis upp til hálfs og veifaði afskræmdum handleggjunum. — Hvers vegna óskar þú að bjarga þessum mönnum myrkursins frá hættu? Þú, sem ert dóttir ljóssins? Leyfðu krákunum að hnita hringa yfir hreysiköttunum. — Veiztu hvar þeir eru? — Ó, ég veit! Hvernig gæti ég annað en vitað það, þegar þeir eru alltaf að brjóta greinarnar mínar, rífa snörurnar mínar og trampa á jurtunum mínum. Ef þetta heldur þannig áfram, verður ekki lauf- blað eftir handa mér að þurrka seyðin mín. Það koma stöðugt fleiri: þeir koma skríðandi eins og úlfar, þegar þeir eru allir komnir, byrja þeir að syngja. Skepnurnar eru hræddar, fuglarnir hætta að syngja, stein- arnir titra, og ég neyðist til að flýja langt i burt, því söngur þeirra gerir mér illt. Skilurðu það, dóttir mín? Hversvegna koma þessir menn til skógarins? — Þeir eru útlagar. Hermenn konungsins eru á hælunum á þeim. — Þeir hafa þrjá leiðtoga, þrjá veiðimenn. Sá elzti þeirra er sá myrkasti. Hann er harður eins og járn. Hann er hinn mikli leiðtogi. Hann talar lítið, en þegar hann talar, er eins og hann sé að skera dúfu á háls með rýtingi. Hann er alltaf að tala um blóð og eilífð. Nei, mér.... Valvan kom svo nálægt Angelique, að andardráttur hennar lék um andlit hennar. — Vei mér, stúlka mín. Eitt kvöld horfði ég á þá milli trjánna, þar sem þeir höfðu safnazt saman. Ég var að reyna að skilja, hvað þeir voru að gera. Leiðtoginn var að tala, þar sem hann stóð undir eikartré. Hann beindi augunum í áttina til mín. Ég veit ekki hvort hann sá mig, en ég fann að hann hafði augu af eldi, því mín eigin augu tóku að brenna og ég varð að flýja, ég, sem get horfzt í augu við villibjörn og úlf. Slíkur er kraftur hans. — Það er þessvegna, sem hinir koma, þegar hann kallar, og eru tilbúnir að hlýða honum. Hann er með mikið skegg. Hann er eins og úfinn björn, sem kemur til að skola blóðflekkina úr feldi sínum i lindinni, eftir að hafa rifið í sig unga stúlku. — Það er de La Morinére, sagði Angelique og bældi niður brosið. •— Einn hinna æðstu aðalsmanna mótmælenda. Þetta hafði enga þýðingu í eyrum Mélusine. Hún kaus heldur að hugsa um hann sem úfinn björn, en smám saman hægðist henni í skapi og hún brosti jafnvel, svo i ljós komu nærri tannlausir gómarnir. Þessar fáu tennur, sem enn sátu, voru breiðar og sterkar og mjallahvítar, eins og hún hirti um þær af mestu natni. Það jók enn á forneskjulegan svip hennar. — Hversvegna ætti ég ekki að leiða þig til hans? sagði hún allt í einu. — Hann mun ekki geta látið þig lita undan. Þú ert hæfilega björt, og ham\...... Hún flissaði um hríð. — Karlkyns er hann og karlkyns verður hann, sagði hún íbyggin. Angelique átti erfitt með að ímynda sér að hún myndi leiða hinn virðulega de La Morinére — sem einnig var þekktur sem patriarkinn í freistni, en hún hafði allt annað í huga, og varð að hafa snör handtök. — Ég skal fara, ég skal fara, muldraði Mélusine í ljómandi skapi. Ég skal visa þér, stúlka mín. Þin forlög eru svo stórkostleg, svo ofsa- fengin, svo dásamlega fögur. Réttu mér hönd þina. — Hvað las hún í henni? Hún hratt hönd Angelique frá sér, eins og hún hefði gleymt sér i ókunnugum draum, grá augu hennar glitruðu með ofurlítilli meinfýsni. — Þú hefur komið. Þú hefjjxfært mér salt og tóbak. Þú ert systir mín, dóttir mín. Milcið er vald pfe'- Hin valvan hafði einnig talað við Angelique, þegar hún var barn, á mjög svipaðan hátt, þegar hún sat feimnislega hér á þessum sama steini; sú gamla norn hafði notað sömu eða svipuð orð til að lýsa undrun sinni yfir þvi, sem skrifað var kringum þetta unga höfuð. Undrunin og áhuginn, sem valvan hafði sýnt henni, hafði alltaf fylgt Angelique með barnalegu stolti. Þegar hún var barn, hafði hún alltaf séð í þvi tryggingu þess, að dag nokkurn myndi hún hafa allt það sem hún þráði: Hamingju, fegurð, auð. En hvað hafði hún nú? Nú vissi hún, að hægt var að eiga allt, en kenna þó engrar hamingju, svo hversvegna bærðu þessi fyrirheit um völd eitthvað hið innra með henni? Hún leit á hönd sina. — Segðu mér, segðu mér aftur, Mélusine. Mun ég sigra konunginn? Mun ég sleppa undan honum? Finn ég ást mína aftur? En að þessu sinni var það nornin, sem neitaði. — Hvað get ég sagt þér, sem þú veizt ekki nú þegar í djúpum þíns eigin hjarta? — Neitarðu að segja mér, hvað þú sérð, til Þess að ég missi ekki kjarkinn? Framhald á bls. 52 12-tbl- VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.