Vikan - 22.03.1967, Síða 8
r ^
Husqvarna
Þér getið valið um 4 gerðir af HUSQVARNA saumavélum, allar
með frjólsum armi og nytjasaumum. Vegna frjálsa armsins er mikið
auðveldara að bæta buxnaskálm eða ermar, sauma barnaföt o.fl.
Verð frá kr. 7.540.00
Leiðarvísir á íslenzku.
Kennsla innifalin í verði.
HUSQVARNA GÆÐI - HUSQVARNA ÞJÓNUSTA
GUNNAR ÁSGEIRSSON HF.
Suðurlandsbraut 16 — Reykjavík — Símnefni: „Volvor" — Sími 35200
V____________________________________/
VATNSÞETT
HÖGGVARIN
ÁRSÁBYRGÐ
PÓSTSENDUM
ÚRSMIDIR
BJÖRN OG INGVAR
Laugpy^g 25 sfmi 14606
8 VTKAN 13-tw-
r
Fermingapúrin 1967
fyrir drengi og stúlkur eru komin í miklu úrvali.
■
MADRÍD
Efli> William og AuLrey Roos
SÖGULOK
í hinu herberginu glumdi
rödd Brocks áfram, ýmist á
spænsku eða ensku, og hún
heyrði, að hann var að flytja sína
eigin líkræðu. Hún fikraði sig til
dyranna. Hún ætlaði að rífa
dyrnar upp á gátt, þjóta að sí-
brosandi strákunum með byssuna
og neyða hann til að nota hana.
Um leið og hún rétti höndina
fram eftir húninum, sá hún reyk
lopast gegnum loftrásina.
Hún fann súran reykjareiminn
og gat sér til um hvað á seyði
væri. Loftrásin lá ofan í eldhús-
ið í kránni á næstu hæð fyrir
neðan. Það hafði kviknað í eld-
húsinu. Þykkur reykj arbólstri
vall gegnum ristina, og síðan
ekki meir. Kay hafði ekki augun
af ristinni og bað móðursýkislega
til guðs um meiri reyk, nógu
mikinn reyk til að fylla herberg-
ið, íbúðina, svo hún gæti flúið í
skjóli hans.
Svo kom meiri reykur og síðan
stöðugt, eins og honum væri blás-
ið. Hún lagði eyrað að veggnum
og hlustaði, það var dauðahljóð
í hinu herberginu. Ef einhverjir
voru þar, vissu þeir ekki af
reyknum. Kannski, hugsaði hún,
var ekki kviknað í kránni,
kannski var þetta aðeins skamm-
hlaup milli þils og veggjar. Ef
svo væri, og hún gæti komið í
veg fyrir, að mennirnir hinum
megin uppgötvuðu eldinn of
fljótt, ætti hún sér ef til vill ein-
hverja von.
Hún reif rekkjuvoðirnar af
rúminu í hengla og reyndi að
þétta með þeim rifuna milli stafs
og hurðar. Herbergið fylltist óð-
fluga af reyk. Hún lét fallast á
kné, og smástund var auðveld-
ara að anda. Svo heyrði hún
hróp í íbúðinni og hlaupandi
fótatak. Fótatakið fór fram hjá
hennar dyrum. En hún vissi, að
Gregory myndi ekki ganga af
göflunum og gleyma henni. Hann
myndi ekki skilja hana eftir með
möguleika til undankomu.
Einhvern veginn varð hún að
skjóta loku fyrir, að hann kæmist
inn. Dyrnar opnuðust inn í her-
bergið — já, hún gat það. Hún
var nú næstum blinduð af reykn-
um og andardrátturinn kom í
gusum, þegar hún rykkti rúminu
fram og þrengdi því milli hurð-