Vikan


Vikan - 22.03.1967, Síða 16

Vikan - 22.03.1967, Síða 16
1. Leigubíllinn ók út af U.S.101, í áttina til sjávar. Vegurinn lá fyrir hæðarfót, ofan í kjarri vax- ið gljúfur. - Þetta er Cabrillo Canyon, sagði ökumaðurinn. Engin hús voru sjáanleg. — Býr fólkið í hellum? — Ekki aldeilis. Húsin eru niðri við ströndina. Mínútu seinna fann ég sjávar- lyktina. Við fórum fyrir aðra beygju og komum inn í svalann frá hafinu. Á skilti við veginn stóð: — Einkasvæði: Umferð háð leyfi. Kjarrinu linnti og í stað þess tóku við skipuleg pálmatré og eyprusrunnar. Ég kom auga á grasflatir, rakar af úða úr slöngu- stútum, snjakahvíta húsveggi, þök úr rauðum flísum og græn- um kopar. Rolls með brúðu við stýrið fór framhjá okkur eins og vindblær og mér fannst allt ó- raunverulegt. Ljósblátt mistrið í lægri hluta gljúfursins var eins og þunnur reykur af peningaseðlum, sem brenna hægt. Jafnvel sjórinn var eins og dýrmætur í gegnum þessa þoku, þar sem hann blasti við gljúfurendanum, skærblár og glitrandi eins og steinn. Einka- svæði. litekta; hleypur ekki. Ég hafði aldrei séð Kyrrahafið svona litið fyrr. Við beygðum inn á afleggjara milli beinvaxinna pílviðartrjáa, ókum um einkavegi um hríð og komum loks upp á hæð, þar sem sjórinn lá fyrir neðan, djúpur og breiður alla leið til Hawaii. Húsið stóð neðarlega í hallanum og sneri baki að gljúfrinu. Það var langt og lágt. Þakið myndaði gleitt horn, sem benti út á sjóinn eins og þykkur, hvítur örvarodd- ur. MiHi trjágróðursins í kring kom ég auga á tennisvöli og blá- grænt sundlaugarvatn. Leigubílstjórinn ók heim á hlaðið og nam staðar við hlið- ina á bílskúrnum. — Héma býr nú hellafólkið, sagði hann. — Viltu þjónustu- fólksdyrnar? — Ég er ekkert snobb. — Á ég að bíða? — Ég býst við því. Þrekin kona í bláum lérefts- kjól kom út um þjónustufólks- dyrnar og horfði á mig stíga út úr bílnum. -— Herra Harper? — Já. Frú Sampson? — Frú Kromberg. Ég er ráðs- konan. Bros leið yfir hrukkótt andlit hennar eins og sólargeisli yfir plægðan akur. — Þér getið látið leigubílinn fara. Felix ekur yður aftur til borgarinnar, þegar þér eruð tilbúinn. Ég borgaði leigubílstjóranum og tók töskuna mína úr skottinu. Ég var dálítið vandræðalegur með hana í hendinni. Ég vissi ekki, hvort starfið myndi endast klukkustund eða mánuð. — Ég skal setja töskuna inn í geymslu, sagði ráðskonan. —■ Ég held ekki. að þér munið þarfnast hennar. Hún vísaði mér í gegnum stál- og postulínseldhús, eftir gangi, sem var svöl hvelfing eins og í klaustri, inn í klefa, sem lyftist upp á aðra hæð þegar hún ýtti á hnapp. — Öll nútíma þægindi, sagði ég við bakið á henni. — Þessu var komið fyrir, þeg- ar frú Sampson lenti í slysinu. Þetta kostaði sjö þúsund og fimm hundruð dollara. Ef þetta átti að þagga niður í mér, hafði það tilætluð áhrif. Hún bankaði aftur og svo opnaði hún dyrnar inn í hátt, hvítt her- bergi. Of stórt og of nakið til að vera kvenlegt. Yfir fyrirferðar- miklu rúmi var málverk af klukku, korti og kvenhatti sem lá á snyrtiborði. Tími. víðátta og girnd. Þetta leit út fyrir að vera Kuniyoshi. Rúmið var bælt en tómt. —- Frú Sampson! kallaði ráðs- konan. Svöl rödd svaraði henni: — Ég er úti á svölunum. Hvað viltu? — Herra Harper er hér. Mað- urinn sem þér senduð símskeyt- ið. — Segðu honum að koma hingað, og færðu mér meira kaffi. Þér farið út um franska guggann, sagði ráðskonan og fór. Frú Sampson leit upp úr bók- inni, þegar ég kom út. Hún hálf- lá á svalabekk og sneri bakinu að miðmorgunsólinni með hand- klæði yfir sér. Við hlið hennar stóð hjólastóll, en hún leit ekki út fyrir að vera lömuð. Hún var afar grönn og brún, svo brún, að það var eins og hörund hennar væri hart. Hár hennar hafði ver- ið lýst og lokkarnir lágu svo þétt að höfðinu, að þeir voru eins og úr rjómasprautu. Það var álíka örðugt að segja til um aldur hennar og myndar, skorinni út úr maghony. Hún lagði bókina ofan á mag- ann á sér og rétti mér höndina. — Ég hef heyrt um yður. Þegar Millicent Drew skildi við Clyde, sagði hún að þér hefðuð verið hjálpsamur. Hún sagði nákvæm- lega hvernig. — Það er löng saga. sagði ég, — og óþverraleg. — Millicent og Clyde eru hræðilega óþverraleg, finnst yð- ur það ekki? Þið þessir karlmenn með fegurðarskynið! Ég hef allt- af haft grun um að ástmær hans hafi ekki verið kvenkyns. — Ég hugsa aldrei um skjól- stæðinga mína. Ég spanderaði á hana drengjalega brosinu. — Og talið ekki heldur um það? — Og tala ekki heldur um það, jafnvel ekki við skjólstæð- inga mína. Rödd hennar var skýr og fersk, en það voru veikindi í hlátrinum, 16 VIKAN 12-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.