Vikan


Vikan - 22.03.1967, Síða 23

Vikan - 22.03.1967, Síða 23
ig í fyrra skiptið höfðu þeir Guð í flokki með sér, ef trúa má þeirra eigin orðum. Nú heitir foringi þeirra Franz Josef Strauss; í fyrra tilfellinu nefndist hann Adolf Hitl- er. Þessi sniðugi teiknari hefði aldrei kom- ist langt, ef ekki hefðu verið Bæjararnir og bjórkjallararnir í Múnchen. Mörg fyrstu ár nazistaflokksins var hann nær algerlega tak- markaður við Bæjaraland. Það var ekki fyrr en það fór að borga sig frá hagsmunasjón- armiði að vera nazisti, að aðrir Þjóðverjar fóru að ráði að skipa sér undir merki For- ingjans. Og allt til hins síðasta voru trygg- ustu fylgismenn hans úr Bæjaralandi. Marg- ir af helztu forustumönnum nazista, þar á meðal menn eins og Himmler og Streicher, sem líklega voru verstu skepnurnar í öllum skaranum, voru Bæjarar. Aðalflokkshátíðir nazista voru haldnar í Nurnberg. Og þegar Hitler vildi hafa sérlega mikið við í Berlín og öðrum norður-þýzkum borgum, sendi hann suður í Bæjaraland eftir stormsveitar- mönnum til að láta þá marséra framhjá sér. Nú er ætlunin með þessum línum alls ekki sú, að slá því föstu að Bæjarar séu með öllu óalandi og óþolandi manngerð; því fer fjarri. En duttlungar örlaganna hafa hag- að því svo til, að þeir hafa stundum komið fram sem skrýtnir fuglar eða jafnvel ólukku- fuglar I sögu Þýzkalands, einkum á síðari tímum. Þetta á vitaskuld sína eðlilegu forsögu. Við verðum að muna að á miðöldunum tókst Þýzkalandi aldrei að koma sér á traustan grundvöll sem sameinað þjóðríki, eins og Englandi og Frakklandi, og á síðari tímum varð sameining Þýzkalands í eitt ríki enn fjarlægari draumur. Landið hefur aldrei átt sér höfuðborg, sem hefur orðið því slík mið- stöð sem París Frakklandi og Lundúnir Bretlandi. Vínarborg er í útjaðri byggða þýzkumælandi manna og Berlín er í Brand- enburg, á svæði sem varð ekki hluti af Þýzkalandi fyrr en á síðari hluta miðalda. Það er því ekki að undra þótt Þjóðverjar séu sundurleitari innbyrðis en aðrar stór- þjóðir Vestur-Evrópu. Það er verulegur munur á íb.úum hins gamla prússneska kon- ungsríkis, sem alist hafa upp við Drang nach Osten og hálfgert lénsskipulag, og hinum atorkusömu og órómantísku Norðvestur- Þjóðverjum, afkomendum Saxanna gömlu, sem eru kauphöndlarar miklir og búmenn og hallast að alþjóðahyggju og samstarfi við Engilsaxa. Svo eru það Rínlendingarnir, sem búa að sam-vesturevrópskri menningararf- leifð, er á sér rætur allt aftur til daga Frankaríkisins og Karlamagnúsar. Það er einkennandi að Adenauer og fleiri leiðtogar Þjóðverja eftir stríðið, sem upprunnir eru úr Rínarlöndum eða Suður-Þýzkalandi, hafa tekið samstarf þjóðanna á meginlandi álfunn- ar framyfir alþióðasamstarf á breiðari grund- velli. Loks má nefna Bæiarana. Sérstöðu þeirra má einnig rekja aftur til Karlamagnúsar. Rínarlönd urðu kjarni Frankaríkis og þeirr- ar samevrópsku og fyrst og fremst latnesku menningarheildar, er það myndaði. í Bæj- aralandi kom þá upp, svo sem til mótvæg- is, þýsk þjóðernishyggia, sem tilbað germ- anska fornöld og hlúði að heimafengnum arfi. Þá voru Niflungaljóð ort í austurríska hluta Dónárdals, en Austurríki byggðist að miklu leyti frá Bæjaralandi. Þessari sér- stöðu hafa Bæiarar aldrei sleppt síðan, og hefur hún komið fram með ýmsu móti, en hvað oftast sem þióðernishyggja, sem bor- ið hefur allsterkan keim af lókalpatríót- isma, tilhneigingu eða þörf á að skera sig úr öðrum Þjóðverjum, og sem slík ann- að veifið orðið brosleg en jafnframt öfga- kennd og ofsafengin. Þetta hefur jafnt kom- ið fram í viðhorfum til menningarmála og stjórnmála. Fyrir fyrri heimsstyrjöld var Munchen meðal merkari menningarborga í álfunni; Lúðvík annar konungur af Wittels- bachætt, sem að vísu var hálfgeggjaður og byggði miðaldakastala upp um fjöll og firnindi, var jafnframt verndari framúr- manna í listuro, svo sem Wagners. Þessi konungur er að mörgu leyti skemmtileg end- urspeglun á öfgunum í fari Bæjara. En eft- ir stríðið skipti heldur en ekki um; frá því að verða gróðrarstía avantgardista í menn- ingarmálum varð Múnchen nú hæli mögn- uðustu afturhaldsaflanna í þeim efnum, sem hölluðust að þröngsýnni dýrkun á heima- fenginni list, svokallaðri ,,heimatkunst“. í stjórnmálunum urðu sveiflurnar álíka ofsa- fengnar. Eftir stríðið stofnuðu Bæjarar hjá sér sovétlýðveldi að rússneskri fyrirmynd; þegar það svo datt um sjálft sig urðu þeir nasistar. Nýjasta dæmið um sérvitringsskap Bæj- aranna er Strauss og flokksdeild hans, sem er í raun og veru sjálfstæður flokkur, þótt hann sé í nánum tengslum við hinn Kristi- lega lýðræðisflokk Adenauers gamla. Og margir óttast, að þetta framlag Bæjara til landsmála muni verða síst gæfulegra en sum hin fyrri. En lítum nú nánar á manninn Franz Josef Strauss og feril hans. Faðir hans var slátrari og hann er um fimmtugt. Því neitar enginn að hann sé klókur og snarráður með afbrigðum, og þess- utan gerir samvizkan líklega lítið að því að bíta hann og slá. Hann var aldrei meðlim- ur nasistaflokksins gamla og það er furðulegt því að í hans ungdæmi áttu þeir Þjóðverjar, sem utan þess flokks stóðu, sér litla frama- von á nokkru sviði. En kannski er þetta bara eitt af mörgum dæmum um framsýni og klókindi þessa kraftalega Bæjara. Hann var í hernum á stríðsárunum og kól á tán- um einhversstaðar í námunda við Stalín- grað, en svoleiðis nokkuð er mikill plús í augum nútíma Þjóðverja. Eftir stríðið tók hann að skipta sér af stjórnmálum og náði með því móti skjót- um frama. 1956 varð hann landvarnarráð- herra í stjórn Adenauers — sama árið og herskylda var á ný lögleidd í Vestur-Þýzka- landi. Þótti hann dálítið aðsjáll og ráðríkur í því starfi, meðal annars rak hann einu sinni hershöfðingja, sem hafði ekki verið nógu snar í snúningum við að gera einn af gæðir.gum ráðherrans að ofursta. Þá mis- notaði hann aðstöðu sína til að hygla bygg- ingarfyrirtæki, sem kunningjar hans stóðu fyrir, og ætlað var að reisa íbúðir fyrir bandaríska hermenn í Vestur-Þýzkalandi. En þá komst Hamborgarblaðið Der Spiegel — sem með nokkrum rétti hefur verið titlað hin raunverulega stjórnarandstaða í Vestur- Þýzkalandi — í málið og vakti á því at- hygli, sem Framhald á bls. 57. 12. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.