Vikan


Vikan - 22.03.1967, Síða 37

Vikan - 22.03.1967, Síða 37
FALLEGT . . . ELEGANT . . . SERSTÆTT . . . NÝICAMEO TIZKU- UTURINN FRÁ AVON Ennþá ein nýjung frá AVON Gimsteinn í varalitum, kvenlegur og fáséður I sinni sígildu einfeldni. Hvítt hylki á gylltum grunni með smekklegu „Cameo" mynstri. Avon varalitur er mjúkur og léttur í notkun. Velj- ið úr 27 tízkulitum f þessum glæsilegu „Cameo" hylkjum. Avon cosmETics ltd NEW YORK ■ LONDON • PARIS EX7-66-EA. hafa heppnina með þér, líka að þínum eigin dómi! L. Þú hefur þroskazt sem mann- eskja og veizt nú fyllilega hvað þú getur og getur ekki. Þú hefur líka hugsun á því að gera það bezta úr því, sem fyrir iiggur hverju sinni. Að vísu áttu líka erfiðar stundir, en sigrast á þeim með heilbrigðri skynsemi og þol- inmæði. Þú hefur sjálfsagt tekið eftir því, hve fólk er gjarnt á að sýna þér trúnað — þú getur bæði hughreyst og þagað yfir leyndarmáli. M. Þú ert mjög gjörn á að gagn- rýna sjálfa þig — en líka aðra. Stundum dæmirðu vini þína allt- of hart. Er það vegna þess að þú gerir jafnháar kröfur til þín og annarra? En sjálfsgagnrýni er kostur; henni er það að þakka að þú leysir öll þín störf vel af hendi og hefur hlotið fyrir það almannalof. N. Þú ert fljót að fá hugmyndir og færð þær ósjálfrátt, og þetta ger- ir þig mjög hrífandi. Manni ligg- ur við að segja, að þínir kven- legu töfrar séu orka, sem þú ættir að nota meira en þú nú gerir. En þú ert of lausmál! Þú átt erfitt með að þegja og opin- berar stundum meira um þig sjálfa en þú ættir að gera. Það hefur verið töluvert um hneyksli í lífi þínu, en í raun og veru hef- urðu ekki tekið þér það nærri. Þér geðjast vel að tvísýnni og spennandi tilveru. O. Þú hefur gert þér ljóst, hvílíkt hörkuvopn viljastyrkurinn er, og þú hefur lært að þroska hann svo, að með hans tilstilli geturðu komið fyrirætlunum þxnum í kring. Einu sinni varstu mjög einangruð, en nú hefurðu endur- fundið þitt sálræna jafnvægi. P. Þú hefur fundið í- lífinu þann stað, sem þér finnst henta þér, og kennir nú öryggis. Þú ert því í jafnvægi og getur tekið mót- læti með jafnaðargeði. Aðrir full- yrða að þú hafir heppnina stöð- ugt með þér, en þú veizt að það er rangt. Góður árangur þinn í lífinu byggist á því. að þú hefur aldrei misst kjarkinn og gefizt upp. Q. Þú hefur tekið þetta próf hálf- nauðug. Þú hefur verið hvöss í tilsvörum, því að þú hefur ekki viljað viðurkenna að þú hefðir við nokkur vandamál eða höml- ur að stríða. En það hefur þú þó. £}ú öfunpiar karlmerxoina dáHtið og telur að konur s&u misrétti beittar. Þú tekur af lífi og sál þátt í rökraeðum um kvensétt- indi og telur það algert brjálæði að konur skuli ekki njóta jafn- réttis við karlmenn á öllum svið- um. Vertu ekki alveg svona her- ská, en reyndu að nota með- fæddan virðuleika þinn og á- byrgðartilfinningu á réttan hátt! R. Af einhverju tilefni ertu heldur hlédræg í viðmóti, og þessvegna halda margir að þú sér kaldlynd og erfitt að nálgast þig. En þú ert hrædd við að sýna þitt rétta sjálf og efast til dæmis um að það sé hægt að eignast sanna vini. Það er auðvitað rangt — og þú myndir eignast sanna vini ef þú bara reyndir að yfirvinna tortryggni þína og verða opin- skárri í framkomu. S. Þú ert stoð og stytta þinna nán- ustu, sem treysta þér takmarka- lítið. Vertu sjálfri þér þakklát fyrir að hafa verið nógu skyn- söm til að treysta þér sjálfri og veita öðrum uppörvun og skiln- ing! Kannski finnst þér annað fólk of upptekið af sínum per- sónulegu vandamálum í stað þess að helga sig félagslegum verk- efnum. Hvað þau verkefni snert- ir, gengur þú nefnilega á undan með góðu fordæmi. T. Þú hefur lært að taka þig sjálfa eins og þú ert — jafnt kosti og galla, og það sama gildir um við- horf þín til annarra. Mótlæti tek- ur þú þér sjaldan nærri. Þú ert umburðarlynd og víðsýn og finn- ur alltaf upp á einhverjum af- sökunum fyrir þá, sem gera mis tök. Og þú ert jafn umburðar- lynd við þig sjálfa. Þú lítur björtum augum á tilveruna, og telur það tilgangslaust að kasta á hana skugga með því að sökkva sér niður í sjálfsásakanir. ★ KvennagulliS Framhald af bls. 13. London hafði mikil áhrif á hana, og því meir eftir því sem hún kynntist borginni betur. Hún var ákaflega hrifinn þegar Jimmy fór með henni á Berwick markaðinn. Ljósin frá söluborð- unum köstuðu tófrablæ yfir á- vextina og blómin og aðrar vör- ur sem þar voru á boðstólnum. Það var liðið að jólum og Jill var önnum kafin við jólainnkaup- in. Hún elskaði London í bláu rökkrinu, sem allt í einu varð að geisladýrð. þegar kveikt var á öllum ljósunum, sem ljómuðu og tindruðu, freistuðu ungu stúlkn- anna, sem voru á heimleið frá vinnu. Það var eins og ljósin segðu: — Farðu ekki strax heim, veftu kyr hér og njóttu lífsins. Jimmy bauð henni að borða á veitingahúsi niður við ána. Þau 12. tbi. VIKAN 3?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.