Vikan - 22.03.1967, Page 47
vilja giftast, þér sem hafið svo oft
séð hvernig menn bregðast við
dauða sinum á vígvelli?
Það er eimitt af þessu sem mann-
in má marka. Fegursta karlmanns-
hugsjón mín er hermaður, sem
trúr er sínum rómantísku hugsjón-
um.
Og hafið þér fundið hana?
Sei, sei, nei. Slíkir menn eru ekki
á hverju strái. Hermenn hafa
hneigð til þess að breytast í morð-
ingja.
Haldið þér að gott væri að eiga
slíkan mann?
Ef til vill ekki. En ég giftist aldrei
manni sem fer til skrifsofu sinnar
að morgni og kemur heim aftur
eftir sex klukkustundir, sama hvort
það er merkilegt eða ómerkilegt
starf sem hann hefur með höndum.
En á okkar dögum er enginn hægð-
arleikur að hitta fyrir sér brautryðj-
anda.
Ekki heldur brautryðjanda í geim-
ferðum?
Jú, raunar, en þessi afrek þeirra
eru mest undir vélunum og tækn-
inni komin. Persónuleiki flugmann-
anna hefur miklu minna að segja.
Undir hvaða merki eruð þér
fædd?
Vogskálamerki. Það er merki
okkar kvennanna. Merki Venusar.
Þær sem undir því merki eru fædd-
ar, eru alltaf á báðum áttum. Eg
er fædd á mörkum Vogskálamerkis
og Hrútsmerkis; þessvegna er það
að ég tek rögg á mig við og við.
Hafa peningar nokkra þýðingu
fyrir yður?
Alls enga. Samt þarf ég á pen-
ingum að halda til þess að geta
framkvæmt það sem mig langar til.
Annars enga.
Hvaða þýðingu hafa þá frægð
og gott mannorð fyrir yður?
Það er undir atvikum komið. Ef
ég hefi gert eitthvað, sem ég tel
nokkurs virði, finnst mér það á-
nægjulegt. En mér þótti t.d. ekkert
varið í það að vera fræg sýningar-
stúlka. Mér þykir miklu meira varið
í það að vera þekkt fyrir það sem
mér hefur auðnazt að gera í Viet-
nam.
Hvernig er það fyrir konu að
koma í hermannabúðir? Þar eru
menn sem ekki hafa séð nokkra
konu í 3—4 mánuði. Breytist ekki
hitastig loftsins við þetta? Hækkar
það ekki um nokkrar gráður?
Hermennirnir eru fjarska fegnir
að sjá kvenmann, en þeir eru ekki
neitt áleitnir. Þeir þyrpast að mér.
Ég er þeim öldungis óháð, hef allt
sem ég þarfnast.
Kemur það aldrei fyrir að þeir
séu nærgöngulir?
Það er afar sjaldgæft.
Hvar fenguð þér það sem þér
þurftuð að hafa til ferðarinnar?
Á svörtum markaði.
Hvernig greiðið þér á yður hárið
þegar þér eruð stödd á vígstöðu-
unum?
Ég hef það ýmist í fléttum eða
tagli, en geng aldrei með það sleg-
ið niður á herðar.
Sterkt nýtt vopn
í baráttu yðar gegn
tannskemmdum
HIÐ NÝJA GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR
GEGN SYRUM OG VERÐUR ÁHRIFA VART INNAN 21 DAGS:
Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs
Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum
áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda
tannskemmdum.
Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og
gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum.
Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér
varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr.
Hin leynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung
tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna,
þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið
í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð
þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrem strax í dag.
Eftir 2i. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems,
kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann
styrkleika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum
áhrifum sýranna.
Hvernig Virkar Gibbs Fluor?
Gibbs Fluor inniheldur efnasamsetningu sem hefur
styrkjandi áhrif á glerung tannanna, sem nefnist
“stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í
venjulegt tannkrem.
Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremafram-
leiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, sem
Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér
byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á
tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung
tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa
þýðingarmiklu hlutverki að gegná.
Einfaldar reglur, sem tryggja
heilbrigðar tennur
Það eru tvær grundvallarreglur, sem
tryggja heilbrigðar tennur:
(i) Burstið tennurnar reglulcga tvisvar á dag.
(2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári.
Munið að regluleg tannhreinsun er
undirstaða heilbrigðra tanna og góms,
hreins og fersks munns. Með Þvi að bursta
tennurnar vel fjarlagið Þér mat, sem annars
myndar skaðlegar sýrur. Burstið upp og
niður, einnig bak við tennurnar,—
verið vandvirk.
Farið reglulega til tannlæknis, Það sparar
yður óÞægindi og sársauka. Heilbrigðar
tennur eru dýrmæt eign: Þær auka gott
heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið
Því vel um tennur yðar.
Látiö fjölskyldu yðar byrja
aö nota
Gibbs Fluor
TANNKREM
á Gibbsfl^e
X-GF 2/ICE-965S
12. tbi. VIIvAN 47