Vikan


Vikan - 22.03.1967, Page 48

Vikan - 22.03.1967, Page 48
Hafið þér bílinn yðar hérna í Viet-nam? Já. Ég hef farið um allan óshólm- ann á bíl, og ég á líka mótorhjól. Þegar vegir lokast, eða brýr er betra að vera á mótorhióli. Allir halda að ég sé í bíl hjá öðrum. Ef Viet-Cong nær í mig þá held ég að úr því verði dáfalleg saga. Ef til vi11 eins og vera mundi, ef ég stykki niður í námu. Það skyldi þó ekki vera að yður langaði til að komast til Norður- Viet-nam. Ja, líklegast. Helzt þyrfti maður að skoða þetta stríð frá báðum hliðum. (Síðan átti Michele eftir að kynn- ast stríðinu hinum megin frá, en hún lenti eins og kunnugt er í höndum Viet-cong og létu þeir hana lausa án þess að hafa gert henni verulegt mein, nema hvað hún var miög ,,dösuð" á eftir). ☆ Hvikult mark Framhald af bls. 17. því. Ég vil fá að vita allt um hana, vegna þess að ég hef ekki efni á að sleppa slíku tækifæri. Mér flaug í hug; hver skyldi vera sálfræðingurinn hennar? Hafið þér nokkra sérstaka konu í huga? — Ralph trúir mér ekki fyrir neinu, — hann stendur miklu nær Miröndu en mér, og ég er ekki í standi til að njósna um hann. Þessvegna er ég að ráða yður. — Hreinskilnislega sagt. sagði ég. — Ég tala alltaf hreinskilnis- lega. 2. Filipískur þjónn í hvítum jakka kom í ljós í opnum glugga- dyrunum. — Kaffið yðar, frú Sampson. Hann lagði kaffið frá sér á lágt borð við bekkinn hennar. Hann var lítill og hvikur í hreyf- ingum. Hárið á litlu, kringlóttu höfðinu var feitt og svart eins og kremhúfa. — Þakka þér fyrir, Felix. Hún var alúðleg við þjóninn, ef til vill til að hafa áhrif á mig. — Má bjóða yður, herra Harper? — Nei takk. —- Kannske þér viljið fá í glas? — Ekki fyrir mat. Ég er ný gerð af leynilögreglumanni. Hún brosti og hrærði í kaffinu sínu. Ég reis á fætur og gekk út á þann enda svalanna, sem vissi út að sjónum. Þar fyrir neðan hafði hallinn verið gerður að grænum, löngum þrepum, sem lá.gu niður að sjávarklettunum. Ég heyrði gusugang handan við húshornið og hallaði mér út- yfir handriðið. Sundlaugin var á efsta grasþrepinu, sporöskjulög- uð. úr bláum flísum. Ung stúlka og ungur maður voru að leika sér, klufu vatnið eins og selir. Stúlkan var að elta manninn. Hann leyfði henni að ná sér. Nú voru þau maður og kona, og glitr- andi sviðið fraus í sólinni. Að- eins vatnið hreyfðist og hendur stúlkunnar. Hún stóð fyrir aftan hann með handleggina utan um hann, fingurnir hreyfðust mjúk- lega eins og hendur hörpuleikara yfir rifbein hans og svo greip hún með báðum höndum í hár- brúskinn á miðju brjóstinu. And- litið hennar var falið aftan við bakið á honum. Andlit hans var stolt eins og í blindri bronsmynd. Svo losaði hann sig hranalega og flýtti sér burt. And- lit hennar var eftir nakið og við- kvæmt. Handleggirnir héngu nið- ur eins og þeir hefðu tapað til- gangi sínum. Hún settist niður á sundlaugarbrúnina og skvampaði með fótunum í vatninu. Ungi maðurinn fór heljarstökk ofan af dýfingabrettinu, hún leit ekki á hann. Droparnir féllu af hári hennar eins og tár og runnu niður á bringuna. Frú Sampson kallaði til mín með nafni. — Eruð þér búinn að borða? — Nei. — Það er þá matur fyrir þrjá í garðinum, Felix. Ég ætla að borða hérna uppi eins og venju- lega. Felix hneigði sig lítið eitt og lagði af stað. Hún kallaði á hann aftur: — Komdu mð myndina af herra Sampson, sem stendur á snyrtiborðinu mínu. Þér verðið að vita hvernig hann lítur út, er það ekki, herra Harper? Andlitið í leðurrammanum var feitt með þunnt. grátt hár og á- hyggjudrætti um munninn. Þykkt nefið reyndi að vera frekjulegt, en heppnaðist aðeins að sýna þrákelkni. Brosið, sem náði upp í þung augnalokin og dreifðist út um slappar kinnarnar, var til- búið og fullt af áreynslu. Ég hafði séð slík bros í líkhúsum á fölskum andlitum dauðans. Það minnti mig á, að einnig ég myndi eldast og deyja. — Það er hörmung að sjá hann, en ég á hann, sagði frú Sampson. Felix gaf frá sér hljóð. Hann gat hafa verið að flissa, rymja eða andvarpa. Ég gat ekki fund- ið neitt heppilegra til að bæta við athugasemd hans. Hann bar fram hádegisverð í garðinum, þríhyrningi milli húss- ins og brekkunar, sem lagður var rauðum flísum. Þegar Felix vís- aði mér út í garðinn. var ungi maðurinn þar. Hann hafði lagt reiði sína og stolt til hliðar, var kominn í ljós föt. Mér fannst

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.