Vikan


Vikan - 22.03.1967, Page 52

Vikan - 22.03.1967, Page 52
Það vottaði fyrir sjálfsánægju hjá honum, menntunarhroka, og ég notfærði mér það. Hún þarf á sterkum manni að halda. Þið mynduð verða fallegt par. Auðvitað. Auðvitað. Þér er- uð ekki sá eini, sem hefur dregið fljótfærnislegar ályktanir varð- andi mig og Miröndu. — Miranda líka? Það vill svo til, að ég hef meiri áhuga fyrir annarri. Annars kem- ur yður það ekkert við, né held- ur þessum andskotans grjóna- pung þarna. Hann átti við Felix, sem stóð í eldhúsdyrunum. Hann hvarf í skyndi. —- Þetta kvikindi fer í taug- arnar á mér, sagði Taggert. — Hann er alltaf snuðrandi og snultrandi. Angelique í byltingunni Framhald af bls. 5. — Af stað, af stað! Maðurinn með svarta skeggið hlýtur að bíða, tísti nornin. Áður en þær fóru út úr hellinum, rétti hún Angelique- litla skjóðu. — Hérna eru nokkrar jurtir. Settu þær á hverju kvöldi í mjög heitt vatn, skildu þær eftir í tunglsljósinu og drekktu svo seyðið við sólarupp- rás. Þannig muntu vinna aftur á ný styrk lima þinna og holds, og brjóst þín munu verða þrýstin, eins og þau séu þrútin af mjólk. E'n það verður ekki mjóik. Það verður blóð æsku þinnar. setti mig yfir þetta verk. Trúið mér Madame, eftir eitt ár verður ekki einn einasti mótmælandi eftir í Poitou. Hún sendi eftir La Violette, sem einu sinni hafði verið þjónn Philippes. — Þér eruð sóknarbarn mótmælendakirkjunnar; vitið þér hvar dé La Moriniére hertogi og bróðir hans felast? Við verðum að vara þá við, áður en þeir falla í gildru. Þjónnir.n vissi ekkert. Eftir nokkurt hik sagði hann, að hertoginn sendi honum stundum skiiaboð með fálka, sem hafði verið þjálfaður til að flytja skilaboð. Sjálfur fékk hann þær upplýsingar, sem hann gat, hjá hermönnunum, til að hjálpa mótmælendunum. En það var ekki mik- ið. Montadour var ekki eins mikið fífl og hann leit út fyrir og þótt honum þætti gaman að hlusta á sjálfan sig tala, lét hann ekki mikið uppi. -— Ég held jafnvel ekki, að hermennirnir sjálfir viti um þennan mót- mælendaprest, sem þér talið um; ég er raunar reiðubúin að sverja, að þeir vita ekkert. um hann. Þeim verður ekki sagt frá því fyrr en i síðustu andrá. Hann er tortrygginn, þessi karl, og slóttugur líka. Angelique sendi La Violette til Grandhier til að vara íbúana þar við, en þeir vissu ekki, hvar fundurinn í skóginum átti að fara fram. Útlag- arnir breyttu oít um mótsstað. Monsieur de Grandhier hafði reynt að komast inn i skóginn, en hópur dreka, sem „af tilviljun" voru á eftirlits- ferð, skammt frá húsi hans, hafði komið í veg fyrir að hann næði þang- að. Það var þá, sem Angelique mundi eftir norninni Mélusine. — Ég fer til hennar, og þá finn ég þá örugglega. Hún hafði haft i huga um langa hríð að stinga þannig af, rétt við nefið á Montadour; aðeins til að teygja á böndunum, sem héídu henni í stofufangelsi.... Nú leit út fyrir, að starf hennar ætlaði að bera ár- angur. HiliMMm 1 PIERPONT ÚR - NYJAR GERÐIR Dömu og herraúr — Vatnsþétt og höggvarin Sendi í póstkröfu GARÐAR ÓLAFSSON ÚRSMIÐUR Lækfaptopgi sími 10081 Angelique fór á eftir norninni, þegar þær komu upp úr gljúfrinu. Nornin fylgdi engum stígum. Hún þekkti slóðina af ósýnilegum merkj- um. Himinninn var að dökkna handan við greinarnar. Angelique hugsaði um varðstjórann, Montadour. Myndi hann taka eftir fjarveru hennar? Það var ólíklegt. Hann krafðist þess að fá að heilsa upp á hana á hverjum morgni. Það var samkvæmt kröfu Messieurs de Marillac og de Solignac, að hann truflaði fangann ekkert frekar, gekk aðeins úr skugga um það einu sinni á dag, að hún væri þarna. Feiti kafteinninn hefði með ánægju gert þetta oftar, en kuldi Angelique dró úr honum kjarkinn. Hrokafullur svipurinn kom í veg fyrir, að hann reyndi að brydda upp á samtali við hana eða að sýna henni riddaramennsku. Hún sá, að hann kingdi Þeim gullhömrum, sem hann hafði upphugsað, og nagaði rautt yfirskeggið. Svo var hann vanur að skilja við hana með þeirri at- hugasemd, að hann þyrfti að veiða villutrúarmenn, sem var hans ann- að starf á þessum slóðum. Á hverjum degi upp úr hádegi stökk hann á bak stóra alpagráa hestinum sínum og lagði af stað í hópi nokkurra fleiri riddara til að huga að villutrúarmönnum i nágrannaþorpunum. Stundum kom hann aftur með sérlega erfiðan mótmælenda til að eiga við hann sjálfur, og í útbyggingum hallarinnar bergmáluðu síðan högg og slög og hróp: — Taktu rétta trú! Taktu rétta trú! Ef hann vonaðist til að vekja aðdáun Marquise de Plessis með þrá- kelkni sinni fyrir málstað guðs, fór hann hrapalega villur vegar. Hún tók að fyrirlíta hann og allar tilraunir hans til að vekja áhuga hennar á hans góða verki voru árangurslausar. En þegar hann fór um morg- uninn að tala um að taka höndum ákveðinn prest Þá um kvöldið, eftir að njósnarar hans höfðu borið honum fréttir af honum í Grandhier höllinni, þar sem presturinn hafði dvalið, sperrti hún eyrun. — Prestur frá Genf? Hvað er hann að gera hér. — Hann er hér til að efna til upreisnar meðal villutrúarhundanna! Sem betur fer hef ég verið varaður við. 1 kvöld mun hann yfirgefa skóginn, þar sem hann hefur átt fund við þennan andskotans Le Moriniére, Ég mun ráðast að honum, skammt frá Grandhier höllinni og ef hertoginn er með honum, sem ekki er óliklegt, mun ég taka hann lík'a. Monsieur dé Marillac vissi hvað hann var að gerá, þegar hann Nornin nam staðar og lyfti beinaberum vísifingri. — Hlustaðu! Uppi yfir dökka klettabrúnina, gegnum laufið, barst hljóð, sem gat verið andvarp vindsins, en þegar þær komu ænr, heyrðu þær, að þetta var angurblítt lag, með síendurteknum, langdregnum tón: Þetta var ómurinn af sálmasöng. Mótmælendurnir höfðu safnazt saman við ána Vendée. 1 gljúfrinu, sem kallað var Risagljúfur, vegna þess að Gargantua var sagður hafa með öxlinni ýtt til hliðar risavöxnum björgunum, sem umluktu gljúfr- ið. Það glitti í eld í mistrir.u sem fyllti gljúfrið. Angelique sá aðeins hvít- an höfuðbúnað kvennanna, sem voru þarna á bæn, og móta fyrir svört- um filthöttum Húgenottabændanna. Svo gekk maður inn í bjarmann af eldinum. Af lýsingum nornar- innar átti Angelique ekki íneinum vandræðum með að þekkja Samúel hertoga. Þessi stóra, skeggjaða vera, var sannarlega ábúðarmikil. Lúðvík XIV. hafði ekki líkað útlit hans, þegar hann kom til Ver- sala, ákveðinn að leika sama þátt við hirðina nú, og de Colingny aðmír- áll á öldinni áður. Hann hafði horfið aftur í ónáð til óðals síns og búið þar æ síðan. Já, Samúel de La Moriniére var sannarlega myndarlegur maður, þar sem hann stóð þarna í stigvélum sem náðu upp á mið læri, í svörtum klæðisjakka, gyrtur með breiðu belti, sem hélt rýtingi og sverði, með einn af þessum flötu, gamaldags höttum með fjöður, sem Húgenottarn- ir á sveitabæjunum báru, og fengu þannig ýmist svip af Kalvin eða Lúter, eftir þvi hvert mittismál þeirra var. Hann sýndist heyra til ann- arri öld, öld þegar menn voru hrjúfari og groddafengnari í framkomu og höfðu andstyggð á öllu fínlegu. Hann var hér í sínu sanna hlut- verki og umhverfi, og þegar hann hóf upp rödd sína, sendu kletta- veggirnir hana til baka með dimmu bergmáli, rödd sem var sterk, eins og kopar, hrjúf og þung, það fór hrollur um Angelique. — Bræður mínir, synir mínir, sá dagur er kominn, að við eftir langa þögn veröum að lyfta höfðum vorum og gera okkur ljóst, að til þess að þjóna guði, verðum við að láta til skarar skríða. Opnið hina heil- ögu bók. Hváð finnið þið? 52 VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.