Vikan - 22.03.1967, Side 56
Eldhusbord
á einum fæti
STALHUSG'O'GN
■ meira gólf pláss ■ létt ■ gott verff ■
■ allar gerffir og stærffir ■
■ stólar bekkir kollar ■
■ greiffsloskilmálar ■
bctra ad sitja betra ad hreinsa betra ad rada
Allir buðu honum með í veiðiferðir og á fundi, því hann lék svo snilld-
arlega á hornið, að það heillaði jafnt veiðimennina, hundana og bráð-
ina.
En eftir því, sem tímar liðu fram, urðu slíkar ferðir sjaldgæfari.
Katólikkar og mótmælendur héldu sig í hæfilegri fjarlægð hver frá
öðrum og dvöldu löngum á sínum eigin óðölum, meðan þeir biðu
þess, að óróleikinn í héraðinu tæki enda. De Rambourg barón hlaut
að hafa gefizt upp fyrir fortölum de La Moriniéres hertoga. Fáir vog-
uðu sér að setja sig upp á móti hertoganum.
Angelique gerði sér það fyllilega ljóst, þegar hún sá Húgenottaleið-
togann koma skálmandi í áttina til hennar yfir heiðina, og svarti
jakkinn stóð aftur af honum í vindinum. Hann var jafnvel enn hrika-
legri, þar sem hann bar við bláan himin, heldur en í rökkrinu i Risa-
gljúfri. Bræður hans voru með honum.
Fundarstaður þeirra í skógarjaðrinum var uppi á kletti, þar sem vítt
sást yfir. Á þessu landssvæði, sem nú var þakið viði, höfðu rómanskar
búðir einu sinni staðið. Lítið, hálfhrunið Venusarhof stóð enn að nokkru
leyti.
Höfðu Rómverjarnir, þegar þeir voru hér í útjaðri skógarins, sem
þeir óttuðust svo mjög, beðið gyðjuna að vernda sig gagnvart ógnum
hinna herskáu Picta, sem ekki hikuðu við að færa fórnir sínum eigin
guðum, skelfilegar fórnir? Nú voru aðeins rústirnar eftir. Steinrammi
með tveimur súlum og fótstalli þöktum af latnezku letri. Angelique sett-
ist þar í skuggann.
Hertoginn þakkaði henni enn einu sinni fyrir það, sem hún hafði
gert fyrir prestinn frá Genf. Framkoma hennar sannaði, að ágreining-
ur í trúmálum hafði lítið að segja, þegar fólk, sem hafði orðið fyrir
barðinu á óréttlætinu, sameinaðist gagnvart harðstjórunum. Hann vissi
vel, að hún hafði orðið að þola mikið, konungsins vegna. Var hún
ekki, þar að auki, höfð í haldi eins og fangi? Hvernig hafði Madame
du Plessis lánazt að koma til fundar við þá? Hún sagðist nota neðan-
jarðargöng. Montadour grunaði ekkert,
öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París.
Framhald í næsta blaði.
OMEGA
56 VIKAN