Vikan - 26.10.1967, Page 5
Á þessari mynd er eit-
urlyfjasalinn Olysses
Tanncr, en hann var
hinn síðasti, sem I-.ind-
sey klófesti, áður en
liann var sjálfur afhjúp-
aður sem eiturlyfjaneyt-
andi.
Smátt og smátt óx notkun Lindseys á eiturlyfjum. í fyrstu lét hann sér nægja að sprauta lyfinu undir húðina,
en þegar hann var tekinn, var hann farinn að sprauta því beint inn í blóðrásina.
í hvert skipti laldi ég sjálfum mér trú um, að nú skyldi ég hætta. Þetta væri í síðasta skiptið sem ég tæki
eiturlyf. En þetta var herfileg sjálfsblekking. Ég þurfti stöðugt stærri og stærri skammta.
Lindsey sagði, að hann hefði aldrei útvegað sér eiturlyf nema af birgðum lögreglunnar. Hann kvaðst aldrei
hafa haft neitt samband við þaff fólk, sem hann var að eltast við og reyna að koma undir lás og slá. Hann hafði
heldur aldrei selt neitt af því sem hann stal frá lögreglunni.
Þegar ég hafði stolið eiturlyfjum frá lögreglunni í fyrsta sinn, og tekið þau í dálítinn tíma, gerði ég mér
ljósa grein fyrir, hvað ég hafði gert og í hvílíkri hættu ég var staddur. Ég leilaði hjálpar hjá lækni, því að ég
vissi, að fyrr eða síðar hlyti að komast upp um mig og ég mátti ekki hugsa til þess hversu mikla skömm ég
gerði starfsbræðrum mínum og lögreglunni í heild með framferði mínu. í fleiri daga gekk ég í gegnum sannkall-
að víti, en mér tókst ekki að sigrast á veikleika mínum — jefnvel ekki undir handleiðslu læknis. Foreldra
mína grunaði hvers kyns væri, en auk þeirra og læknisins vissi enginn hvernig komið var fyrir mér. Þegar ég
var tekinn að léttast og farið var að sjá á útliti mínu, varð ég að grípa til lyginnar, þegar félagar mínir spurðu,
hvað að mér gengi. Þegar heilsa mín var í hvað verstu ástandi, boðaði ég veikindaforföll. Ég var niðurbrotinn
43 tbl- VIKAN 5
maður og kvalinn af ótta og samvizkubiti.
Lindsey var að sjálfsögðu leiddur fyrir rétt.
Hann var sakaður um innbrot og fyrir að hafa
eiturlyf með höndum. Hann játaði sekt sína og
reyndi ekki hið minnsta að verja sig. — Hann
hlaut fimm ára fangelsisvist, en var jafnframt
skipað að ieggjast inn á sjúkrahús til þess að
venja sig af eiturlyfjanautninni. Tveimur dög-
um eftir að dómurinn var kveðinn upp lagðist
hann á sjúkrahúsið í Lexington, sem hefur sér-
hæft sig í meðferð eiturlyfjasjúklinga. Þegar
hann kvaddi félaga sína á lögreglustöðinni,
sagði hann eftirfarandi, sem er hvort tveggja í
senn: neyðaróp og aðvörun:
— Ef til vill getur hrösun mín orðið til góðs.
Ef til vill getur ógæfa mín hjálpað lögreglu-
mönnum og öðrum til þess að vara sig á þeirri
hræðilegu gildru, sem eiturlyfin eru. Ég hef
orðið mér til skammar og brugðizt trausti þeirra
manna, sem höfðu álit á mér og vildu mér vel.
Ég hélt, að ég hefði reynslu og þekkingu á þessu
fyrirbrigði fram yfir aðra og þess vegna væri
mér óhætt. Það hvarflaði ekki að mér nokkurn
tíma, að ég gæti orðið eiturlyfjaneytandi á sama
hátt og þeir menn, sem ég hafði með að gera.
Mér skjátlaðist. — Þetta hefur verið mér stang-
ur skóli. Ég vona, að aðrir læri af mistökum
mínum og láti víti mitt sér til varnaðar verða.
* , ■
Hér cr vinnustofan. J)ar sem Lind-
sey brauzt inn til þess aS stela
eiturlyfjum, sem lögreglan hafði
tekið í sína vörzlu.
Lögreglufulltrúinn Jam-
es Lindsey (til hægri)
ásamt einum starfsbróð-
ur sínum. Þeir eru með
peningaseðla, sem fund-
ust í fórum eiturlyfja-
hrings, scm þeim félög-
um tókst að koma upp
um. Þcgar þetta gerðist
var Lindsey sjálfur orð-
inn citurlyfjancytandi.