Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 19
Merkilegt er, hvað sjaldan kennir gamansemi í skáldskap íslenzkra leikritahöfunda. Revíugerð hefur lagzt niður á landi hér, og þess vegna fá leikhúsin ekki til flutn- ings viðfangsefni, sem líklegust eru til lýðhylli. Sannast á þessu, að íslenzk fyndni er ekki upp á marga fiska. Að henni er mikill söknuður. Gamansemi hentar bezt til ádeilu, og hún er almenningi nauðsynleg dægrastytting. Fólk sækir ekki að- eins leikhús í því skyni að kynnast þroskandi og menningarlegri al- vöru. Það vill líka gera sér þann dagamun að njóta hressandi gam- ansemi og lengja lífið glöðum hlátri. Er þessi vöntun leikbókmenntanna tilfinnanleg, þar eð hér starfa fjöl- hæfir og sérstæðir gamanleikarar, en þeir fá naumast verkefni við sitt liæfi. Sennilega ættu leikhúsin bæði og útvarpið að efna til samvinnu í þeim tilgangi að efla íslenzka leik- ritagerð og freista nýjunga og fjöl- breytni. Kæmi til greina að hafa f því efni líkan hátt á og leikdómar- ar tóku upp, þegar Silfurlampinn kom til sögunnar. Þær verðlauna- veitingar hafa gefizt vel og haft heillavænleg áhrif á þróun íslenzkr- ar leiklistar. Leiklist kemur ekki af sjálfri sér, hún krefst nokkurs skipulags. Því er enn áfátt hér á landi. Menntun leikara er til dæmis varla sem skyldi. Að seinni heimsstyrjöldinni lokinni réðust ýmsir ungir (slend- ingar til leiklistarnáms erlendis og urðu sér úti um ágæta menntun. Heimkomnir settu þeir rfkan svip á starfsemi leikhúsanna ásamt eldri leikurum, sem náð höfðu undra- verðum árangri án skólagöngu. Síð- an eru þess allt of fá dæmi, að efnilegt æskufólk leiti sér leikmennt- unar erlendis. Slíkt nám gefst raun- ar hér heima, en mun ekki full- nægjandi. Leikskólar starfa að sönnu á vegum leikfélagsins og þjóðleik- hússins, en svara engan veginn þeim kröfum, sem nú verður að gera. Skóla þessa ætti tvímælalaust að sameina í stofnun, er sé hlut- verki sínu vaxin. Þróun leiklistar- innar þarf að verða með svipuðum .hætti og einkennir tónmenntunina, sem felld hefur verið f kerfi hyggi- legs skipulags og sæmilegra vinnu- skilyrða kennara og neménda. Leik- listainám er harla þýðingarmikið eins og nú er málum háttað og verður í framtíðinni. Eg hlýt að fara nokkrum orðum um hlutverk leikstjóranna, enda mun það örlagaríkt um viðhorf og þróun þessarar skemmtilegu list- greinar. Þjóðleikhúsið skipulagði þann þátt óhöndulega í upphafi. Það réð til sfn þrjá leikstjóra, sem allir voru á svipuðum aldri, höfðu fengið hliðstæða skólamenntun og starfsreynslu og skiptu sér mjög milli leikstjórnar og leiks. Gegndi vissulega furðu, að ekki skyldi ráð- inn að þjóðleikhúsinu strax við stofnun þess minnsta kosti einn leikstjóri úr hópi yngri leikara, sem menntazt höfðu annars staðar en f Danmörku eða Þýzkalandi, þar eð slíks var kostur. Síðan hafa nýir menn valizt til leikstjórnar við þjóð- leikhúsið, en enginn þeirra mun eins sérmenntaður í leikstjórnar- fræðum og skyldi. Bæði leikhúsin í Reykjavík freista nýjunga með því að ráða erlenda leikstjóra skamm- an tíma. Á þvf er sá hængur, að leikstjóri, sem ekki skilur málið, er ekki nema að hálfu leyti dómbær á túlkun og frammistöðu leikara. Þess vegna hljóta til að koma menntaðir íslenzkir leikstjórar, ef þessum þætti leikstarfseminnar skal þokað f viðunandi horf. Og það er löngu liðin tíð að leikstjóri geti jafnframt verið aðalleikari. Hon- um er nægur vandi á höndum í sínu hlutverki. Svipuðu máli gegn- ir um útvarpið. Maður undrast, að leikstjóri, aðalleikari eða þýðandi velflestra útvarpsleikrita skuli heita Þorsteinn O. Stephensen. Eg veit hann er svinnur, en fyrr má nú vera! Sumir ætla, að leikdómarar dag- blaðanna séu hálfgerðir kjánar. Ekki dettur mér slíkt í hug. Menn þessir starfa við erfið vinnuskil- yrði og gegna vanþakklátu en mikil- vægu hlutverki. Eg læt freistast að fara nokkrum orðum um þátt þeirra. Muna ber, að öll gagnrýni er hæpinn mælikvarði á listgildi. Þetta gegnir ekki sízt um leiklistina. Leik- dómarinn verður að meta leikritið, sem flutt er hverju sinni, svo og túlkun leikara á einstökum hlut- verkum og hversu leikstjóra tekst að samræma allt þetta f viðhlftandi heildarmynd. Vandi leikdómarans er þannig hvorki meira né minna en þríþættur. Og svo á hann að skila dómi sínum á næturvöku að lokinni frumsýningu, ef ritstjórinn fær að ráða. Vitaskuld trúir enginn á leikdóm- ara fremur en aðra gagnrýnendur. Hins vegar eru skoðanir þeirra for- vitnilegar og umhugsunarverðar. Sumum finnst, að þeim hætti til að dæma íslenzk leikrit of hörðum orð- um. Það vill oft henda um samtíð- arbókmenntir. Ekki tel ég þó mikil brögð að þessu. Leikritagerðin er ekki slík, að dómarar hennar geti komizt í gott skap, þegar þeir kveða upp álit sitt við erfið skil- yrði. Þeim er því nokkur vorkunn. Hins vegar þarf að dæma varfærnis- lega allan skáldskap byrjenda og þeirra, sem gera sér far um nýj- ungar. Leikritahöfundarnir virðast ekki vera f náðinni. Bókagagnrýn- endur dagblaðanna hafa tekið upp þá nýlundu að úrskurða, hver séu athyglisverðust og snjöllust skáld- rit ársins. Þeir gleymdu f vetur Dúfnaveizlunni eftir Halldór Lax- ness, hún komst alls ekki á blað f einkunnargjöf þeirra. Þó mun hún næst lagi af leikritum þessa fjöl- hæfa og marglynda höfundar. Þann- ig eru fleiri umdeilanlegir en leik- dómararnir. Aðalgalli íslenzku leikdómaranna er að minni hyggju sá, að þeir ætli sér ekki nógu mikinn hlut til áhrifa. Auðvitað dæma þeir túlkun leikara á einstökum hlutverkum og verða að sjálfsögðu fyrir vonbrigð- um mörgu sinni. Þá ber þeim að láta f Ijós, hvernig átt hefði að skipa öðru vísi í hlutverk, svo að mátt hefði vænta betri árangurs. Erlendir leikdómarar telja þetta að- alatriði. (slenzkir leikdómarar gefa þvf hins vegar Iftinn gaum eða engan. Og svo eru þeir allt of skap- litlir, þegar leikstjórar og þýðendur eiga f hlut. Frammistaða einstakra leikara er ekki sízt undir leikstjórn og þýðingu komin. Frumsamin leik- rit eru og leikstjórninni háð að miklu leyti. Ennfremur ættu leik- dómarar að hafa ákveðnar skoð- anir um val þýddra leikrita og ger- ast f málflutningi sínum eins konar umboðsmenn höfundanna, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. En margt gera íslenzku leikdómararnir ágætlega. Mér kemur til dæmis iðulega á óvart, hvað ég verð sam- mála leikdómum Agnars Bogason- ar, og er hann þó ósjaldan að- finnslusamur. Val þýddra leikrita mætti lengi ræða. Bæði reykvísku leikhúsin keppast um að sýna löngu heims- fræg leikrit, og er það fagnaðar- efni. Hins vegar leita þau víst stund- um langt yfir skammt að nýjum leikritum. Sannarlega er forvitni- legt að kynnast leikritagerð Banda- Framhald á bls. 31. 43. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.