Vikan


Vikan - 26.10.1967, Qupperneq 20

Vikan - 26.10.1967, Qupperneq 20
— Það er eins gott að það færi þó mikið í aðra hönd. Ég sagði þér, að ég hef tekið lán út á það, en þú getur hringt í mig þangað eða sent mér skeyti hvenær sem er, næstu þrjár vikurnar — nema við Willie tökum okkur eitthvað fyr- ir hendur á okkar hátt. — Þá það. Hann reis á fætur. — Má ég borða morgunmatinn áður en ég tek saman? — Enga heimsku. Það var vænt- umþykja í brosinu — Ég ætla að Cascais, og næsti hópur var meira en fimmtíu skref [ burtu. Mike Delgado var farinn — til Lissabon, ef til vill eða flugvallar- ins. Hún hafði ekki spurt hann hvað hann ætlaðist fyrir. Um hádegið hafði hún hringt til Willie Garvin, á hotelið sem hann dvaldist á f Lissabon. — Halló, Prinsessa. Það lítur út fyrir að hann gamli félagi okkar hafði náð samkomulagi við and- stæðing sinn. Hann átti við Tarrant Ja — það er eins gott að við sýnumst ekki alltof kát yfir því sem ster.dur í blöðunum. Það gæti far- ið svo að rangir menn rækju aug- un í það — ef þeir eru hér í grennd- inni. Hvernig litist þér á að sigla frá Estroil til að skoða Boca do Inferno? — Gott. Ég býð þér svo upp á snarl í húsinu á eftir. — Þá sjáumst við í Estroil báta- höfninni um klukkan sjö? Síðari hluta dags fór hún í svart- EFTIR PETER O'DONNEL FRAMHALDS- SAGAN 13. HLUTI Hver sem á bak við þetta stóð hlaut að hafa greinargóðar upp- lýsingar um hana. Fjórir menn voru send- ir til að ná henni og þeir höfðu verið varað- ir við henni, því hún væri stórhættuleg. 20 VIKAN 43-tbl- koma með þér. — Og síðasta sundsprettinn á eft- ir? — Nei, á eftir ekur þú einfald- lega burtu, Mike. Ég þarf að gera nokkuð í morgunmálið. Það kom gletíni í augu hans. — Þú venur þig þó ekki ennþá á að skoða á þér naflann? — Hversvegna ekki? spurði hún reiðilaust. — Ég nota ennþá yoga- tækni. Það hrífur. Hún gekk til dyra. Um leið og hún opnaði leit hún snöggt á hann og prakkara- legt bros Ijómaði upp andlit hennar. — Það er tilbreyting frá því að þú skoðir hann. Urn tvö hundruð metra frá hús- inu, rétt utan við aðalveginn, leit maður upp úr dagblaði, sem hann var að lesa, þar sem hann sat und'r stýrinu á kyrrstæðum bíl — Simca. Hann var í drapplitum föt- um úr þunnu efni, rjómagulri skyrtu og bindi í sama lit með linan rjóma- gulan poplínhatt með mjóu barði. Andlit hans var mjóslegið og dökkt. Hann leit á úrið og gjóaði svo í áttina að húsinu, sem næstum var falið bak við trén og sneri svo aftur að dagblaðinu sínu. Það var þegar óþægilega heitt í bílnum og myndi hitna enn, en hann myndi bíða að eilífu til að vinna þau verk sem honum höfðu verið falin. Oþæg- indin voru afar lítil samanborið við óánægju húsbóndans sem hann þjónaði. I 10 Modesty Blaise lá á strámottu á sandinum. Sólin var enn sterk þótt heitast stund dagsins væri nú lið- in. Það voru ekki nema tíu til tólf manns á litlu ströndinni austur af og René Vaubois. — Já. Þetta gengur vel, Willie. En ég held ekki að Mike verði okk- ur ekki til neinnar hjálpar. — Reyndirðu hann? — Ég lét hann skilja það glögg- lega að við séum föl. Hann sýndi engin viðbrögð. — Mmm . . . . Ég hélt þó að hann myndi frétta um samsteypu eins og þessa fyrr eða síðar. — Ef til vi11 er þetta of fljótt. Ef til vill er þetta ekki samsteypa. Eða ef til vill að þeir séu ekki afar snjallir. Þeir gætu ekki hafa haft efni á því að láta nokkurn vita hvað á seyði væri, þar til hann hefði bitið á agnið — og væri ör- ugglega kominn til þeirra. — Það er rétt. Og hvað gerist nú? — Við höldum áfram til Tangier eftir tvo daga, eins og talað var um. Ég sagði Mike að hann gæti náð mér þar. Þótt hann viti ekkert sjálfur, lætur hann það minnsta kosti berast að við séum föl. Ef réttu eyrun heyra það getum við orðið nokkurs vísari. — Allt í lagi. Ætlarðu að gera nokkuð í kvöld, Prinsessa? — Nei. En hafðu ekki áhyggjur af því, Willie vinur. Ég er viss um, að þú hefur yfrið nóg að gera. Hann flissaði. — Gallinn er sá, að þetta er rómantík. — Er það ekki gott? — Rómantík. Hún vill að ég eyði kvöldinu í að hlusta á einn af þess- um fado söngvurum væla um ógæfu- sama ást. Það er of sorglegt fyrir mig. — Þú hefur verið að lesa tón- listargagnrýni aftur. Allt í lagi. — Hvað eigum við að gera sem ekki er of sorglegt? ar og hvítar stuttbuxur og skyrtu yfir miðnæturbláan sundbolinn og gekk niður á ströndina til að synda stundarkorn og baka sig í sólinni. Hún lá með lokuð augun og fann ylinn breiðast um líkamann og hugsaði um Willie Garvin. Hún var fegin að þau skyldu ætla út að sigla saman um kvöldið. Það var alltaf gott að vera með Willie. Hún hugsaði um daginn fyrir mörgum, mörgum árum, þegar hún keypti hann út úr fangelsi í Saigon — harðan, sterkan og hættulegan mann, að því er virtist sneyddan mannlegum tilfinningum; mann með sjúkan huga, fullan af öfund og tortryggni. Hún hafði séð hann berjast í hræðilegri, ihailenzkri glímu, viku fyrr, á opnu sviði, þar sem austur- lenzka hnefaleikasambandið var að reyna að kynna þessa ruddalegu íþrótt, en það eitt út af fyrir sig hefði ekki freistað hennar til að kaupa hann fyrir Netið. Hún minnt- ist stundarinnar, stuttu eftir að hann hafði slegið andstæðing sinn niður. Hún horfði frameftir ganginum frá opna sviðinu, meðan hann fór í ræfilslega skyrtuna og hún greindi eitthvað í andliti hans — sálar- þreytu og gráa örvæntingu. Hún fylgdi augnaráði hans og sá tvo lögreglumenn koma fram eftir ganginum. Þegar hún ieit aftur á Willie Garvin var öll beiskjan og hatrið komið aftur í svip hans. Hún sá lögreglumennina tvo nema staðar fyrir framan hann og segja eitthvað stuttaralega. Hann streyttist ekki á móti, þegar þeir leiddu hann [ burtu. Þegar hann fór rétt hjá, þar sem hún sat mætt- ust augu þeirra. Ef til vill sá hann eitthvað í andliti hennar, því aftur

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.