Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 21
féll þvermóðskufullur reiðisvipurinn
af honum örlitla stund. Hann yppti
breiðum öxlunum og hún só bregða
fy.i- glettnislegri uppgjöf í blóum
a-jgunum. Svo var hann farinn.
Hún mundi að hún var ó báðum
áttjm með hvort hún ætti að beita
mt'úum til að leysa hann úr haldi
eða gleyma honum. Það voru þess-
ar tvær snöggu myndir af öðrum og
allt öðruvísi manni hið innra með
honum, sem höfðu riðið baggamun-
inn. Og svo keypti hún hann út og
fór með hann aftur til Tangier með
sér og á aðeins sex vikum hafði
hún séð hinn gamla Willie Garvin
deyja.
Hún vissi og hafði vitað næstum
frá upphafi, að í sumu tilliti hafði
hinn nýi Willie Garvin betri heila
en hún. Hæfileikar hans voru marg-
breytilegir og miklir. Hann hafði
ekkert fyrir að læra og mundi næst-
um undantekningarlaust allt það
sem hann hafði heyrt eða lesið. —
Hinn nýi Willie Garvin gekk hnar-
reistur og var hamingiusamur mað-
ur, fullur siálfstrausts. Hún vissi að
það var hún sem hafði breytt hon-
um og fyrst í stað hafði henni stað-
ið stuggur af því, því hún vissi
einnig að hann lifði fyrir hana og
gegnum hana, eins og hún væri
hans lífslind.
Hún hafði aldrei að fullu misst
þessa ábyrgðartilfinningu gagnvart
honum, en eftir því sem árin liðu
varð þörf þeirra hvort fyrir annað
gagnkvæmari. Þau höfðu barizt og
særzt og sigrað saman. Beitt hvort
öðru þegar erfiðleikarnir steðjuðu
að og sýslað hvort um annars sár,
þegar erfiðleikarnir voru afstaðnir.
í fyrsta sinn á ævinni hafði hún
fundið mann sem hún þorði að
reiða sig á og fyrir Modesty Blaise
var það ómetanlegt.
Annarra manna naut hún á gjör-
ólíkan hátt, heilshugar af gleði í
líkamlegri staðfestingu forvitnilegs
kunningsskapar, en það var alltaf
skammvinnt, því að lokum gat hún
engum tilheyrt nema sjálfri sér.
Allir þessir menn til samans voru
henni einskis virði móti Willie
Garvin.
— Já, það yrði gott að fara með
honum út í kvöld. Þau yrðu alein
í seglbátnum, gætu slappað af og
talað — ekki um starfið sem þau
áttu fyrir höndum, því um það var
ekkert að segja. Nú gátu þau að-
eins beðið.
Hún ákvað að fá Willie til að
romsa upp meira úr tónlistargagn-
rýninni. Það sem hann sagði um
daginn hafði verið allt of stutt.
Rétt hjá henni sagði rödd: —
Halló.
Hún opnaði augun. Maður sat á
hækjum sér, um það bil meter frá
henni, í blárri skyrtu, sandalaskóm
sem voru opnir ( tærnar og kakí-
stuttbuxum. Hann var milli tvítugs
og þrítugs með ferhyrnt andlit,
dökkt hár og Ktil, hörkuleg augu.
Hann brosti og sagði á ensku með
greinilegum hreim: — Má ég bjóða
þér i bátsferð með vini mínum og
mér?
Maðurinn var ítalskur eða sikil-
eyskur, af dæma mátti eftir mál-
hreimnum. Fyrsta, snögga hugsun-
in um að þetta- væri ómerkileg að-
ferð til kvennafars á ströndinni vék
til hliðar um leið og hún opnaði
augun. Það var eitthvað í fram-
komu mannsins sem setti viðvörun-
arkerfið í henni í gang. Hún vissi
að vandinn hafði ratað til hennar.
Innst í huga hennar vottaði fyrir
undrun, þvi ef þetta var það sem
hún hafði verið að laða að sér,
hafði það komið uggvænlega fljótt
á ótrúlega válegan hátt.
Hún reis upp við dogg, leit á
manninn, svo sneri hún höfðinu til
að líta á vin hans sem sat letilega
með fæturna undir sér og krump-
inn bómullarhatt í höndunum. Vin-
urinn var ofurlítið hærri, en af sama
tagi. Nokkra metra undan strönd-
inni var nokkuð stór lystibátur.
Einn maður var um borð, annar
stóð upp að hnjám í sjónum og
studdi við bátinn, svo hann færi
ekki of nærri ströndinni.
— Nei, sagði Modesty. — Mig
langar ekki að fara út í bátinn ykk-
ar, þakka ykkur fyrir.
Maðurinn hnykkti höfðinu í átt-
ina til vinar síns. — Emilio langar
mjög mikið til þess, hann segir að
það sé nauðsynlegt.
Emilio brosti með vörunum en
augun voru mjög varkár, hann
hreyfði höndina og hún sá að
krumpinn hatturinn huldi byssu með
hljóðdeyfi. Það var Smith & Wesson
Centennial, hlaupstutt, hamarlaus
skammbyssa. Fremri hlutinn af bog-
anum utan um gikkinn hafði verið
sagaður burt. Hann var með fing-
urinn á gikknum og öryggið var
ekki á.
Hún horfði á augu hans meðan
hún gerði sér á þremur sekúndum
Ijósa aðstöðu sína Hún var aðeins
í sundbolnum með létta sandala-
skó á fótunum. Hárið var ekki bund-
ið í hnútinn sem iðulega huldi
kongóvopn. Táragasvaraliturinn var
í svefnherberginu hennar í húsinu.
Það var engin byssa í handtösk-
unni sem lá innan ( stóru strand-
töskunni, ásamt skyrtunni og stutt-
buxunum. í handtöskunni var lítið
hylki með hárlakki, naglaþjöl, skær-
um, varalit og sígarettum og kveikj-
ara. dálitlu af peningum og tveim
vasoklútum. Eina vopn hennar var
stóra handfangið á handtöskunni,
úr svörtum, fægðum viði með tveim-
ur hálfkúlum sinni á hvorum enda;
því var hægt að rykkja lausu og
þá var þar komið kongóvopn.
— Nú förum við, sagði talsmað-
urinn. Hann reis á fætur og gekk
aftur á bak. Emilio var eins og fyrr
með byssuna falda í höndunum.
Hún reis upp á hnén og lyfti hönd-
unum til að bursta sandinn af sér.
Um leið og hún hreyfði sig hreyfð-
ist byssan ofurlítið. Talsmaðurinn
brosti enn en hvíslaði hörkulega:
— Nei! Hendur niður með síðum og
hreyfðu þig hægt. Mjög hægt. —
Snúðu að mér, stöðugt.
Hún reis á fætur:
— Má ég taka dótið mitt?
Hann litaðist um á ströndinni,
hikaði aðeins og sagði svo. — Við
tökum það.
[ flýti þreif hann upp strandtösk-
una og strámottuna. Svo kinkaði
hann kolli til merkis um að hún
ætti að fylgja honum niður að bátn-
um. Hún vissi að Emilio gekk á
eftir henni og miðaði byssunni á
bak hennar. Hún leit niður og gaut
augunum til hliðar, til að fylgjast
með skugganum sem hann varpaði
á sandinn. Hann hélt sér tvær arms-
lengdir frá henni. Góð atvinnu-
mannsleg fjarlægð. sem gerði vörn
ekki auðvelda.
Maðurinn á undan beið eftir
henni og brosti breitt til að slá
ekki ryki í augu þeirra sem kynnu
að horfa á, þegar hann rétti henni
höndina til að hjálpa henni upp (
bátinn. Hann benti henni að sitja
bakborðsmegin, miðskips. Emilio
tók sér sæti gegnt henni. Byssan
sást greinilega núna, hatturinn
huldi hana aðeins frá áhorfendum
í landi.
Talsmaðurinn klifraði um borð
og maðurinn sem studdi við bóg-
inn fylgdi á eftir. Hún leit á hann
og sagði á ítölsku: — Þú heitir Forli,
er bað ekki?
Hann glotti og leit undan.
Emilio sagði á ítölsku við Forli,
án þess að hafa augun af Modesty:
— Þekkirðu hana?
— Eg hef séð hana einu sinni í
Catania. Fyrir fjórum árum. Eg var
með Vecchi þá og hún átti við-
skipti við hann.
Fiórði maðurinn setti vélina (
gang og báturinn rann léttilega f
víðum boga, burt frá ströndinni.
— Vecchi verður ókátur yfir
þessu. Hann er gamall vinur minn,
sagði Modesty.
— Veccih hefur öðrum hnöppum
að hneppa. Emilio brosti og stór
munnurinn teygðist aftur með and-
litinu eins og munnur á krókódíl.
— Vecchi er dauður.
Báturinn stefndi til vesturs með-
fram ströndinni um hálfa mílu úti.
— Viljið þið gefa mér sígarettu?
spurði Modesty og horfði til strand-
ar, til að átta sig á hvar þau væru.
Forli stakk höndinni í vasann en
EmM'o stöðvaði hann með grófum
formælingum.
— Haltu þig frá henni. — Skil-
urðu það, fíflið þitt? Komdu ekki
nærd henni. Ekki þú. Enginn.
Modesty setti þetta á minnið. —
Hver sem á bak við þetta stóð
hlaut að hafa greinargóðar upp-
lýsingar um hana. Fjórir menn voru
sendir til að ná henni og þeir höfðu
verið varaðir við henni, því hún
væri stórhættuleg.
Talsmaðurinn opnaði strandtösk-
una, síðan handtöskuna, og byrj-
aði að grandskoða hvern hlut af
mestu nákvæmni.
Hólfri klukkustund síðar renndi
báturinn sér inn í klettótta vík og
rakst mjúklega á grófgerða tré-
bryggju. Modesty var leidd upp
bugðóttan stíg, milli tunna og trjáa,
að slóða, þar sem ökumaður beið
í bíl. Nafn talsmannsins var Ugo,
það hafði hún nú uppgötvað. Að
hans fyrirmælum settist hún í fram-
sætið milli ökumannsins og Forli.
Hinir þrír settust aftur í — Emilio í
miðiunni, og snerti nakinn háls
hennar með byssuhlaupinu.
Eftir tíu mínútur renndi stóri bíll-
inn upp að stóru, Ijótu húsi, úr
bleikum og bláum ryðleir. Það stóð
eitt sér í rjóðri með hávaxinni regn-
hlífafuru í kring. Rauður Fiat stóð
annars vegar við húsið. Ugo skipaði
fyrir. Hún fór út og þeir mynduðu
hring um hana. Stóri bíllinn hvarf
aftur ofan eftir slóðanum. Það var
farið með hana meðfram húsinu og
þvert fyrir gaflinn að aftanverðu,
á breiðri verönd.
Fjórir menn sátu í herberginu
sem opnaðist út á veröndina. Þeir
voru að spila rommí. Þrír af þeim
voru ( strandfötum, þótt þau bæru
augljóslega borgarsvip. Sá fjórði
var í drapplitum fötum úr léttu
efni og rjómagulri skyrtu með bindi
í sama lit. Á sófanum fyrir aftan
hann lá linur, rjómagulur hattur
með mjóu barði. Andlit hans var
mjóslegið og dökkt.
Tveir mannanna í strandfötunum
voru af sömu gerðinni og Forli,
leiguþorparar með litla skynsemi,
sá þriðji var feitlaginn með breið-
ar axlir. Sver læri komu niður úr
krumpnum stuttbuxum og enduðu
í litlum fótum Gisið, svart hár var
kembt í þunnar lufsur, þvert yfir
næstum sköllóttan hvirfilinn. Augun
voru köld og snör. Hún merkti hann
í huga sér sem hættulegan — hættu-
legri en Emilio, sem hafði verið
númer eitt þangað til.
Þetta að' skipta mönnum niður í
hættulegan, hættulegri, hættuleg-
astan, var alveg ósjálfrátt. Það var
líka mjög mikilvæg, gullin regla
sem átti við f viðureign við fleiri
en einn andstæðing, og þegar tím-
inn kom, ef hann kom, tók maður
hættulegasta manninn fyrst, og
hratt.
Hann horfði á hana og stórir,
flatir fingurnir fitluðu við spilin.
Loðnir framhandleggirnir hvíldu á
borðinu. — Ég er Gerace. Hefurðu
heyrf um mig, ha?
— Maður Montleros?
— Það er rétt. Montlero sendi
mig með nokkrum drengjum, svo
nú veiztu að þetta er enginn barna-
leikur.
Hún kinkaði kolli. Montlero hafði
verið umsvifamikill, amertskur bófi.
Fyrir fjórum árum var honum vísað
úr landi og hann settist að í heima-
landi sínu, Sikiley, en hann réði
enn fyrir ýmiss konar glæpastarf-
semi á ákveðnum stöðum ( Banda-
ríkjunum. Hann rak einnig umsvifa-
mikið starf á Sikiley og ftalíu.
Hún sagði: — Þú hefur sagt mér
hver, segðu mér nú hversvegna.
Gerace lyfti augabrúnunum. —
Heldurðu að þú eigir enga óvini?
— Kannske. En Montlero tekur
hæsta verð. Þetta er fjörutíu þús-
und dollara starf. Maðurinn glotti:
— Kannske geðjast ekki ein-
Framhald á bls. 31.
43. tbi. VIKAN 21