Vikan - 26.10.1967, Qupperneq 24
Lét stjórnast
af spenningi
Framhald af bls. 11.
þetta fylgdi honum æ síðan, ekki
krampi beinlínis, heldur óskapleg-
ur taugaóstyrkur. Jafnvel rétt eftir
að við kynntumst var honum róð-
lagt að taka sér árshvíld frá leik-
störfum. En hvernig átti hann að
geta það? Þetta var hans líf, þessi
sífelldi gangur á taugum. Hann
var alveg eins og reyr af vindi
skekinn. Taugaóstyrkurinn var að
sjálfsögðu mismikill, en oft hræði-
legur. En þegar hann kom fram á
sviðið var eins og hann leystist úr
viðjum, þótt hann væri allur titr-
andi áður en hann fór inn. Þá fann
hann, hve honum var innilega fagn-
að og hve fólkið var elskulegt. —
Hann þurfti svo mikið á því að
halda... Það er fólkinu, er var
svona gott við hann, sem hann
mundi mest þakka fyrir þær
ánægiustundir, sem hann hafði af
þessu."
Lárus Sigurbiörnsson segir f grein
sinni í Eimreiðinni, að Alfred hafi
átt vinsældir sínar því að þakka
fyrst og fremst, að hann hafi kom-
ið öllum mönnum betur fyrir á
sviði. „Hann er hlédrægur að eðl-
isfari," heldur Lárus áfram, ,,hæ-
verskur í framkomu og viðmótið
einkar þægilegt. í raun og veru er
hann feiminn og þarf ýmist að
sigrast á óstyrk í taugunum, áður
en hann kemur inn á leiksviðið,
eða hann treystir á þensluþol taug-
anna og lætur stjórnast af spenn-
ingi augnabliksins. Hið síðara er
ef +il vill greinilegast, þegar Alfred
syngur gamanvísur. Þá sleppir hann
sér oft á hinn hlægilegasta hátt, en
aldrei út í neinar öfgar, sem þó er
háttur feiminna manna, þegar svo
ber undir, að þeir eiga að sýna
eða lýsa broslegum hlutum."
EINHÆF HLUTVERK OG
UTANFERÐ.
Það mun vera sameiginlegt með
mörgum góðum gamanleikurum, að
þeir eiga þá ósk heitasta að fá að
leika hluverk alvarlegs eðlis. En
það getur reynzt erfitt þeim, sem
hefur öðlazt frægð í gamanleikium
og vekur hlátur um leið og hann
birtist. Þannig var þessu varið með
Alfred. Þegar hann gekk eftir götu
í miðbænum, hlógu margir í laumi,
einkum þeir sem þekktu hann ekki
nema af sviðinu. Honum leiddist
þetta, og hann langaði til að
spreyta sig á alvarlegri verkefnum.
En fólkið vildi ekki taka þennan
alvörumann alvarlega. Brynjólfur
Jóhannesson segir um þetta í minn-
ingum sínum:
,,En eins og fleiri gamanleikar-
ar átti hann erfitt um vik í alvar-
legum hlutverkum, sem stundum
varð honum til leiðinda. í Öldum
eftir séra Jakob Jónsson lék hann
ungan sjómann, sem drukknar í
leiknum. En þegar Alfred var bor-
inn inn á sviðið fóru allir að hlæja
um leið og sá í fæturna á honum.
Svipuð voru viðbrögð áhorfenda,
þegar hann lék Crooks hestakarl í
Músum og mönnum... Hann tók
þetta nærri sér. En menn voru orðn-
ir því svo vanir að hlæja að Alfred,
að enginn gat tekið honum öðru-
vísi.'
Þar við bættist, að hlutverk Al-
freds í revýum og gamanleikjum
voru farin að líkjast hvert öðru.
Sigurður Grímsson sagði í leik-
dómi:
„Það leyndi sér ekki, er Alfred
Andrésson kom hér á leiksvið fyrst,
að hann var gæddur miklum eðl-
isgáfum sem leikari. En fyrir ein-
hæf hlutverk, — aðallega í revýum
hin síðari ár, og ef til vill of ein-
hliða leikstjórn hefur hann staðnað
í ákveðnum formum, svo að lítill-
ar t!lbreytni og „nýsköpunar" gæt-
ir í leik hans. Persónan er í raun-
inni æ hin sama í hvaða hlutverki
sem er. Er þetta illa farið og ómak-
legt, og er þess að vænta að Al-
fred láti ekki við svo búið standa
og „hristi af sér klafann". Er það
honum knýjand' nauðsyn, ef hann
hyggst ná verulegum þroska í list
sinni."
Alfred var þetta sjálfum vel
Ijóst. Hann hafði lengi ætlað sér að
fara utan til náms í listgrein sinni,
en styrjöldin skall á, svo að sú
ráðagerð strandaði af sjálfu sér. En
þegar stríðið var loks um garð
gengið og friður kominn á; þegar
aðrir listamenn leitu.ðu heim úr
langri útlegð, tók Alfred sig upp og
fór utan ásamt eiginkonu sinni, sem
þá var einnig orðin kunn leikkona.
„Okkur Alfred langaði alltaf
mikið til að fara utan og læra,"
segir Inga Þórðardóttir. „Loks
ákváðum við að gera alvöru úr því
haustið 1946, þegar við höfðum
verið gift í átta ár. „En fyrir hvaða
peninga, elskan," spurði ég. Hann
hafði ekki viljað með nokkru móti
að ég ynni úti. Við lifðum mest á
leikstörfum hans, og það var eng-
in gullnáma. „Það bjargast ein-
hvern veginn," segir hann, „ég get
haldið skemmtun."
Þcð voru nokkrir mánuðir til
stefnu, og ég hugsaði með mér: Nú
ætla ég að leika svolítið á hann
og sauma svo sem einn og einn
kjól fyrir borgun, án þess að hann
viti, og safna í varasjóð til að eiga,
þegar við komum aftur heim.
Haustið kom. Skemmtunin var
haldin og gekk mjög vel. Og svo
seldum við húsgögnin okkar. Al-
fred segir mér að fara að heiman
á meðan, og þegar ég kem aftur,
er allt, galtómt. „Já, ég lét litla
borðið í kaupbæti með útvarpinu og
þetta þarna í kaupbæti með þessu,"
segir hann alsæll. „Og nú getum
við farið."
Ég var búin að vinna mér inn
um níu þúsund krónur með sauma-
skaD án þess að hann vissi, og
bað sysfur mína að geyma það á
meðan við værum í burtu.
Síðan fórum við til Kaupmanna-
hafnar. Sigurður Nordal kom okk-
ur í samband við Forchhammer-
fjölskylduna, sem er mikið leikhús-
fólk, og við lærðum leik, raddbeit-
ingu, afslöppun, sminkun, sálfræði
og svo framvegis. Mér finnst af-
slöppun mikils virði til þess að ná
eðlilegum viðbrögðum og spara
orku. Sálfræðin eykur mannþekk-
ingu leikarans og er mjög skemmti-
leg.
Við höfðum mikið gagn af þess-
um vetri, en auðvitað varð námið
dýrt, því að við gátum ekki sezt
inn í venjulegan byrjendaskóla, —
heldur vorum í einkatímum.
Að áliðnum vetri kom vinur okk-
ar, Vilhelm Norðfjörð, í heimsókn.
Eg var frammi í eldhúsi að malla
eitthvað, þegar ég heyrði innan úr
stofu, að hann sagði við Alfred, að
nú vofðu yfir seðlaskipti á íslandi.
,Guð minn almáttugur," æpti ég
og æddi inn til þeirra, „þá verða
peningarnir mínir ónýtir."
„Hvaða peningar?" sagði Alfred
alveg undrandi
Og nú varð ég að segja honum
upp alla söguna. Það var svo sann-
erlega mikil gleði í Betlehem þetta
kvöldið."
Mörg verkefni biðu þeirra hjóna,
er bau komu aftur heim frá nám-
inu. Fyrst léku þau í gamanleikn-
um „Grænu lyftunni" hlutverk
skötuhjúanna, Blanny Wheeler og
Billv Bartlett. Gagnrýnendur luku
miklu lofsorði á frammistöðu þeirra
beggja. Þótti sýnt, að dvölin er-
lendis hafði orðið þeim til mikils
gagns.
Um þetta leyti komu hingað í
heimsókn norskir leikarar, þar á
meðal frú Agnes Mowinckel. Heim-
komin sagði hún í blaðaviðtali við
Dagbledet í Oslo:
„Þeir (þ. e. íslenzku leikararnir)
þurfa allir að fara til vinnu sinnar
á daginn, í banka, skrifstofur o. s.
frv — og svo nota þeir kvöldin og
næturnar til æfinga. Það er engin
viðvaningsbragur á leiksýningum
þeirra. Þær eru prýðilegar. Sjálf
sá ég bara „Grænu lyftuna" — en
hún var svo vel leikin, að hrein
unun var á að horfa."
Lárus Sigurbjörnsson segir í lok
greinar sinnar:
„Um Alfred verður því með sanni
sagt: Sigldi skopleikari of saltan
sjá, — kom heim fullgildur skap-
gerðarleikari.
Haldist honum nú á hnossinu, —
sjálfum honum til brautargengis, en
oss öllum til ánægju."
Sú ósk var að rætast, blóma-
skeið hins fullþroska listamanns að
hefjcst, — þegar skyndilega syrti (
lofti.
TJALDIÐ FELLUR í HINZTA
SINN.
7. janúar 1954 var tjaldið látið
falla í miðjum fyrsta þætti gaman-
leiksins „Skóli fyrir skattgreiðend-
ur" Áhorfendum var tilkynnt, að
leiknum yrði ekki haldið áfram. —
Alfred Andrésson, sem lék aðal-
hlutverkið, hafði veikzt skyndilega.
Á þeirri stundu féll tjaldið í raun
og veru í hinzta sinn. Alfred lék
aldrei upp frá því. Hann hlaut að
vísu nokkurn bata, en var bannað
að leika.
,,Á leiksviðinu í Iðnó brast hjarta
hans," segir Lárus Sigurbjörnsson.
„Við þetta gamla leiksvið eru
tengdar allar beztu minningarnar
um leikafrek Alfreds Andréssonar.
Þar magnaði hann lífi hlutverk,
sem mundu hverjum manni gleymd,
ef hann, og einmitt hann, hefði ekki
gerzt túlkandi þeirra."
„Það kemur svo greinilega í Ijós
af bréfum frá honum úr síðustu
lækningaferðinni," segir Inga Þórð-
ardóttir, „hvað hann hefur hugsað
innilega heim, hvað honum hefur
leiðzt, hvað hann hefur í rauninni
þráð að vera heima og undir niðri
vitað að hverju stefndi. Hann var
veikur í fimm ár, og læknar voru
búnir að segja mér, að hann mundi
lifa svona í þrjú ár. Þetta var að
sjálfsögðu óskaplegt áfall. Það er
ekkert að vera veikur sjálfur á móti
því að sjá sína nánustu líða og
geta ekkert gert. Það var margt
vonlítið og erfitt í veikindum Al-
freds. Þess vegna var það í raun-
inni dásamlegt. að hann skyldi fá
rólega hvíld að lokum. Hann dó í
sveíni og hafði ekki í langan tíma
verið jafn hress og síðustu vikurn-
ar sem hann lifði.
Einhvern veginn hafði viljað svo
blessunarlega til, að hann hafði
ekki fengið hjartaköst á sviðinu, —
nema ( þetta eina skipti, þegar
hann lék í síðasta sinn. Það var
mest á nóttunni, eftir erfiðan vinnu-
dag, sem hann fékk köstin.
Fyrsta kastið fékk hann veturinn
1949—'50. Hann var þá að leika
í kvikmynd hjá Lofti Guðmunds-
syni. Hann kom heim seint um
kvöld og gat ekki komizt upp stig-
ann.
Hcnn hafði áður hríðhorazt og
hnignað mikið Þessari kvikmynd
var aldrei lokið, en hins vegar var
sýndur úr henni kafli.
Síðar sagði Loftur við mig: „Ef
hann Alli hefði dáið, þá hefði ég
aldrei sýnt þessa filmu."
Þannig fór honum stöðugt hrak-
andi, en þó bráði ögn af honum á
milli. í síðustu lækningaferðinni
fékk hann nýjar pillur, sem hann
notaði síðasta árið. Mér fannst
honum eiginlega líða ekki verr
þetta ár. Eða kannski hefur maður
bara vanizt þessu. — Ég held að
bæði honum og mér hafi orðið
mest um fyrstu köstin. En við
töluðum aldrei hvorki um hættuna
né dauða. Það var aðdáunarvert,
þegar maður hugsar um það eftir
á, hvað hann tók þessu með mikilli
hógværð og stillingu. I rauninni
hefði ég aldrei trúað því fyrr en
á reyndi."
Alfred Andrésson lézt á aðfanga-
dag 1955, aðeins 47 ára gamall.
Þar með hneig í valinn mesti gam-
anleikari, sem leikið hefur á sviði
hérlendis. Að öðrum ólöstuðum má
segja, að enn hafi engum tekizt
að gerast arftaki hans.
Alfreds var minnzt í öllum dag-
Framhald á bls. 31.
24 VIICAN 43- tbl-