Vikan


Vikan - 26.10.1967, Page 33

Vikan - 26.10.1967, Page 33
Maðurinn í drapplitu fötunum yppti öxlum. — Ekki fyrr en eftir fjörutíu og átta klukkustundir, það er samningurinn. Hann leit’á úrið. — Við Ijúkum þessu spili, svo fer ég. Modesty gekk upp stigana með Forli sér við hlið og Emilio á eftir. Hugur hennar var önnum kafinn. Frá því að hún fyrst sá húsið hafði hún sett á sig allt það, sem hún gat greint. Þegar hún gekk meðfram því og síðar inn í það, hafði hún séð svera járngrind, fjögur fet á lengdina og þrjú fet á hæðina, bolt- aða í kalkaðan múrsteinsvegginn, skrúfboltum með sexhyrndum haus- um I hinni hendinni hélt hann á níu millimetra Luger með fjögurra þumlunga hlaupi. Legubekkur stóð við endann á gangi'num, eitthvað um tíu fetum lengra en dyrnar. Ugo lagði frá sér kassann, tók lykil upp úr vasanum og opnaði lásinn. Hann hallaði sér upp að hurðinni á meðan. Svo rykkti hann dyrunum upp á gott og stökk und- an um leið og miðaði á opna dyra- gættma. Því næst slakaði hann ofur- lítið á og sagði: — Okei, Emilio. Emilio rak byssuna ( bakið á Modesty. Hún fór inn í herbergið. á eftir sér, sneri Willie frá gluggan- um með fjarrænt bros á vörum. — Hann kinkaði kolli ofurlitið eins og hann hefði fengið eitthvað staðfest sem hann átti von á. — Halló, Prinsessa. — Halló, Willie. Hún lagði strand- töskuna á annað fletið. — Hefurðu verið hér lengi? — Tvo tíma. Rödd hans var eins og hennar, hljóðlátt muldur. — Eg vissi ekki hvernig ég átti að leika þetta, en ég bjóst við að þeir kæmu með þig. Enda hefði ég ekki haft neitt tækifæri til að ieika það öðruvísi. væri önnum kafið að fást við ann- að efni. — Heldurðu að þetta sé eitthvað í sambandi við það, sem við erum að fiska eftir? spurði hann. Hún hristi höfuðið og tók sér stöðu við hlið hans og horfði út um gluggann. — Ekki get ég séð það. Þetta væri óskynsamleg aðferð fyr- ir hvern þann sem vildi taka okkur á leigu. — Þá er það það, sem Gerace sagði? Einhver að launa fyrir gaml- ar misgerðir? — Það er mögulegt. Hann yppti öxlum. — Ef það er ekki það, sem Þeir fást nú nieðal annars í gerðunum Pt/SENUETT, 30 den. Þeir eru framleiddir úr mjög teygjanlegum perlonþræði, og falla því einkar vel að fæti. MENUETT hefir verið á markaðinum mörg undanfarin ár, og er viðurkennd gæðavara. Fást í litunum: BRONCE, SOLERA, MELON, COCKTAIL, og í nýjasta „Evróputízkulitnum INKA. SINFONfE, 60 den. Þykkir, sterkir. TAUSCHER-krep. Hafa reynst mjög vel, og eru bæði hlýir og endingargóðir. SCHERZO, 30 den. Þetta er ný gerð af Tausch- ersokkum úr venjulegum perlonþræði. - Mjög ódýrir. Mest seldu og vinsælustu sokkarnir eru: Tauscher UMBOÐSMENN: ioúst Ármam hf. - sími 2211 svo hún huldi algjörlega einn af efri gluggunum Nú var hún leidd eftir víðum gangi, sem myndi flytja hana að herberginu með rimlaglugganum. Upprunalega hurðin hafði verið tekin úr og stóð uppi við vegginn í ganginum. Ný hurð hafði ’verið sett í staðinn. Þessi var úr viði, ekki bara spónlögð. leit út fyrir að vera mjög þykk og hjarirnar þeim meg- in á henni að hún opnaðist út á við. Á henni glampaði á skotlás úr kopar og fjögur göt höfðu ver- ið boruð í gegnum hana, á þá hlið- ina sem hjarirnar voru ekki á, hvert gat næstum hálfur þumlungur í þvermál. Ugo var farinn á undan. Hann stóð og beið og hélt á litlum kassa með skúflykli og fjórum, löngum Willie Garvin hallaðist með aðra öxlina upp að gluggakarminum og horfði út, hann var í blárri sund- skýlu með ilskó á fótum. Glugga- hlerarnir lágu upp að veggnum að innanverðu og þar var engin rúða, aðeins rimlarnir. Sitt hvorum megin í herberginu voru lág járnfleti með þunnum dýn- um og þremur samanbrotnum tepp- um Dyr lágu út úr herberginu öðr- um megin. Þær voru opnar og hún sá klósett og vask. Þar var enginn gluggi, aðeins ofurlítil loftrás. Á gólfinu ( herberginu stóð pappa- kassi með tveimur brauðhleifum og nokkrum pökkum. Við hlið hans var tréstóll og á honum stóðu tvær postulínskrúsir. Annað var ekki í herberginu. Þegar hún heyrði dyrnar lokast — Nei. Sama hjá mér. Það heyrðist hljóð frá dyrunum. Hún sá að nýr og mjög sver dyra- karmur hafði verið settur í. Hljóðið, sem hún heyrði, var þegar skrúf- boltar bitu sig í viðinn. Hún mundi eftir götunum fjórum sem boruð voru í hurðina. Ugo eða einhver hinna var nú önnum kafinn við skrúf lykilinn að skrúfa boltana fasta, svo dyrnar væru gersamlega fastar við þykkan dyrakarminn. Hún kinkaði kolli [ áttina að pappakassanum og sagði: — Mat- ur? Hann kinkaði kolli. — Og það er vatn í krananum. Modesty hafði nú sett upp sama fjarræna svipinn. Það var eins og þau töluðu bæði aðeins með yfir- borði hugans meðan allt hið dýpra við erum að fiska eftir, hef ég eng- an áhuga fyrir að dvelja hér og komast að því. - Rétt. Ákvörðun hafði verið tekin og nú gátu þau einbeitt sér að því sem fyrir lá. Modesty opnaði strand- töskuna og tók upp handtöskuna sem í henni lá. Kongó handfangið hafði ekki verið tekið. Hún bank- aði á það með einum fingri, leit á Willie og hann kinkaði kolli, ánægður. Hún opnaði töskuna og tók upp varalitinn. Litaðist um í herberginu og gekk síðan að auð- um veggnum við hliðina á dyrun- um. Willie fylgdi á eftir. Fyrir framan var enn verið að skrúfa langa boltana í. Framhald [ næsta blaði. 43. tbi. vikan 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.