Vikan - 26.10.1967, Síða 34
f fullri alvöru
Framhald af ls. 2.
hlut iðnaðarmanna í honum, svo
sýnilega verður eitthvað gert á
næstunni til að koma þeim mál-
um í skynsamlegra horf. Þar yrði
eitt fyrsta skrefið strangt gæða-
mat á vinnu iðnaðarmanna.
Iðnaðarmönnum ætti sjálfum
að vera margháttaður akkur í
gæðamati, og þó meiri, ef það
kæmi frá þeim sjálfum. Víst eru
þeir iðnaðarmenn ófáir, sem bet-
ur fer, sem vinna vel, dyggilega
og snyrtilega. En hroðvirkni sóð-
inn, sem sullar verkinu einhvern
veginn af og skapar vinnuveit-
anda sínum erfiði og kostnað
vegna sóðaskapar síns og vondra
vinnubragða, hann ber jafn mik-
ið úr býtum og snyrtimennið. Er
þetta réttlátt iðnaðarmenn góð-
ir?
Takið húsgagnasmiði til fyrir-
myndar: — Ábyrgðarmerking
þeirra er virðingarvert spor í
rétta átt.
S. H.
Hljómar
Framhald af bls. 16.
bert syngur tvö fyrrnefndu lög-
in en Rúnar hið síðastnefnda.
Annars skipta Hljómar söngnum
bróðurlega á milli sín, og í beztu
formi eru þeir í fjórradda söngn-
um. Það er næsta fátítt að heyra
hérlendar hljómsveitir á þessari
bylgjulengd syngja fjórraddað.
Lag Þóris Baldurssonar nefnist
„Miðsumarnótt", og hefur Þor-
steinn Eggertsson gert mjög fall-
egan texta við það. Rúnar syng-
ur þetta lag, en hér koma flauta
og orgel við sögu. Lag Rúnars
Gunnarssonar nefnist „Pening-
ar‘‘. Af erlendu lögunum ber
fyrst að nefna lagið “Um hvað
hugsar einmana snót?“, sem er
sennilega bezta lag plötunnar.
Bandaríska hljómsveitin Loving
Spoonfool gerði þetta lag vinsælt
á sínum tíma undir heitinu „Rain
on the roof“, en það hefur lítið
eða ekkert heyrzt hér fyrr. Gunn-
ar Þórðarson syngur þetta lag,
og gerir það með miklum ágæt-
um. Gunnar leikur einnig á auto-
hörpu í þessu lagi, sem er mjög
skemmtilega útsett og þar á of-
an bættist bráðskemmtilegur
texti Ómars Ragnarssonar. Þá er
lagið „Sveitapiltsins draumur",
en þetta lag kannast víst flestir
við undir heitinu „California
Dreaming". Hljómar hafa lengi
haft þetta lag á efnisskrá sinni
enda einmitt á þeirra línu, þar
sem söngurinn fær mjög vel að
njóta sín. Engilbert syngur lögin
„Hringdu" (Call me) og „Æsandi
fögur“ (Little by little) og allir
syngja í laginu „Þú ein“, en
þetta lag sungu The Everly
Brothers upprunalega. Þá er að-
eins eftir að geta laganna „Einn
á ferð“ og „Gefðu mér síðasta
dans“. Bæði lögin eru velþekkt,
hið fyrra eftir bítlana (Nowhere
man), en hið síðara (Save the
last dance for me) hafa margar
hljómsveitir leikið á plötu.
Þess má að lokum geta, að
upptaka þessarar plötu hefur tek-
izt með miklum ágætum, en plat-
an er tekin upp í stereo, eins
og fyrr segir. Kápumynd á plötu-
umslagi er fremur óvenjuleg, og
ber vott um ágæta dráttlistar-
hæfileika Hilmars Helgasonar.
☆
Dalurinn hennar
Framhald af ls. 13.
við liðþjólfann- — Þú verður að
kenna Harris þetta.
— Ég heiti Farris, sagði ég, en
hann var farinn á eftir lækninum.
Liðþjálfinn hissaði rifilinn hærra
upp á öxl sér, svo hann væri ekki
( vegi, greip duftpumpuna, og gekk
inn í dimmt húsið.
— DDT, sagði hann, hárri rödd.
Hann hélt pumpunni hátt á lofti,
svo allir gætu séð hana, og svo
þrýsti hann á handfangið. Hvítt
duftið úðaðist um herbergið og
fyllti loftið. — DDT, endurtók hann.
— Fyrir skordýrin, — drepur skor-
dýrin.
Það var ekkert merki þess að
nokkur hefði skilið það sem hann
sagði, en öll hljóð þögnuðu og
allra augu störðu á hann, þegar
hann gekk um allt herbergið, úð-
aði inn í rifur, milli gólfs og veggja,
út í öll horn og á fatahrúgur á
gólfinu. Ég horfði á hann og tók
svo til hinum megin ( herberginu,
og eftir nokkrar mínútur höfðum
við lokið þessu verki.
— Nú eigum við það versta eftir,
sagði liðþjálfinn, og honum þótti
sýnilega fyrir því að þurfa að yrða
á mig. — Þú verður alltaf að byrja
á karlmönnunum. Konurnar á eftir,
svo þær haldi ekki að þú ætlir að
misþyrma þeim.
— Misþyrma þeim? — Ertu frá
þér?
— Það kemur fyrir, sagði liðþjálf-
inn, án frekari skýringar. — Það
er bezt að byrja á þeim yngri, það
er sennilegra að þeir viti hvað um
er að vera. En það eru varla nokkr-
ir ungir menn eftir!
Miðaldra bóndi, með þunnt, sítt
skegg, sat upp við vegg, og svit-
inn bogaði af enni hans. Hann
reyndi að skjóta sér undan, þegar
liðþjálfinn þreif til hans, og reyndi
að lyfta upp ermunum á treyju-
garminum, til að koma duftinu upp
eftir handlegg hans.
— Sjáðu, sagði liðþjálfinn, — ég:
meiði þig ekki. Með hröðum, æfð-
um handtökum úðaði hann upp-
undir ermarnar, niður með hálsmál-
inu á óhreinni skyrtunni, niður meS
34 VIKAN
43. tbl.