Vikan - 26.10.1967, Side 36
/
AUÐVITAÐ!
Hvar sem glæsileiki,
yndisþokki og hæfni mætast,
þar er Marlboro!
og daunillu fólki, og það brúaði
ekki bilið milli mín og . . . en ég
vissi ekki hvað ég átti í vændum.
Það voru aðeins börnin, sem ég
fór um mjúkum höndum, reyndi að
særa ekki húð þeirra, þegar ég ýtti
stútnum á pumpunni inn undir föt
þeirra, og lagði frá mér pumpuna,
ef ég þurfti að lyfta einhverium af
þessum litlu vesalingum, svo ég
gæti notað báðar hendur. Það var
hræðsla í augum þeirra, eins og
þau væru særð villidýr. Jafnvel þeir
fullorðnu, sem bjuggust við því
versta frá okkur, og þeir vissu hvað
það versta var, reyndu að stilla
sig. Þeir vissu að við vorum þó
menn. En þessi veiku börn, sem
höfðu séð dauðann allt í kringum
sig, höfðu heyrt dalinn nötra í drun-
um frá fallbyssum og hríðskota-
byssum, hlutu að vera lömuð af
hræðslu við okkur, hvít andlit okk-
ar og framandi hljóðin, sem við
gáfum frá okkur, og þegar við til
viðbótar vorum með þessi furðu-
legu verkfæri, hafa þau eflaust
haldið að þau yrðu étin lifandi; —
þetta þóttist ég sjá úr augum þeirra,
svo að ósjálfrátt var mér það ekki
svo erfitt að snerta þau, til að lina
þjáningar þeirra.
En svo rakst ég kannski á mann,
sem sýndi þrjózku og tortryggni,
og þá bætti ég mér upp tímaeyðsl-
una og pumpaði á hann án miskunn-
ar. — Eða gömul kona, klakandi
eins og hæna, með tannlausum
gómum, svo viðbjóðslega Ijót og
daunill að ég hataði hana fyrir
Ijótleikann og fyrir það að ég var
neyddur til að reyna að kála lús-
um hennar; hún fann sýnilega hatr-
ið, þvl að ég skyldi að hún las yf-
ir mér bölbænir, svo við vorum þá
jöfn að skiptum.
Við unnum svona allan morgun-
inn, tróðum okkur inn í trjágöng
og ranghala þorpsins. Stundum hitt-
um við lækninn og undirforingjann
og heyrðum stöðugt hækkandi
skýrslur og lista yfir sjúkt fólk, lát-
ið eða hungrað. Þetta var allt far-
ið nð ruglast svo fyrir okkur að við
mundum ekki lengur hvar við vor-
um búnir að vera, eða hvað við
áttum eftir. Ég sá að liðþjálfinn
rispaði ör í göturnar, lét þær benda
á húsin, sem voru full af líkum, sem
við áttum að grafa síðdegis. Sólin
hækkaði á lofti, það varð æ heit-
ara, og viðbjóðslegt loftið sem við
önduðum að okkur varð eins og
kvoða. Og alls staðar þar sem við
fórum með þetta furðulega vopn
okkar, skildum við eftir okkur hélu
af hvítu dufti, sem lagðist yfir
ófögnuðinn eins og ábreiða.
Og þá, — þá Húsið sem við
komum að, var töluvert stærra en
hin húsin, og það var tígulsteinn
í þakinu, I staðinn fyrir strá, og
tréhlið með fægðum lásum. Það
stóð upp undir hlíðinni og garður-
inn sneri að skóginum. Það fyrsta
sem við festum augun á, vegna
þess. að það var svo furðulega óvið-
eigandi, var sveigur úr rauðum
blómum, sem hengdur var á hús-
hliðina. Þetta var grannur, fíngerð-
i Minrr DUltfitrui
Alls staðar somu gæöin,
sem gert hafa Marlboro
leiöandi um ailan heim:
Amerískt tóbak -
Amerísk gæði, úrvals filter.
Filter • Flavor • Fhp-Top Box
buxnastrengnum og upp með buxna-
skálmunum.
Bóndinn hló, vandræðalega og
dauft fliss heyrðist í myrkrinu og
óþefnum.
— Allt í lagi Harris, þú byrjar
hinum megin. brmar, buxnaskálm-
ar, strengir og hálsmál. Allsstaðar,
þar sem lýsnar hafa greíðan gang.
Fólkið er allt grálúsugt og það or-
sakar taugaveikina.
— Ég veit það, sagði ég og
beygði mig niður að gömlum manni,
sem virtist algerlega meðvitundar-
laus. Ég varð að fara út í gættina,
áður en ég gat lokið við þetta.
— Þú venst þessu, sagði liðþjálf-
inn og glotti til mín. Þegar ég kom
inn aftur var flissið hætt, og næsti
maður sem ég úðaði, leit ekki einu
sinni á mig. Ekki heldur sá næsti.
Svo kom ég að gömlu konunni með
barnið. Hún starði á mig, sótthita
glampandi augum og tuldraði nokk
ur orð, sem komu af stað einskon-
ar kurri, ég veit ekki hvort það
átti að vera hlátur, hjá manninum,
sem lá við hlið hennar, en enginn
annar virtist taka eftir þessu. Ég
reyndi ekki að horfa á brjóst henn-
ar, sem héngu niður eins og tómir
pokar, úðaði duftinu yfir hana og
niður með strengnum á óhreinu
léretfspilsinu.
Við lukum við þetta starf á
skömmum tíma, og fórum svo út í
garðinn og önduðum djúpt, þar sem
ég nokkru áður hafði þurft að halda
vasnklútnum fyrir nefið. Liðþjálfinn
sendi gusu af dufti yfir líkið, eins
og I reiði, og svo héldum við áleið-
is eftir lækninum og undirforingj-
anum.
Það var sama ástand I næsta
húsi og líka í hinum. Nokkrir menn
reyndu að staulast á fætur, hvort
það var til að gera okkur auðveld-
ara, eða til að streitast á móti, það
vissi ég ekki. En flestir voru of veik-
burða til að andmæla eða spyrja,
og þegar við snerum þeim við til
að pumpa inn undir klæði þeirra,
var það greinilegt að sumir höfðu
ekki hreyft legg né lið i marga
daga.
I byrjun var ég hræddur við
þetta fólk og við þetta skyldustarf
mitt, og ég tók eins varlega og ég
gat á þeim sem voru þjáðir, eða
hræddir við mig og þetta furðu-
lega vopn sem ég var með. Eg lét
það nægja að gefa þeim tvær til
þrjár 'gusur. En svo hvarf hræðslan
og meðaumkun mín um leið; ég
fór að þrífa til þeirra fullorðnu, og
lyfta þeim frá gólfinu, eins og ég
væri að sópa undan gólfmottum,
og byrsta mig, þegar það skeði að
menn sýndu mótspyrnu, ef ég snerti
konur þeirra, hótaði þeim jafnvel
með því að snerta riffilinn, sem
hékk um öxl mér. Það virðist nauð-
synlegt að sýna þeim hörku. Það
voru nokkuð mörg hús og við viss-
um aldrei hve margt fólkið var.
Hlutverk okkar var að úða hvern
mann, grafa hvert lík, losa okkur
við matarbirgðirnar og koma okk-
ur svo burtu, annað ekki. Mér bauð
við hverri herbergisfylli að sjúku
36 VIKAN 43- tbl-