Vikan


Vikan - 26.10.1967, Qupperneq 37

Vikan - 26.10.1967, Qupperneq 37
ur <:veigur, blómin smágerð, en svo frísk að það glitraði á vatnsdropa í krónum þeirra. Það hafði einhver tínt og bund- ið þessi blóm, þennan sama morg- un, og það var það sem kom þess- um dauðþreyttu hermönnum til að reka upp hrossahlátur, þeir sem ekki höfðu áhuga á neinu öðru en að liúka við skyldustörf sín og koma sér á brott. Þegar við geng- um fyrir garðshornið, allir saman, var það að við komum auga á hana, og bitrar háðsglósur dóu á vörum okkar. Hún kraup, á bláum kodda, en við gátum séð að hún var hávaxin. Við sáum aðeins bakið á henni, en allir fundum við fegurð hennar, eins og hressandi golu, sem and- aði hreinleika á móti okkur. Hún sat a hælunum, grafkyrr, sítt hárið féll, eins og svört bylgja, niður eft- ir kjólnum, sem var í skærum, rauð- um og gulum litum. Hárið var svo sítt að það féll alveg niður að mott- unni, sem hún kraup á, og það var bundið saman að neðan með Ijós- rauðri slaufu. Allir hugsuðum við örugglega það sama: Ef hún snýr sér við, horfir hún beint á mig. Og við biðum eftir því augnabliki, stóðum kyrrir, eins og við værum negldir við jörðina. Hún kraup í dyragættinni, á palli sem var að- eins hærri en grasflötin í garðinum, og rennihurðin á bak við hana var opin upp á gátt. í fyrstu tókum við ekki eftir skorpna, gamla mann- inum, sem stóð við hlið hennar, í skínandi hreinum, hvítum fötum, éða litla drengnum, sem sat á hæk.ium sér á ytri veröndinni, með krosslagða handleggi á brjósti sér, og horfði reiðilega á friðarspillana í garðinum. En þá fór gamli maðurinn að tala, og röddin var líkust skrjáfi í þurru laufi, og þá fyrst urðum við hans og drengsins varir. Gamli maðurinn talaði til læknisins og hann hlustaði á orð hans, með smá innskotum, en það leið nokkur stund þangað til hann túlkaði orð hans. — Gamli maðurinn segir að dótt- ir hans sé ósnert, dóttir hans brúð- ur, — í dag brúðkaupsdagur. Þetta er brúðarskart, hún bíður. En mað- urinn hennar, — hvað er það nú annars sem þið kallið hann ? Brúðguminn, hann kemur ekki. — Hann er frá næsta þorpi, því síð- asta sem við fórum framhjá. — Það var enginn þar, sagði undirforinginn. — Þau vita það. Pilturinn fór norður. Kínverjarnir tóku alla unga menn frá þessu þorpi og hinu þorp- inu með sér. Allir ungir menn urðu að tara. Brúðguminn fór, en brúð- urin bíður. Faðirinn segir að hún sé góð stúlka, hún bíður. Hann bíð- ur líka, og sömuleiðis litli bróðir hennar. — Eftir hverju biða þau? Læknirinn hristi höfuðið. — Það er brúðkaupsdagur. Þau bíða. Fað- ir brúðgumans góður vinur gamla mannsins, þeir ákváðu brúðkaup. Pilturinn mjög góður, hún líka góð stúlka. Þetta góður dagur fyrir brúðkaup. Hamingjudagur. Spá- mennirnir segja það, svo þau bíða. — En ef pilturinn er farinn með Kín ... Skrjáfið í barka gamla manns- ins heyrðist aftur, og þegar lækn- irinn túlkaði orðin, var hann mjög nákværnur og allt í einu orðinn há- tíðlegur. — Hann býður ykkur vel- komna til þorpsins og óskar hverj- um ykkar til hamingju með sigur- inn. Hann lofar því að hann og fjölskylda hans skuli vera sam- vinnuþýð, Hann biður bara um leyfi til að bíða. — Til að bíða? Auðvitað getur hann beðið, okkar vegna, sagði undirforinginn. — Eftir hverju sem hann vill. En segðu honum að hann geti byrjað samvinnuna nú þegar. Segðu honum að við verðum að úða allt, nú þegar, með DDT. Læknirinn horfði undan. — Það er enginn veikur hér. Hér er allt hreint. — Ég sé það, en við höfum á- kveðnar skipanir. — Allt í lagi, sagði læknirinn, — allt í lagi. Og hann yrti aftur á veðurbitna, gamla manninn. Allan tímann sat stúlkan hreyfingalaus. Það heyrðist ekki einu sinni andar- dráttur hennar. Hún var sýnilega eins og hengd upp á þráð, einbeitti sér að því sem fram fór, hlustaði eftir hverju orði og heyrði minnstu hreyfingu. Ég var viss um að hún var þess fyllilega vör, án þess að líta við, hve margir við vorum, hverju við héldum á og hvernig við litum út; og skyndilega fannst mér sem hún vissi hvað ég hugs- aði, og þegar ég varð þess var, fann ég fyrir einhverri þrá eftir henni, en skammaðist mín fljót- lega. En þá fór læknirinn að þýða orð föðurins, og leiðslan hvarf mér. — Ég er búinn að flytja honum boðskap þinn. Hann segir nei. Hann segir að þið getið ekki farið inn í þetta hús i dag. Hann segir að ef þið reynið að fara inn í húsið og snerta stúlkuna, muni hann reyna að drepa ykkur Hann segir að það geti verið að hann geti ekki drep- ið ykkur, þið skjótið hann fyrst, en hann ætlar að reyna. Hann segir að ef þið komið inn og snertið stúlkuna, þá verði hann að deyja og drengurinn líka, jafnvel stúlkan. Við störðum allir á steinrunnið andiit gamla mannsins. Augu hans voru stingandi og hann horfði á okkur, hvern fyrir sig. Um langa stund hreyfði enginn sig og enginn talcði; það var eins og dregin væri ósýnileg markalína milli okkar fjögra og hinna þriggja, fyrir framan húsið. Sólin skein á hvít föt gamla mannsins, og við sá- um glitta í rauða lakkmuni fyrir innan dyrnar. Mér fannst duftpump- an verða þung í hendi mér, og ég heyrði einkennilegt fuglakvak frá skóginum bak við húsið, einmana- legt en undurfagurt. Að lokum fékk undirforinginn málið aftur. — Segðu Papa-san að við verð- í GLEÐI, ástog SORG, eru BLOH INNRI borg

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.