Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 43

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 43
— Þetta eru öryggisaxlaböndin úr bílnum, — pabbi fann upp á þessu....... ekki. Hann finnur eitthvað upp til að þurfa ekki að láta mig hafa neina vasapeninga. Eins og til dæmis, þegar hann uppgötvar stundum að ég fer niður að gömlu myllunni. Meira að segja það hefur komið honum til að hætta að gefa mér vasapeninga og ég hef aldrei eyðilagt neitt þar. Það kom ákefð í rödd Jamies og Adrienne minntist um leið við- vörunar Julie Hamiltons. — Kannski það myndi breytast ef þú talaðir við hann. Kannski hann gerði það ef þú segðir hon- um hvað ég er fátækur. Hann á að taka þig með í veizluna hjá Spencer á morgun, er það ekki? — Hefur pabbi þinn sagt þér það’ — Nei, en ég komst að því. Viltu tala við hann? Adrienne hristi höfuðið. — Það væri ekki skynsamlegt Jamie. Ég get ekki skipt mér af því sem pabbi þinn álítur að sé fyrir beztu, þegar allt kemur til alls. — Hversvegna ekki? Adrienne leit snöggt á klukk- una í mælaborðinu. — Langar þig í rjómaís? Við erum dálítið snemma. — Nei.... Takk. Ég er ekki svangur. — Klukkan er ekki ennþá tíu mínútur yfir fjögur. — Það gerir ekkert til. Við getum skoðað hvolpana meðan maðurinn er annað að gera. Hún reyndi að mótmæla. Wildstone Park var fallegt, gamalt setur milli akra, um- kringda með skjólbeltum. Hund- arnir voru í langri, rauðri múr- steinabyggingu, sem var tengd fjósinu með bogagangi. Maður í gallabuxum með dældaðan, lin- an hatt kom á móti þeim, þegar þau stigu út úr bílnum. Hann bar hendina upp að hattbarðinu og hrukkótt andliti,ð leystist upp í grettu, sem átti víst að vera bros. — Þér eruð ungl'rú Blair frá Crompton Abbey? spurði hann. Röddin var svo iág og rám að það var eins og hálsinn væri fóðraður með sandpappír. Jamie starði eins og heillaður á hann eins og hann byggist við að illa smíðaðar falskar tennurnar dyttu niður á malbikið. Hann kinkaði kolli og benti með þumalfingrin- um yfir öxlina. — Hvolparnir eru þarna niðri frá. Hann gekk á undan þeim yfir að innsta veggnum og hallaði sér yfir brún- ina á stíunni. — Hérna eru þeir. Fimm, litlir hnoðrar komu að grindinni. Sá sem fyrstur komst þangað var óstöðugur á fótunum með lítinn rófustubb sem hann dinglaði í sífellu og gaf ekki fögur fyrirheit um alla þá dýrð sem seinna mátti vænta af hon- um. Hann var með skýr, dimm- brún og flauelismjúk augu og þeir Jamie virtu hvorn annan fyrir sér með gagnkvæmri á- nægju. Jamie greip andann á lofti. Hann gat ekkert sagt, þegar hann sneri sér við og leit á Adri- enne. — Við skulum fá þá útfyrir og skoða þá svolítið betur, sagði hún og stuttu seinna lá mjúki hnoðrinn í fangi Jamies og blaut tunga sleikti hann í framan. Hann lagði kinnina að höfði hvolps- ins og áköf hamingja seitlaði um hann, þegar hann fann hunds- hjartað slá í litla, loðna brjóst- inu. Eftir að hafa litið með spurn á fullorðna fólkið beygði hann sig og lét hvolpinn niður. Hann þefaði af tánum á Jamie, nartaði í reimarnar, velti sér yfir á bak- ið og klóraði út í loftið með löpp- unum og starði á drenginn með stóreygðri eftirvæntingu. Jamie lagði af stað út á hlaðið, leit um öxl og hjartað ólgaði í brjósti hans, þegar gulbrúnn hnoðrinn reis á fætur og bagsaði á eftir honum. Það gekk ekki svo vel á ójöfnu steingólfinu, en hann hélt áfram á eftir drengnum sem kallaði lokkandi: — Komdu Bracken, komdu voffi minn. Eigandinn hóstaði hátt. — Það er gaman að sjá þá saman. Allir strákar ættu að eiga hund. Það gefur þeim ábyrgðartilfinningu. Þetta er heilbrigður og fallegur hvolpur. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að hann verði einhver aumingi. Sjáið um að hann verði bólusettur þriggja mánaða og þá verður allt í lagi. — Hann er reglulega fallegur. Adrienne brosti við hvotpinum sem baslaði við að reyna að ná í Jamie. — Það er víst tilgangs- laust að skoða hina. Þessi þarna hefur þegar hrifist af Jamie. Maðurinn rétti henni pappírs- örk. — Þetta er ættartaflan, hvorki fræg né stórkostleg, en traust og góð. Hann leit á Jamie. — Kallaðirðu hann Bracken? Já, sir, svaraði Jamie með djúpri lotningu fyrir þessum hrikalega manni. Nú verður þú að passa hann vel. Það verður að beita þolin- mæði þegar á að ala upp hunda og ekki vænta kraftaverka undir eins. — Við eigum bók um allt það, sagði Jamie og tók Bracken í fangið. — Ég skal kenna honum að sanga á eftir mér, sitja og sækja hluti og svo skal ég .... Hann minntist þess skyndilega að hann var ekki eigandi Brack- ens. En ungfrú Blair myndi áreið- anlega ekkert hafa á móti að hann heimsækti Bracken á hverj- um degi og færi út með hann, hann var hennar hundur og það var í hennar verkahring að ala hann upp og kenna honum að sækja hluti. Hann strauk hvolp- inum. Kannski hefði hún ekkert á móti því að hann hjálpaði svo- lítið til. Kannski hún leyfði hon- um meira að segja að kenna Bracken list, alveg sérstaka list, sem aðeins hann vissi um. Adrienne setti lokið á sjálf- blekunginn og rétti manninum ávísun. — Ég er alveg viss um að Jamie hugsar vei um Bracken, sagði hún hlýlega. Jamie sagði ekkert fyrr en þau voru komin inn í bílinn aft- ur og langleiðina heim. — Meint- urðu það sem þú sagðir við mann- inn, að ég mætti hjálpa til að passa Bracken. —- Já, viltu það ekki? — Má ég kenna honum og fara með hann út, þegar þú hefur ekki tima til? — Já, hversvegna ekki? Það er augljóst að hann er orðin hrifin af þér strax. — Má ég kalla hann minn hund, innan í mér? Það væri miklu skemmtilegra, en að eiga bara hund í þykjustunni. — Þykistu eiga hund, þegar þú ert heima? — Jamie leit snöggt á hana. Rödd hennar var hás og fjarlæg, en hann sá ekki greinilega fram- an í hana. — Já, ég þykist alltaf eiga hund, alltaf. Það er ég búin að gera í mörg, mörg ár. Frú Gar- stone þölir ekki hunda. Hún seg- ir að hún myndi hætta hjá okk- ur ef við fengjum okkur hund. Pabbi átti hund, þegar ég var pínulítill, en hann sagði að það Sendum myndasýnishorn ef óskað er. MOSAIK HF. Þverholti 15. — Simi 19860. Póstbox 1339. SteinoirOinoar svalahandriO f fjölbreyttu og fallegu úrvali. Sendum um allt land. Vel girt Ió8 eykur verðmæti hússins. Blómaker óvallt fyrirliggjandi. 43. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.