Vikan - 26.10.1967, Page 44
lilrartíikan 1367
m tto
C "...
'X
\
Ullarkápur — með og án skinnkraga.
Terrylenekápur — með loðfóðri. Vetr-
ardragtir — með og án skinnkraga.
Buxnadragtir — margar tegundir. Ny-
lonpelsar — Ijósir og dökkir. Rúskinns-
kápur og jakkar. Úlpur. — Hattar. —
Hanzkar. — Töskur. — Slæður og Regn-
hlífar.
Nýjar sendingar í hverri viku.
Póstsendum.
Kjörgarði. - Laugavegi 59. - Sími 1-44-22.
hefði verið keyrt yfir hann eða
eitthvað svoleiðis og það er senni-
lega þess vegna sem hann vill
ekki fá annan í staðinn. En ég
myndi ekki láta keyra yfir minn
hund Ég myndi kenna honum
að vera kyrrum, þegar hann væri
ekki bundinn, nema náttúrlega
þegar hann væri á veiðum í skóg-
inum. Hann strauk Bracken yfir
höfuðið. — Ég þori að veðja að
þessi verður stórkostlegur veiði-
hundur, þegar hann verður stór.
Adrienne brosti. •— Það verð-
ur hann áreiðanlega.
— Það er þá allt í lagi með
Bracken? Hann bleytti varimar.
— Hann er raunar þinn hundur,
af því að þú keyptir hann, en
hann verður að fá leyfi og háls-
band og fóður og ég á enga pen-
inga -—■ en ég get látið eins og
ég eigi hann, þegar hann er úti
með mér. Ég skal passa hann
voða vel.
— Hvað ætlarðu að segja
pabba þínum?
Jamie fann hvernig gleðin
hvarf honum. Það var verst hvað
hún var æst í að hann segði
pabba alla skapaða hluti. — Hann
vill ekki lofa mér að eiga hund.
Hann þrýsti Bracken svo fast að
sér að hvolpurinn kveinkaði sér.
Ef honum yrði bannað að hafa
nokkuð með Bracken að gera
nú, væri það það versta sem
nokkurn líman hefði komið fyrir
hann. Verra en þegar hann var
hjá tannlækninum og borinn
brotnaði inni í tönninni, miklu
verra en daginn sem hann missti
uppáhalds pottablómið hennar
frú Rankins í gólfið. Heldur vildi
hann verða fyrir þvílíku þúsund
sinnum, heldur en verða bannað
að leika sér að Bracken.
— Ég ætla að segja honum að
þú hafir fengið þér hund og þú
hafir beðið mig um að fara með
hann út á hverjum degi. Það er
líka satt, er það ekki?
— Sagðirðu pabba þínum hvert
við ætluðum í dag?
— Nei, ekki beinlínis hvert við
ætluðum. Ég sagði að við ætluð-
um í svolítinn bíltúr.
Adrienne nam staðar við tröpp-
urnar á Drumbeat, drap á vél-
inni og leit með ásökun á hann.
— Þú iofaðir að gera það, Jamie.
Jamie kyngdi munnvatni sínu.
— Ég skrökvaði engu, ég sagði
bara ekkert um hundinn. Ég hélt
að við gætum haft hann sem
leyndarmál út af fyrir okkur,
alveg eins og með Cuthbert.
— En þú getur ekki haldið
þessu með Bracket sem leyndar-
máli að eilífu, Jamie. Ég vil ekki
hafa neitt leyndarmál í kringum
þetta. Ég tala við pabba þinn,
þegar ég hitti hann á morgun.
Honum dettur áreiðanlega ekki
í hug að neita að leika þér við
Bracken, ef þú ferð ekki með
hann heim til þín og ég er viss
um að allt verður í lagi.
— Ég veit það ekki. Hann gæti
alveg orðið bálreiður þegar hann
uppgötvar það
— Hann hefur allan rétt til
þess, ef þú segir honum ekki hvar
við vorum í dag.
Jamie andvarpaði aftur. — Allt
í lagi. — Ég skal segja honum
það, þegar hann kemur heim í
kvöld.
— Þá ertu góður strákur.
Flýttu þér nú og gefðu Bracken
tækifæri til að gera það sem
hann þarf að gera, áður en við
förum með hann inn.
f létti sínum yfir að sleppa út
frá þessu leiðinlega umræðuefni
var Jamie meira en fús að gegna.
Hann hljóp yfir flötina og hló
af trylltri gleði, þegar Bracken
sýndi heimatilbúinn listdans. Með
spenntri eftirvæntingu fytgdist
hann með því að hvolpurinn fékk
veður af beykitré og lét undan
kröfum náttúrunnar. Hann leit
upp á himininn, sem nú var að
verða heiðskír. Þetta hafði verið
ailra bezti dagur sem hann hafði
lifað. Þegar hann kom heim ætl-
aði hann að spyrja frú Garston
hvaða dagur væri, svo hann gæti
munað það alltaf. Engir aðrir
dagar gætu orðið eins góðir og
þessi, jafnvel þótt hann yrði
hundrað ára. Eins og Bracegirdle
afi í þorpinu.
— Komdu Bracken. Hann
blístraði hátt og átakanlega
falskt — Komdu voffi — já,
komdu vinur!
Gegnum gluggann fylgdist
Ad»-ienne með og nú hvarf henni
allur efi, ef hún hafði nokkurn
tíma haft hann, um það sem hún
hafð: gert þennan dag. Gleiði
hennar við að eiga hund tvö-
faldaðist, þegar hún sá þá tvo
koma hlaupandi í áttina að hús-
inu Drengur og hundur. Sam-
ræmi milli tveggja lifandi vera
sem runnu saman í óskýranlega
heild, þar sem hugur dýrs og
manns fylgdu sömu línu. Það var
Til að fyrirhyggja misskilning
skal það tekiS fram, að einkaréttur Vikunnar
á endurminningum Svetlönu, 20 bréf til vin-
ar, nær einungis til þess úrdráttar úr bók-
inni, sem seldur er blöðum um heim allan.
Útgáfa bókarinnar sem slíkrar er Vikunni
með öllu óviðkomandi.
44 VIKAN 4X tbl-
I