Vikan - 26.10.1967, Side 46
BAUNIR
Margir kvarta undan tilbreytingarleysi í fæðutegundum hér á landi, en vitið
þið, að í NLF-búðinni á Týsgötu 8 fást hvorki meira né minna en yfir 10 tegund-
ir af alls konar baunum, hvítum, brúnum, flötum og stórum og smáum, en
baunir eru eins og kunnugt er næringarríkur matur. Þarna er möguleiki til að
auka fjölbreytnina í hversdagsmatnum, því að þetta er ódýr vara, kostar yfir-
leitt um 20 kr. >/2 kg. poki. Þar fæst líka ágætis matreiðslubók, sem heitir
Matreiðslubók Náttúrulækningafélags fslands og kostar hún 35.00 kr. Hér verða
birtar nokkrar mataruppskriftir með baunum í, þó ekki teknar úr um-
ræddri bók, heldur svona héðan og þaðan.
Brúnar baunir mcð fleski.
4 dl brúnar baunir, 1—IV2 i vatn,
2—4 matsk. sýróp, 1—2 matsk. edik,
2—3 tsk. salt, e. t. v. svolítið lcart-
öflumjöl.
Skolið baunirnar og látið liggja yfir
nótt vatninu. Sjóðið i sama vatni
þar til þær eru mjúkar, ca. IV2—2
tíma. Bragðbætið með sýrópi, ediki og
salti, og séu þær of þunnar, má hræra
svolitlu kartöflumjöli saman við. Ber-
ið fram með harðsteiktu bacon.
Hvítar baunir með tómatbragði.
4 dl (350 gr) hvítar baunir, IV2 1
vatn, 2 tsk. salt, 1 lárviðarlauf, stykki
úr hvítiauk, 2—3 matsk. matarolía, 1
dós niðursoðnir tómatar. Skolið og
leggið baunirnar í bleyti yfir nótt og
sjóðið í sama vatni með lárviðarlauf-
inu, hvítlauknum og saltinu í 2—2*,4
tíma, eða þar til þær eru meyrar, en
detta ekki I sundur. Takið lárviðar-
iaufið burt og heilið vatninu af þeim.
Blandið einni dós af niðursoðnum tóm-
ötum (hef séð þá hjá Silla og Valda)
saman við. — Góðar með pylsum og
fleski.
Mauk úr hvítum baunum.
3 ,dl hvítar baunir, 2 laukar, 200 gr
reykt skinka í bitum, persilja, lárvið-
arlauf, timian, feiti, salt, pipar, rifið
brauð eða brauðmylsna.
46 VIKAN 43-tbl-
Leggið baunirnar í bleyti nokkra
tíma. Saxið laukinn smátt og sjóðið,
ekki brúnið, í feitinni. Skolið baun-
irnar og setjið í kalt vatn, ca. % 1,
til að byrja með og sjóðið í u. þ. b.
hálftíma. Bætið þá skinkunni, laukn-
um, persiijunni, lárviðarlaufinu og
svolitlu timian í og haldið áfram að
sjóða, þar til baunirnar eru mjúkar
og farnar að detta í sundur. Bætið
meira vatni á ef þarf. Takið síðan
skinkuna upp úr og lárviðarlaufið og
merjið baunirnar gegnum sigti með
lauknum. Setjið svo góðan smjör-
bita og skinkuna saman við og bragð-
bætið með salti og pipar. Ef jafning-
urinn er of þykkur, má þynna hann
svolítið með soðinu. Hellið í eldfast
form og dálitlu bræddu smjöri yfir
og rifna brauðinu ofan á og bakið í
fremur lítið heitum ofni í 10—15 mín.
Gott með alls konar kjöti.
Mauk úr grænum baunum.
4 dl þurrkaðar, grænar baunir, 1 i
vatn, matsk. smjör eða önnur feiti,
salt pipar, lauksalt, V2—I dl kjötsoð af
tening.
Skolið baunirnar og látið liggja yf-
ir nótt, sjóðið í sama vatni þar til
þær eru orðnar að mauki, merjið
gegnum sigti. Sjóðið maukið og feit-
ina saman iitla stund, hrærið soðinu
í og bragðbætið- Berið ristaða brauð-
teninga með.
Chili con carne.
V2 1 brúnar baunir, vatn, salt. —
Sósa: 1 stór, smásaxaður laukur, 1
marið hvítlaukslauf, 300—400 gr gróf-
hakkað nautakjöt, 3—4 tómatar eða
tómatpurré, 2 dl soð af teningum, salt,
pipar, 1 tsk. blandaðar kryddjurtir,
chiliduft. Skreyting: Tómatbátar.
Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt
og sjóðið síðan þar til þær eru mjúk-
ar. Sjóðið lauk og hvítlauk í tiltölu-
lega mikilli feiti, bætið hakkaða kjöt-
inu í (smámyljið það) og látið steikj-
ast þar til það er ljósbrúnt. Kryddið
með salti, pipar, kryddjurtunum, chili-
dufti og e. t. v. lárviðarlaufi. Chili-
duftið er mjög sterkt, svo að það
verður að fara eftir smekk, hve mik-
ið er látið af því. Hrærið með soðinu
og tómötunum og látið malla í 15 mín.
Takið baunirnar með gataskeið úr soð-
inu og látið renna vel af þeim og
hrærið þeim varlega saman við sós-
una. Skreytið með tómatstykkjum.
Marineraðar hvítar baunir með
túnfisk.
3—4 dl. hvítar baunir, vatn, salt, 1
laukur, 112 - 2 dl. matarolfa, salt, svart-
ur pipar, 1—2 dósir túnfiskur, smá-
söxuð' persilja.
Skolið og leggið baunirnar í bleyti
yfir nótt, saltið og sjóðið í nægu
vatni í 2—3 klukkutíma. Hellið soðinu
af baununum. Blandið saman oliu,
salti, pipar, söxuðum lauknum og
hellið yfir baunirnar meðan þær eru
heitar. Látið kólna og túnfiskur og
persilja sett ofan á.
Salat úr hvítum baunum.
2—3 dl. litlar hvítar baunir, vatn,
salt, 1 matsk. olía. Sósan: ‘/i sítrónu-
safi eða edik, !/s matarolía, salt, pipar,
svolftið sinnep, smásaxaður laukur eða
graslaukur, persilja.
Leggið i bleyti í nokkra tíma, sjóð-
ið í nægu vatni, en gerið það hægt
við lítinn hita. Setjið matsk. af olí-
unni í frá byrjun og saltið þegar þær
eru hálfsoðnar. Látið vatnið renna
vel af þeim, eftir að þær hafa verið
soðnar í llá—2>/2 tíma, fer eftir stærð
og þvi hve nýjar þær eru. Blandið
sósuna og kryddið og hellið yfir baun-
irnar meðan þær eru heitar, svo að
þær drekki sósuna betur í sig. Born-
ar fiam vel kaldar og þykja góðar
með lambakjöti.
Gular baunir.
Þessar eru soðnar á dálítið annan
hátt en við erum vön. 4—5 dl. gular
baunir, 2 1. vatn. 1 púrra, 1 laukur
Framhald á bls. 41.