Vikan - 26.10.1967, Page 48
OSRAM LJÓS
úr hverjum glugga
lega ærleg, herra Weslbury, verð
ég :<ð viðurkenna að ég gel ekki
varizt gruns um að þér hafið ef
til vill ekki gefið yður tækifæri
til að kynnast Jamie. Hvernig
getið þér vænst þess að hann
opni sig, þegar hann hefur á
tillfinningunni, að þér látið yður
engu varða hvað hann gerir?
Hann er tilfinningaríkt bam, og
ég held að hann sé einmana. Haf-
ið þér til dæmis nokkurn tíma
hvatt hann til að bjóða jafnöldr-
um sínum heim. Hann þarfnast
félagsskaps jafnaldra sinna, ekki
bara tilfallandi duttlungum af
hendi frú Garstone. Ég efast ekki
um að hún er dugleg, en veitir
hún Jamie þá umhugsun og um-
hyggju sem hann þarfnast? Þar
að auki hef ég á tilfinningunni
að hún sé ekki sérlega vönd að
því sem hún segir, svo hann
hevrir. Hún þagnaði og gerði sér
Ijóst að umhyggja hennar fyrir
Jamie hafði leitt hana til að
vera ókurteis. Hún sá að það
stríkkaði á kjálkavöðvum manns-
ins. — Fyrirgefið, ég hefði ekki
átt að segja þetta, sagði hún
stirðlega.
— Mig langar til þess að vita
hvaðan þér hafið fróðleik yðar.
Martin leit snöggt upp og sá
hvað lá bak við andlitssvip henn-
ar. •— Frá strákanganum sjálfum,
auðvitað. Hann strauk sér um
hnakkann og brosti afurlítið
skakkt. — Þér hafið rétt fyrir
yður í því, ungfrú Bair, að Jamie
er tilfinningaríkt barn, hann er
líka vel gefinp og hefur auðugt
ímyndunarafl. Sú er oft raunin
með einkabörn, að ég hef heyrt,
en það er einkar áberandi með
hann. Þér hafið rétt fyrir yður,
þegar þér segið að frú Garston
sé slæm með að fara með kjafta-
sögur, en það sem Jamie vantar
í raunveruleikanum, bætir hann
sér strax upp í hinum ímyndaða
heimi. Þvert á móti því, sem þér
kannski álítið hegni ég honum
ekki líkt því eins mikið og hann
á '■kilið. Ég hef heldur aldrei
svipt hann neinu sem er til gagns
eða gleði fyrir hann.
Adrienne leit aftur á höfuð
Brackens. Hann las strax hugs-
anir hennar. — Jamie er alveg ær
í að fá hund. Það er hann sjálf-
sagt búin að segja yður, en hann
er ekki orðinn nógu gamall til
að valda þeirri ábyrgð.
— Ég veit vel að ég á ekki
að skipta mér af því, en ég er
ekki sammála yður. Jamie er vel
skynugur og hundur væri prýði-
legur félagsskapur fyrir hann.
— Ég hef mínar eigin ástæður
til þess að hann fær ekki hund.
Svarið var vísvitandi stutt-
aralegt og fráhrindandi. en
Adrienne sat á sér. — Þér þurf-
ið ekki að hafa áhyggjur út af
því, herra Westbury, ég hef ekki
í hyggju að hvetja Jamie til að
hafa óskir yðar að engu.
— Gott. Ég .... Ég vil ekki
að við þurfum að vera óvinir.
Það fór honum eðlilega að vera
— Fn elsku Magda mín, þú hefðir
ekki ótt að bíða eftir mér alla
nóttina!
— En góða Emma, þú veizt að
reynslutíminn hennar er ekki út-
runninn fyrr en á morgun ....
— Kæra frú, leyfið þér að maður-
inn yðar opni munninn?
48 VIKAN 43-tbl-