Vikan - 18.01.1968, Page 9
IfllDI IOISEWII HAM
NÍBBNAI fl BlfllBI
RJETT VID
HELGA P. BRIEM
AMBASSADOR
TEXTI:
SIGVALDI HJALMARSSON
3.HLDTI
A skrifstofu aðalræðismannsins í New York (yzt til
vinstri). Helgi P. Briem heldur ræðu á lýðveldis-
fagnaði íslendinga í New York 17. júní 1944. Frá
vinstri: Dr. Hjörvarður Árnason, frú Evelyn Stefáns-
son (kona Vilhjálms), frú María Markan Ostlund
og Grettir Eggertsson, verkfræðingur. Á myndinni
|H til hægri: frú Doris Briem, Vilhjálmur Stefánsson,
frú Árnason og Ólafur Jolinson.
EGAR ég kom frá Þýzkalandi,
segir Helgi er við höldum sam-
talinu áfram, var ég aðstoðar-
maður Sveins Bjömssonar um
skeið. en hann var ráðunautur
ríkisstjórnarinnar um utanríkis-
mál. Hann vann um þessar mundir aðallega
að því að semja handbók fyrir fulltrúa ís-
iands erlendis þannig að þeir hefðu nauð-
synlega vitneskju um íslenzk lög og hefðu
reglur til að fara eftir. Ég þýddi bókina
jafnóðum á ensku. Haustið 1940 var ég svo
sendur til Spánar, en komst aldrei lengra en
til Portúgal, því að Spánverjar vildu ekki
viðurkenna ísland. Við fórum því til New
York, en héldum þaðan aftur til Portúgal og
settumst þar að. Ríkisstjórnin vildi að ég
talaði við utanríkisráðuneytið í Portúgal um
að ég yrði viðurkenndur sendifulltrúi íslands
þar í landi, og ég talaði við ráðuneytisstjór-
ann, yndislegan gamlan mann. Hann sagðist
skyldi gefa mér persónulega öll sömu rétt-
indi og diplómötum, en land sitt væri í örð-
ugri aðstöðu, hefði orðið að neita að taka
til greina nokkrar breytingar sem orðið hefðu
síðan styrjöíd bófst..
— Hvemig fannst þér landið?
— Portúgal er indælt land, alveg eins og
Norðurlandabúar hugsa sér himnaríki. Þar
er alltaf gott veður, aldrei of heitt. því að
það leikur um það svalt loft ofan úr spænsku
fjöllunum, einkum á næturnar, en á daginn
rennur oft á svalandi gola utan af sænum. f
janúar kemur fyrir að íshem sé á pollum,
en samkvæmt veðurstofunni er þar aldrei
frost. Þarna er mikil náttúrafegurð, há fjöll
sem minna dálítið á Reykjanesfjallgarðinn,
og ég hygg að borgarstæði Lissabon sé eitt-
hvert hið fegursta í heiminum. Ég hef ekki
komið til Rio de Janeiro sem mikið er látið
af, en stærstu hafskip geta siglt upp fljót
það sem Lissabon stendur við, um 10 km
leið, og lagzt að torgi sem er eiginlega mið-
depill borgarinnar.
— Urðu þið stríðsins mikið vör?
— Ekki get ég sagt það. Stjórn landsins
var ákaflega varfærin og gætti ýtrasta hlut-
leysis. Milli Englands og Portúgal hafa
verið náin samskipti og einlæg vinátta
í sex hundruð ár. Fyrsta verzlunarsamn-
inginn sem Bretar yfirleitt gerðu, gerðu þeir
við Portúgal 1366. Þetta er því elzti verzl-
imarsamningur sem til er hjá Bretum. 600
ára gamall. Almenningur x Portúgal vildi
allt fyrir Breta gera, en lítið fyrir Þjóð-
verja. Mikið var talað um njósnir, og Lissa-
bon átti eiginlega að vera miðstöð njósna-
starfseminnar í Evrópu enda sú höfnin sem
auðveldast var að komast til frá báðum stríðs-
aðilum.
Kona mín er ensk, eins og þú veizt, og
við komumst strax inn í ensku nýlenduna.
Sú nýlenda er öðru vísi en flestar aðrar
vegna þess að brezkar fjölskyldur hafa átt
þama miklar eignir, m. a. námur, í mörg
hundruð ár. Brezkir menn eru þarna ærið
fastheldnir á þjóðerni sitt og senda konur
sínar til Englands til að fæða börn. Þannig
halda þau brezkum ríkisborgararétti. Þetta
ágæta fólk hafði búið í Portúgal í mörg
hundruð ár, kynslóð fram af kynslóð, en
hélt áfram að vera brezkir þegnar.
— Hvernig kanntu við Portúgala?
— Þeir eru yndislegt fólk, eitthvert bezta
fólk sem ég hef kynnzt. Maður getur sagt að
þarna séu í rauninni tvær þjóðir. Yfirstéttin
er fallegt fólk, ljóst yfirlitum, vel eygt. all-
hávaxið, en svo er almenningur, aðallega til
avéita, lágvaxnir menn og dökkir á hörund.
En allt er þetta gott fólk og auðvelt við-
skiptis, að mér virtist.
— Eru þarna ekki einhverjir gamlir siðir
við líði sem þér finnast athyglisverðir?
— Sérstakir siðir, hrein ógrynni, ég veit
bara ekki hvar ég á að byrja, því að Portú-
galar eru einstaldega fastheldnir á gamla
siði.
Mér var sagt að gaman væiú að koma til sér-
stakrar kirkju lítillar skammt þar frá sem
við bjuggum, einkum á sérstökum messudegi.
Við gerðum okkur því ferð þangað einmitt
þennan tiltekna dag. Þá var þar kominn
mikill fjöldi bænda. jafnvel' úr fjarlægum
sveitum, og þeir höfðu meðferðis búfé sitt,
hesta, asna, múlasna, kýr og uxa, kindur og
geitur. Og ekki var nægjanlegt að koma með
gripina til kirkjunnar, heldur þurfti að leiða
þá hringinn í kringum hana, og þeir fóru
andsælis. Þetta þótti mér furðu gegna því
að í kristnurh sið er alltaf farið meðsælis að
því er ég vissi bezt. Ég minntist á þetta við
vin minn einn sem var mikill grúskari á
forn fræði, og hann sagðist skyldi segja mér
hvernig á þessu stæði. Þarna, einmitt á þess-
um bletti. hafði staðið Janusarmusteri á tím-
um Rómverja, en sá guð var verndari hús-
dýra. f næi-ri þúsund ár er búin að standa
þarna kristin kirkja, og þar hefur allan þann
tíma verið kristinn prestur til að blessa yfir
skepnurnar, en bændurnir eru samt ekkert
að breyta til og fara andsælis kringum kirkj-
una þó að það verði að teljast ókristilegur
siður. Eins var um fiskibáta að á þá voru
sett alls konar dulmerki. Ég spurði gáfaðan
vin minn sem var fiskimaður hvað þessi
merki þýddu. Hann kvað það gleymt fyrir
mörgum öldum, en líkast til hafi þetta verið
einhvers konar dulfræðimerki úr mikilli
fyrnsku sem haldið var í þá tíð að væru til
heilla fyrir skipið. Og Portúgalar mála sum-
ir auga á stefnið á skipum sínum, eins og
Odysseifur gerði í gamla daga til að rata á
hinu villugjarna hafi. Einnig telja þeir sjálf-
sagt að maður sem hefur ofnæmi éti soðin
kött sér til heilsubótar.
— Komstu í nokkur kynni við fiskveiðar
þeirra Portúgalar?
— Þeir eru miklir sjómenn eins og alþekkt
er. Okkur finnst það þó undarlegt hve þeir
búa sig illa þótt þeir séu við fiskveiðar norð-
ur við Grænland og Nýfundnaland þar sem
oft er nístings kuldi. Þar era þeir að sögn
oft með ekkert á fótunum, berfættir eins
og suður í hlýjunni og sólskininu. Þeir stunda
doríuveiðar sem geta enn gengið af því hve
þarfir fólksins eru litlar og kaupið lágt. Þeim
er hagað þannig að stórt seglskip fer með
margar doríur á dekki til Nýfundnalands eða
Grænlands. Þar fer svo einn maður í hverri
doríu út á miðin og dorgar allan liðlangan
daginn alveg eins og við gerðum í gamla
daga, og kemur svo heim til móðurskipsins
að kvöldi með fiskinn og skilar honum þar.
— Og svo þegar þú fórst frá Portúgal,
hvert fórstu þá?
— Þá fór ég til New York og varð aðal-
ræðismaður þar. Það var í júní 1942. Þá var
lítið um skipakost til að vera í förum yfir
Atlantshaf, einkum vantaði farþegaskip. En
Svíar gátu fengið því framgengt við báða
stríðsaðila að þeir mættu senda sín skip yfir
hafið og hafa full grið hjá báðum með því
skilyrði að báðir samþykktu hvaða farþegar
fengju far. Svíar áttu góð skip til þessarar
mikilsverðu þjónustu. Þama um sumarið fór
sænska skipið Drottningholm tvær ferðir yfir
hafið. í fyrri ferðinni voru aðallega amer-
ískir diplómatar sem safnazt höfðu saman í
Framhald á bls. 41
8 VIKAN 3' tbl'
3. tbi. VIKAN 9