Vikan - 18.01.1968, Side 11
— Það var vegna þess, að ég minntist á lög Islams, sem hljóta að
vera honum kær, sagði hún við sjálfa sig.
Eins og hann hefði lesið hugsanir hennar, hrópaði hann:
— Ég skeyti ekki fremur um lög Islams en þessara kristnu landa,
sem þér komið frá!
— Þér guðlastið! svaraði Angelique og nú var óttinn að ná yfir-
höndinni á ný. — Voruð þér ekki rétt áðan að þakka guði fyrir, að
við skyldum bjargast úr storminum?
Sá guð, sem ég færi þakklæti mitt, er aðeins fjarskyldur þeim guði,
sem er þátttakandi i öllu óréttlæti og grimmd yðar heims... Hins
rotna Gamla Heims, hreytti hann beisklega út úr sér.
Það var ólíkt honum að verja sig svona reiðilega.
— Ég hef komið við auman blett, sagði Angelique við sjálfa sig á ný.
Hún varð jafn undrandi og Davíð hlaut að hafa orðið, þegar hann
uppgötvaði að hann hafði fellt Golíat með ómerkilegu slönguskoti.
Hún horfði á hann setjast þunglamalega við borðið, taka perlu-
festina góðu upp úr koffortinu og renna henni annarshugar milli
fingranna.
— ííafið þér þekkt hann lengi?
— Þekkt hvern?
— Tilvonandi eiginmann yðar.
Aftur var komin kaldhæðni i röddina.
— Já. Lengi.
— Árum saman?
— Árum saman, svaraði hún og minntist stundarinnar, þegar riddar-
inn kom henni svo giftursamlega til bjargar á Charontonveginum,
þegar hún var að leita að sigaununum, sem höfðu stolið honum litla
Cantor hennar.
— Er hann faðir dóttur yðar?
• — Nei.
— Ekki einu sinni það! ,
Rescator hló fyrirlitlega.
—• Þér hafið þekkt hann árum saman, en engu að síður létuð þér
eftir yður að eiga barn með glæsilegum rauðhærðum elshuga!
Hún skildi ekki, hvað hann átti við. — Hvaða rauðhærða elskhuga?
Svo kafroðnaði hún, og átti erfitt með að hafa stjórn á sér. Augu
hennar skutu gneistum.
— Þér hafið engan rétt til að tala þannig við mig. Þér vitið ekkert
um líf mitt. E'kkert um kringumstæðurnar, sem gerðu það að verkum,
að ég kynntist Maitre Berne, eða hvernig það atvikaðist, að ég eign-
aðist dóttur mína. Hvaða rétt hafið þér til að svívirða mig þannig?
Hvaða rétt hafið þér til að yfirheyra mig eins og.... Eins og lög-
regluforingi?
— Eg hef allan rétt yfir yður.
Þessi orð voru mælt ástríðulaust með drungalegri röddu, sem gerðu
hana mun skelfdari en ógnanir hans höfðu megnað. — Ég hef allan
rétt yfir yður.
— Hún sá sér enga undankomuleið. Hún íann að hann hafði svo
sterk tök á henni, að hún átti sífellt erfiðara með að láta sér það í
léttu rúmi liggja sem hann hafði sagt.
— En ég skal samt sleppa.... Maitre Berne mun vernda mig!
Hún litaðist um með þeirri óraunverulegu tilfinningu, að hún væri
utan við heiminn og utan við tímann.
6. KAFLI.
Föl dagsbirtan var svo máttvana að hún náði ekki að þrengja sér í
gegnum glerið. Það var sem rökkur í herberginu, sem í upphafi hafði
gert þetta samtal þeirra dularfullt, en nú skelfilegt. Nú, þegar Rescator
var komin lengra burtu frá Angelique, fannst henni hann vera eins
og svartur draugur, því það eina, sem ekki var dökkt voru hendur
hans og glitrandi perlufestin, sem rann fram og aftur milli þeirra.
Það var þá, sem hún gerði sér ljóst, hversvegna hann var öðruvísi í
dag en hann hafði verið.
Hann hafði rakað af sér skeggið. Hann var bæði hann sjálfur og
einhver annar.
Hjartað tók viðbragð í brjósti hennar, eins og um kvöldið, þegar
hún uppgötvaði, á hvern hann minnti hana. Hún hafði fengið fárán-
legt hugboð, og án þess að gera sér fyllilega grein fyrir hvað var að,
varð hún dauðhrædd að vera þarna með manni, sem hún skildi ekki,
en bjó yfir hæfileikum til að töfra hana.
Henni fannst hún eiga eftir að þjást óumræðilega af völdum þessa
manns.
Hún sneri flóttalega í áttina til dyra.
— Leyfið mér nú að fara, sagði hún lágt.
Fyrst var eins og hann hefði ekki heyrt til hennar. Svo leit hann
upp.
— Angelique.
Hálfkæfð röddin var eins og bergmál af annarri rödd.
— Þú ert svo langt í burtu! .... Ég mun aldrei framar geta nálgast
þig....
Hún tóð grafkyrr, augun galopin. Hversvegna talaði hann svona
hlýlega og dapurlega til hennar? Hún var gagntekin áköfum tómleika
og henni fannst hún ekki geta hreyft sig. Hana langaði til að þjóta
til dyra og bjarga sér undan þeim töfrum, sem hann var nú að beita
hana, en hún mátti sig ekki hræra.
— Gerið það, leyfið mér að fara, bað hún aftur.
— Við skulum binda enda á Þetta hlægilega ástand. Ég ætlaði að
tala um það við þig í morgun, en einhvernveginn fórum við að tala
um annað, og siðan hefur ástandið orðið enn hlægilegra.
— Ég skil yður ekki.... Ég skil ekkert hvað þér eruð að tala um.
— Og svo er talað um kvenlegt innsæi, rödd frá hjartanu. Jæja,
það verður ekki annað sagt, en að Þig skorti þessa hæfileika algjör-
lega... En við skulum snúa okkur að aðalatriðinu, Angelique. Þegar
þú komst til Candia sögðu sumir, að þú hefðir lagt upp í þá ferð af
viðskiptaástæðum, en aðrir sögðu, að þú værir að fara til móts við
elskhuga og þriðji hópurinn sagði, að þú værir að leita að öðrum
eiginmanna þinna. Hvað er sannleikurinn af þessu?
— Hversvegna spyrjið þér mig?
— Svaraðu spurningu minni, sagði hann óþolinmóður. — Þú ert
sannarlega ákveðin að berjast fram i rauðan dauðann. Þarna ertu
lifandi komin. Hálf dauð úr kviða og samt stendurðu uppi í hárinu
á mér. Hvað er það, sem þú óttast að spurningar mínar leiði í ljós?
— Ég veit það ekki einu sinni sjálf.
— Þetta er ekki það svar, sem ég hafði átt von á frá þér, sem
ævinlega ert svo full af sjálfstjórn. Það sannar einnig, að þig er farið
að gruna það sem ég er að reyna að segja.... Angelique, fannstu
nokkurn tíma eiginmanninn, sem þú varst að leita að?
Hún hristi höfuðið, kom ekki upp nokkru orði.
— Fannstu hann ekki?.... Og þó get ég, Rescator, sem þekki alla
á Miðjarðarhafinu, fullvissað þig um, að hann kom mjög nærri þér.
Angelique fannst eins og bein hennar leystust upp, líkaminn yrði
að eimi.
Hún hrópaði upp, án þess næstum að gera sér grein fyrir því, sem
hún var að segja:
— Nei, nei, það er ekki satt... Það er óhugsandi! Ef hann hefði
komið nokkurs staðar nálægt mér, hefði ég þekkt hann undir eins!
— Nei, þar hefurðu einmitt rangt fyrir þér! Sjáðu sjálf!
7. KAFLI.
.... m. I
s i
Rescator lyfti höndunum og seildist aftur fyrir hnakka sér.
Áður en Angelique hafði tima til að gera sér grein fyrir því, hvað
hann var að gera, lá leðurgríman á hnjám hans og hann sneri óvörðu
andlitinu að henni.
Hún rak upp skelfingaróp, greip fyrir augun. Hún minntist sögu-
sagnanna, sem hún hafði heyrt í kringum Miðjarðarhafið, um grímu-
klædda sjóræningjann, sem nefið vantaði á. Fyrstu viðbrögð hennar
stöfuðu af ótta við að sjá afskræmt andlit.
—• Hvað í ósköpunum er að? Hún heyrði að hann reis upp og gekk
í áttina til hennar.
— Rescator er ekki glæsilegur án grímunnar, er það? Það er rétt ....
Bn engu að síður.... Finnst þér sannleikurinn svo erfiður, að þú getir
ekki horfzt i augu við hann?
Fingur Angelique runnu hægt niður eftir kinnum hennar. Maðurinn,
sem stóð hjá henni var ókurmugur, samt skynjaði hún að hún þekkti
hann.
Svört og hvöss augun, sem störðu á hana undan loðnum augabrún-
unum, voru sömu augun og hún hafði fram að þessu séð í gegnum
rifurnar á grímunni. Andlitsdrættirinir voru meitlaðir og harðir og
á vinstri kinninni var örið ennþá. I sjálfu sér var ekki mikil af-
skræming fólgin í þessu öri; það var áhrifamikið fremur en skelfi-
legt.
Þegar hann tók til máls, var það með rödd Rescators.
— Ekki horfa svona á mig! ......... Ég er ekki draugur .........
komdu hingað í birtuna....... Þá hlýturðu að þekkja mig.
Hann leiddi hana óþolinmóður yfir að glugganum og hún gerði
eins og hann bað, starði enn skilningsvana á hann með skelfingu í
augum.
— Virtu mig vel fyrir þér. Minnir þetta ör þig ekki á neitt? Hefur
minni þitt þornað jafn gersamlega og hjartað?
— Hversvegna sagðirðu ....... muldraði hún. Hvers vegna sagð-
irðu, að hann hefði komið mjög nærri mér?
Það kom áhyggjuglampi I svörtu augun, sem horfðu á hana, og
hann hristi hana hörkulega. Öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París.
s. tbi. VIKAN 11