Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 24
ERll ERFIÐUST Ef trúa má hans eigin frásögn er hann elsti Bandaríkjamaður sem nú er uppi. Hér segir hann frá löngu liðnum dögum, frá Lincoln forseta, þrælahaldinu og skoðunum sínum á hinum „raunverulegu" upptökum bandarísku borgarastyrjaldarinnar. EFTIR: LIN ROOT OG AGNES ASH Þegar ákveðið var árið 1954 að bandaríska tryggingalöggjöf- in skyldi ná til landbúnaðar- verkamanna, vann Charlie Smith á ávaxtabúgarði í Haven, Flórída. Dag einn er hann kom til að sækja laun sín ,spurði gjaldkerinn eftir trygginganúm- eru hans. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni að Charlie heyrði minnst á tryggingar. Hann varð því að fá aðstoð til að fylla út tilheyrandi eyðublöð. Stúlkan á tryggingarskrifstofunni, sem opnaði umslagið með trygginga- umsókn Charlies, fór með papp- írana til umdæmisstjórans. „Lítið á þetta,“ sagði hún. „Fæddur 1842. Það á trúlega að vera 1942.“ Charlie fékk trygg- inganúmerið sitt, en síðar sendi skrifstofan starfsmann til að ræða við hann. Hátt í stiga reistum upp við tré stóð maður og las appelsín- ur. Ótrúlegur árafjöldi var skráður í andlit hans. Svamp- kennd húðin, þakin áberandi svitaholum, lá þétt að andlits- beinunum, hrukku- og fellinga- laus. Augabrúnir hafði hann ekki, nema fáein hvít hár rétt við nefrótina. Augnalokin huldu næstum djúplæg augun og gerðu manninn syfjulegan útlits. „ÞREYTTUR A AÐ SITJA Á RASSINUM . . .“ í dag getur að líta mynd hans hvarvetna á pósthúsum Banda- ríkjanna. Þar er hún hengd upp til að vekja athygli sveitafólks á félagstryggingunum. Ástæðan til þess að það var einmitt and- lit Charlies, sem var valið til þessarar auglýsingastarfsemi, er sú að talið er nokkurnveginn ör- uggt að hann sé að minnsta kosti hundrað ára — þótt hann sé ef til vill ekki hundrað tuttugu og sex eins og hann sjálfur heldur fram. Þegar vitnaðist um aldur Charlies, var ekki lengur við það komandi að hann fengi að klifrast í stigum við appelsínu- tínslu — þótt svo að hann héldi því fram að hann yrði „þreytt- ur á að sitja á rassinum allan daginn“, framan við litlu búðina sína í kyrrlátu þorpi í Bartow, Flórída. Ævisaga Charlies er blanda af staðreyndum, hálfgerðum stað- reyndum og hreinum tilbún- ingi. Hann segist vera fæddur í Líberíu og hafa í skírninni feng- ið nafnið Mitchell Watkins. Móðir hans hét Linda Watkins. Föður sinn hafði hann aldrei séð. Þegar hann var tólf ára, kom skip eitt af hafi í höfnina, sem hann átti heima hjá. Hann og önnur börn hlupu niður að sjónum til að skoða skipið. Þá sá Charlie hvítan mann í fyrsta sinn. Sá sýndi krökkunum myndir frá landi, þar sem „eng- inn þurfti að vinna og kökur spruttu á trjánum.“ Skipverjar buðu heimafólki um borð að sjá skipið og furður þess. — Þeir fóru með okkur niður í lest og sýndu okkur allt mögu- legt, segir Charlie frá. — Þeg- ar við komum aftur upp á þil- far, var skipið komið langt út á haf. — Þeir fóru óaðfinnanlega með okkur. Margir hafa aðra sögu að segja, en það á að minnsta kosti ekki við um okk- ur. Við sváfum í lestinni — fjörutíu eða fimmtíu alls. En þeir hlekkjuðu okkur ekki. Legree, náunginn sem tók okkur með, hann rændi okkur ekki, hann bara lék á okkur. SELDUR í ÞRÆLDÓM Og sé flett upp í skipaskrám frá þessum tíma, kemur svo sannarlega í ljós að bræður að nafni Legree sigldu þrælaskipi milli New Orleans og Afríku- strandar. Þegar skipið kom til New Orleans, voru Charlie og aðr- ir fangar reknir inn í „stórt hús með stórum garði umhverfis. Garðinum var öllum skipt í smá- dilka, líkt og á kvikfjárbúgarði.“ Þetta átti sér stað einhvern- tíma kringum fjórða júlí, eða það minnir Charlie. — Svo komu þeir með heilmikið af mat, og allan þann dag héldum við veizlu. En þann sama dag urð- um við þrælar. Þeir létu okkur standa uppi á stórum kassa og svo var boðið í okkur. En í hvert skipti sem þeir ætluðu að stilla mér upp á kassann, þá sagði maður einn, myndarkarl og blátt' áfram: „Ekki þennan strákanga, hann á ég.“ Þetta var hávaxinn, sterklegur náungi, klæddur eins og kúreki með fyr- irferðarmiklar skammbyssur hangandi niður eftir báðum lærum. Og í hvert skipti sem þeir þrifu til mín, sagði hann: „Ekki drenginn þann arna!“ Og í þriðja sinn sagði hann: „Er ég ekki margbúinn að segja ykkur að láta þennan dreng vera?“ Svo klofaði hann yfir milli- gerðina, sem skildi okkur að, fór með mig í hóp sinna manna. Þegar uppboðinu lauk, fór hann með okkur til Texas í tveimur gömlum sléttuvögnum. Hann 24 VIKAN 3- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.