Vikan


Vikan - 18.01.1968, Síða 31

Vikan - 18.01.1968, Síða 31
að ekki yrði gerð innrás á Kúbu. Og hann talar oft um það, þegar vandræði steðiuðu að þeim í Kreml vegna einhvers alvarlegs, sem var að gerast í heimsmálunum. Það var ekki sjaldan, sem Krúsjoff varð þá að sofa á dívan, alklæddur. Hann brosir góðlátlega, þegar hann segir frá brezikum stjórnarstarfs- manni, sem var frægur fyrir mikið vinnuþrek. Þegar Súez-deilan stóð sem hæzt árið 1956 hafði hann eitt sinn lagt sig örþreyttur til svefns, en var fljótlega vakinn aftur af einhverjum ástæðum. Honum lá svo mikið á, að hann tók til starfa á nærbuxunum, og var í þeim ein- um, þangað til deilan hafði leystst. Nei, slíkt hefði aldrei getað kom- ið fyrir mig, segir hann. HANN BYRJAR EKKI AFTUR. Krúsjoff hyggur ekki á það, sem á útlendri tungu er kallað „come back". Hann er farinn að vita svo mikið um hitt og þetta að hann veit, að slíkt er óhugsandi. Hann gleymir aldrei, að þegar hann var ungur og upprennandi stjórnmála- maður, fékk hann skipun frá Stalín um að dansa „gopak" í návist nokk- urra stjórnmálamanna. „Gopak" er gamall úkraínskur dans, sem er fólginn í því, að dansarinn situr á hækjum sér og slær fótunum fram til skiptis. Hann gerði þetta, og svitinn bogaði af honum. Eftir þetta fékk hann viðurnefnið „hinn dans- andi erindreki". Seinna sagði hann við Mikojan, bolsévikkan sem gekk manna harðast fram í því að steypa honum sjálfum af stóli: — Ef maður var ekki þorskur, þá dansaði mað- ur, þegar Stalín skipaði. Þó að Krúsjoff sé fallinn í mikla ónáð, þá verður það að segjast, að það er miklu betur búið að honum heldur en Búlganin og Molo- tov. Sá fyrrnefndi býr í mjög lít- illi íbúð í Moskvu við rýran kost. Molotov býr í sömu kytrunni og hann fékk, þegar Krúsjoff lét reka hann á sínum tíma. Það er ekki undarlegt, þótt Krús- joff sárni það að vera þannig graf- inn lifandi. Og það sem honum sárnaði einna mest, var að hann skyldi ekki vera nefndur f æviminn- ingum fyrrverandi varnarmálaráð- herra síns, Ródíans Malínovskf, marskálks. Hann vaknar aftur til Iffsins og brosir ánægður, þegar það eru kosningar, og þá gerir hann borg- aralega skyldu sína. Og á meðan nábúar hans kjósa í sínu héraði, nýtur hann þeirrar sérréttinda að þurfa að fara inn í borgina. Hann veit að þar eru Ijósmyndarar, sern vilja myndir af einhverju frétt- næmu. Kannski koma þeir líka auga á hann. En myndir af honum birt- ast hvergi í rússnesku pressunni. Krúsoff hefur leyfi til þess að ferðast hvert sem er innan Sovét- ríkjanna, en hann verður að koma fram sem venjulegur borgari og hann nýtur engra sérréttinda. Hann fylgist vandlega með öllu sem gerist, bæði heima fyrir og úti í hinum stóra heimi. Hann pæl- ir í gegnum öll rússnesk blöð, sem hann nær í, og stynur í hvert skipti sem hann rekst á nafn, sem hann hefur ekki séð áður. Þess á milli les hann alls konar bækur. Undir venjulegum kringumstæð- um fer hann á fætur klukkan 6.30, og fær sér ávaxtasafa eða epli, áð- ur en hann les morgunblöðin. Síð- an fær hann sér morgunverðinn, kornflögur, (yoghurt), te og ristað- ar vöfflur. Ef veðrið er gott, fer hann [ gönguferð ásamt hundinum, og klukkan 2. e. h. er framreiddur hádegisverður, súpa, salat og ávext- ir. Læknirinn hans hefur bannað honum að neyta steikts matar og áfengis. Þó fær hann sér glas svona af og til. ( fyrra varð hann að liggja á sjúkrahúsi [ þrjár vikur, en nú er hann við hestaheilsu. Einu sinni á hálfum mánuði fer hann í læknis- skoðun. Hann fær sér aldrei miðdegis- blund, sezt heldur í þægilegan stól með góða bók. Á kvöldin horfir hann á sjónvarpið eða hann horfir á gamlar heimilda-kvikmyndir, sem hann á. Það gerir hann þó helzt ekki nema sonur hans, Sergej, sé viðstaddur, því hann er sjálfur ekk- ert sérlega laginn að eiga við tæk- in. Helzt horfir hann á kvikmyndir frá byltingunni og árunum þar á eftir. Og það kemur fyrir að hann raular gamla byltingarsöngva fyrir munni sér. Það kemur og fyrir, að hann segir ungdómnum rússneska til syndanna. Þá segir hann þeim, að þeim væri nær að lifa eftir þeim reglum, sem giltu í byltingunni. En þó að Krúsjoff hafi verið bol- að burt af sjónarsviðinu er hann samt ennþá heittrúaður bolsévikki, og hann trúir því statt og stöðugt, að kommúnisminn sé eina réttlæt- anlega þjóðskipulagið, sem maður- inn býr við. ☆ TlClUSTÖHM Framhald af bls. 15 hreyfðust ofurlítið, handarjaðarinn þrýstist að og fingurnir tóku upp yfir kjálkabeinið og sneru höfðinu við. Þegar hann strengdi vöðvana til að sparka aftur fyrir sig, var hné keyrt af óbærilegu afli, aftan á lærið á honum, svo hann gat ekki notað fæturnar heldur. — Garvin, hvíslaði jökulköld rödd [ eyra hans. — Segðu Gamarra að ég hafi sent þig. Hann segir þér hversvegna. Svo tók Willie Garvin snöggt á, það heyrðist brestur, eins og þegar illa þurrkaður kvistur er brotinn. Hann renndi sér niður á árbakk- ann við hliðina á henni. Það voru þrjátíu mínútur síðan hann fór. — Búinn Willie? — Allt klárt. Hann tók Lucille úr fangi hennar. — Ég var tíu mínútur ( Dúfunni og virti vandlega fyrir mér stjórntækin. — Hvað um bensín? — Tankarnir eru fullir. Viltu koma með litlu töskuna, Prinsessa? Tíu mínútum seinna rétti Modesty Lucille upp til Willies, þar sem hann kraup í dyrunum á Dúfunni, svo klöngraðist hún á eftir honum, lok- aði dyrunum og kveikti á vasaljós- inu með Ijóshlífinni. Sætin fjögur, sem voru hvert and- spænis öðru voru þannig gerð að hvert um sig var hægt að færa saman og leggja aftur, þannig að þau mynduðu legubekk, og Modesty gekk þannig frá sætunum stjórn- borðsmegin og þar lagði Willie sof- andi barnið og festi hana með báð- um öryggisbeltunum. Modesty sagði: — Það er vissara að gefa henni annan skammt, eftir um það bil hálftíma. Ég skal koma aftur og ganga frá því. — Allt í lagi. Hann tók kassann með sprautunni upp úr töskunni og lagði hann á gólfið. Þau hoppuðu niður úr Dúfunni, lokuðu dyrunum og gengu meðfram fjallsveggnum að skotfærageymsl- unni. Þar var enginn lás, aðeins stór slagbrandur. Fyrir innan var breitt eldvarnar- teppi úr asbesti. Willie lokaði dyr- unum og kveikti Ijósin. Hellirinn víkkaði frá munnanum, að minnsta kosti fimmtán skref, inn í fjörutíu metra þykkt klettabeltið. Þakið var úr kletti í gegn, tíu metra þykkt. Þau virtu fyrir sér hinar gífurlegu skotfærabirgðir. Kassa með skrið- drekavarnarsprengjum, 81 mm. fall- byssukúlum, plastsprengjum, kúlum og kassa með minni skotfærum, handsprengjum og eldfærum. — Gamli, góði Tarrant, sagði Willie lágt. Hún leit á hann ofurlítið undr- andi. — Hversvegna? — Ég vildi kynna mér hvað væri nýjast f þessum málum. Tarrant kom mér í sérstakt námskeið hjá skot- færadeild hersins. — Ég vissi það ekki. — Það var meðan þú varst í Bermuda. Þeir kunnu sitt fag út í æsar. — Gamli, góði Tarrant þá. Bólgn- ar varir hennar aðskildust í brosi. — Láttu mig vita ef ég get hjálpað eitthvað, Willie. Þetta virðist allt vera á þínu valdi, héðan í frá. — Mál til komið. Þú hefur fengið þinn skammt, Prinsessa. Jesús, ég var hræddur þegar þú barðist við Tvíburana. Þau töluðu og létu augun hvarfla um birgðahellinn, svo fór hún úr skyrtunni og sagði: — Rétt, við skulum bera þetta svolttið til, svo það nýtist sem bezt. Skriðdrekavarnarsprengjurnar voru fimm ( kassa og hver kassi vó um fimm kfló. Willie braut tvo af þeim upp og flutti sprengjurnar var- lega yfir ( hinn helming hellisins. — Um það bil fjörutíu eða fimm- tíu tonn hér, allt ( allt, sagði hann. — Við skulum láta eins mikið af sprengiefni og við ráðum við, hérna umhverfis þennan haug af skrið- drekavarnarsprengum, innst ( hell- inum. Næsta hálftíma unnu þau hratt og þegandi, og á þeim tíma tókst þeim að forfæra ofurlítið yfir fimm tonn, þau gáfu sér ekki andartaks hvdd. Klukkan í höfði Modesty lét til sín heyra. Hún rétti úr sér og dró framhandlegginn yfir svitarakt ennið. — Tíminn útrunninn, Willie vinur. Ég verð að fara og gefa Lucille aðra sprautu, meðan þú sérð um tæknihliðina. — Rétt. Ég skal tengja þetta sam- an. Hann tók litlu töskuna og skyggndist ofan í það, sem hann hafði valið sér ( tæknideildinni. Langa hönk af cordtex sprengiþræði, nokkrar samsettar sprengihvellhett- ur og kveikihvellhettur númer tutt- ugu og sjö, þrjár kveikiklukkur núm- er tíu. Þegar út kom brá Modesty í brún, er hún sá að skýin voru gersamlega horfin og staðurinn var nú baðaður í köldu, skæru tunglsljósi. Það var ólíklegt að þótt nokkur álpaðist til að vera utan við varðskýlið, gæti hann séð til hennar, en hún fór þétt meðfram f jallsveggnum, þar til Dúfuna bar á milli. Lucille var enn meðvitundarlaus. Modesty gaf henni aðra sprautu. Þetta var sem betur fór ekki eins og í fyrra skiptið. Þegar hún kom aftur í birgða- stöðina, var Willie á hnjánum, önn- um kafinn við að skera cardtex þráðinn í mismunandi lengdir. Um hálsinn hafði hann vafið því sem líktist langri, linri pylsu, úr gulu kítti. Plastsprengju. — Er allt í lagi með Lucille? spurði hann án þess að Kta upp. Framhald í næsta blaði. Helgi P. Briem Framhald af bls. 9 Portúgal frá öllum þeim löndum sem Bandaríkin áttu nú í stríði við, og raunar margt fleira af Bandaríkjamönnum sem áttu rétt á að komast heim. En eins og þú veizt þá hafa Bandaríkjamenn sömu reglur og rómanskar þjóðir að ríkisborgari er hver sá sem fæðist í landinu, en ekki eins og við að aðeins sá sem fæddur er af íslenzku foreldri sé íslenzkur rík- isborgari. Þetta þýddi að fjöldi fólks sem hafði farið frá Banda- ríkjunum ómálga barn áttu þar enn ríkisborgararétt. Slíkir menn fengu því far með þessu skipi. Þegar við komum um borð heyrði maður lítið af ensku, en öll möguleg tungumál önnur, og sumar fjölskyldur skildlu ekfei orð í ensku. Það var troðið í skipið eins og frekast var unnt. Þarna var víst pláss fyrir eitthvað 430 farþega, en þeir voru víst helmingi fleiri. s. tbi. yiKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.