Vikan - 18.01.1968, Page 36
V_______________________________
SameinuÖu þjóðirnar. Ég man
vel að hann sagði: „Þær mega
ekki vera í Ameríku, þær mega
ekki vera í Evrópu, þær þurfa
að vera ánokkuð stórri eyju sem
hefur kúltúr og tradisjón,“ eða
hvað á ég að kalia það, menn-
ingu eða sögulega erfð.
Ég dró enga dul á þá skoðun
mína að þetta væri töluverð fórn
fyrir íslendinga og mundi hafa
mikil áhrif á íslenzka menningu
og ekki til góðs. Fyrir því þyrði
ég eiginlega ekki að mæla með
þessu þó að ég drægi ekki í efa
að vel væri þetta meint. En hann
var stórhuga, sagði að hægt væri
að taka heilan landshluta og
byggja nýja borg þannig að við
þyrftum ekki að hafa meiri af-
skipti af gestunum en nauðsyn
bæri til. Einnig taldi hann að
þetta yrði gott fyrir okkur að
ýmsu leyti þó að á því væru
dökkar hliðar.
Ég spurði hann þá hvort ég
ætti að skrifa um þetta til stjórn-
arinnar, og var hann þess fýs-
andi. Þess vegna sendi ég skýrslu
um þessi samtöl til utanríkisráðu-
neytisins. en það mun ekki hafa
tekið afstöðu til málsins. Svo
varð það að ráði að Sameinuðu
þjóðirnar væru settar niður á
Long Isand, og nú eru þær eins
og allir vita í New York.
Skömmu seinna andaðist Roose-
velt forseti. Það lítur út fyrir að
hann hafi fengið augastað á fs-
landi fyrir Sameinuðu þjóðirnar,
en kynni ekki við að fara venju-
36 VIKAN 3- tbl'
lega diplómatíska leið, og hafi
þess vegna fengið kunningja
sinn til að ræða þetta við mig
persónulega. Réttast hefði auð-
vitað verið að tala beint við
sendiherrann, en það hefði lík-
lega þótt óvarlegt að byrja á svo
formlegan hátt að koma hug-
myndinni fram.
Er þetta ekki að verða nóg um
dvölina vestra?
—■ Jú, það heid ég. Svo fórstu
til Svíþjóðar, var það ekki?
— Ég fór til Svíþjóðar í
febrúarlok 1948. Þetta var ákaf-
lega harður vetur í Bandaríkjun-
um. Þá um jólin gerði þá mestu
snjókomu sem komið hefur í
New York síðan hvítir menn sett-
ust þar að. Ég hafði ætlað að
skreppa til Kaliforníu áður ég
færi frá Bandaríkjunum og sjá
landið, hetzt í bíl, en það var úti-
lokað vegna fannalaga. Skaflarn-
ir voru eins og hús, margra metra
háir. Það tók marga mánuði að
hreinsa snjóinn af götunum. En
við hjónin ventum þá okkar
kvæði í kross og fórum vestur
með járnbrautarlest.
— Segðu mér eitthvað frá
Kaliforníu áður en við bregðum
okkur til Svíþjóðar.
— Kalifornía er þekktust fyrir
sól og sumar, en þennan vetur
var þar heldur svalt. Þessi hríð
var auðvitað ekki bara í New
York. Það var kuldabylgja yfir
öltum Bandaríkjunum. allri
Norður-Ameríku raunar, og þeg-
ar við vorum komin suður undir
OPAL ER TfZKUSOKKUR
★
OPAL ER VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA
★
OPAL 20 DENIER
OPAL 30 DENIER
★
OPAL KREPSOKKAR
OPAL KREPSOKKAR 30 DENIER
OPAL KREPSOKKAR 60 DENIER
OPAL ER A HAGSTÆÐU VERÐI
NOTIÐ AÐEINS BEZU
FÁANLEGU SOKKA
EinkaumboS fyrir OPAL TEXTILWERKE G. m. b. h. REINFELD.
Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun
Grettisgötu 6 — Símar 24730 og 24478
landamæri Mexico var þar ís-
ienzk stórhríð. Þetta var skelf-
ingartími fyrir fólk á þessum
slóðum. Það var algerlega óvant
að aka á blautum og kröpugum
vegum svo að slys voru mjög tíð.
Lestin sem við ókum í var stöðv-
uð úti á víðavangi, og í hana
voru settar 28 börur af slösuðu
fólki til þess að það kæmist fljótt
og örugglega undir læknis hend-
ur. Fyrstur kom inn iæknir sem
var með þessa löngu lest af bör-
um, og honum hafði sjáanlega
ekki dottið í hug að fara í yfir-
frakka, hafi hann átt slíkt fat,
sem ég dreg í efa. Til að verja
sig gegn næðingnum hafði hann
brett upp jakkakragann og hélt
hendinni fyrir hálsmálið. Þama
lenti Dreyfus sem verið hafði
sendiherra á íslandi í slysi og
kona hans limlestist svo illa að
hún náði sér aldrei eftir það.
Þegar við fórum að nálgast
Kaliforníu sáum við eins og
svartan vegg bera við himin, og
er niður í dalinn kom af háslétt-
unni sást varla milli húsa. Bænd-
urnir á þessu svæði voru að verja
appelsínuuppskeruna fyrir frosti
með því að brenna jarðolíu. Frá
jarðotíu kemur geysimikið sót og
sótmyndunin og sá litli hiti sem
af jarðolíuofnunum stafaði varði
dalinn fyrir næturfrosti því að
hitatap frá jörðinni var ekki eins
mikið og ella mundi, t. d. ef ver-
ið hefði heiðríkja. f Los Angeles
voru runnar sem ekki þoldu
frost úðaðir með vatni svo að
yfir þá lagðist ktakabrynja og
veitti nokkurt skjól. Okkur hjón-
um var stiilt upp við slíka runna
og af okkur teknar myndir fyrir
blöðin sem létu fylgja þá skýr-
ingu að aðalræðismaðurinn frá
fslandi og kona hans hefðu leit-
að til Kalifomíu þar sem þau
héldu að betur viðraði, en við-
tökurnar á sólströndinni hefðu
verið klakaðir runnar.
Annars virtist mér loftslag í
Kaliforníu einstaklega þægilegt,
himininn var hár og blár þó að
svalt væri. Við höfðum mikla
ánægju af förinni, hittum líka
ýmsa góða íslendinga.
— Og svo fóruð þið til Sví-
þjóðar.
— Já, við komum þangað í
marz.
Mér finnst stundum þegar ég
lít til baka að ég hafi eytt mestu
af lífi mínu í það að leita mér
að húsnæði og læra tungumál. f
Svíþjóð varð ég að læra sænsku
og húsnæðismálin voru þar erf-
iðari en nokkurs staðar sem ég
hef verið. Svo vildi til skömmu
eftir að ég kom til Svíþjóðar að
ég lenti í einhverri veizlu við
hliðina á þeim borgarstjóra í
Stokkhólmi sem fór með hús-
næðismál, og þegar ég vissi hver
maðurinn var og hvað hann gerði
sagði ég honum að hann væri
rétti maðurinn því að ég væri
einmitt að leita mér að húsnæði.
,,Já, ég er rétti maðurinn,“ svar-
aði hann, .,en ég hef 37 þúsund
manns á biðlista, og þér getið