Vikan


Vikan - 18.01.1968, Síða 47

Vikan - 18.01.1968, Síða 47
Prióiiuð föt Stærð: 1— 2ja ára. Efni: Um 400 gr af sprengdu, meðal- grófu ullargarni og dál. af hvítu garni sömu teg. til skreytingar. — Prjónar og heklunál nr. 4. Prjónið það þétt að 18 1. prj. með sléttu prjóni á prj. nr. 4 mæli 10 sm. Breytið annars prjónaglófleikanum þar til rétt hlutföll nást. Bakstykki jakkans: Fitjið upp 50 1. og prj. sléttprjón nema 1. og seinustu 1. sem prj. er sl. bæði frá réttu og röngu. Prjónið 6 sm og aukið þá út 2 1. á hyorri hlið. Þegar stykkið mælir 18 sm eru felldar af 3 1. í hvorri hlið fyrir handvegum. Prjónið 2 umf. og takið síðan úr fyrir skáermum frá réttu: 2 1. sl., 2 1. sl. prj. saman. Prj. þar til 4 1. eru eftir, prj. þá 2 1. sl. saman og 2 1. sl. Takið úr á þenn- an hátt í hverri umf. frá réttu 12 sinnum. Látið þá á þráð 24 1. sem eftir eru. Vinstra (fyrir telpu), hægra (fyrir dreng). Framstykki: Fitjið upp 33 1. og prj. sléttprjón nema jaöarlykkju hliðarinnar sem prj. er sl. bæði frá réttu og röngu. Þegar stk. frá uppfitjun mælir 6 sm eru fitjaðar upp 2 1. á hliðinni. — Prjónið þar til stk. mælir 18 sm, fellið þá af 3 1. á hliðinni fyrir handvegi. Prjónið 2 umf. og takið síðan úr fyrir skáermi eins og á bakstykkinu jafnhliða. Þegar 25 1. eru eftir, eru 16 1. felldar af við jaðarinn að íraman og síðan við hálsinn 1, 1, 1, 1 1, Prjónið saman 2 seinustu lykkjurnar. Ilægra framstykki: Prjónað eins og vinstra en gagnstætt og með 4 hnappagötum. Neðsta hnappa- gatið er 3 sm frá uppfitjun, prj. 2 1. frá jaðrinum, fellið af 1 1. og prj. 8 1., fellið af 1 1. — í næstu umf. eru svo fitjaðar upp 1 1. yfir þeim affelldu frá fyrri um- ferð. Hafið efstu hnappagötin við háls- inn og önnur með jöfnu millibili. Ermar: Fitjið upp 32 1. og prj. sléttprjón. Eftir 3 sm er aukin út 1 1. á hvorri hlið fyrir innan jaðarlykkjurnar með 2ja sm milli- bili þar til 42 lykkjur eru á prjóninum. Þegar ermin mælir 18 sm eru felldar af 3 1. í hvorri hlið fyrir handvegum, prj. 2 umf. og takið síðan úr á ská eins og á bakstykkinu 12 sinnum. Látið á þráð 12 lykkjur sem eftir eru. Framhald á bls. 40. tsk. salt, blandað vel og 1 bolla sjóð- andi vatni hrært saman við. Sjóðið í 15 mínútur og hrærið vel. 1 tsk. rifið innihald úr sítrónu, 3 matsk. sítrónu- „j'uice" og 2 matsk. smjör hrært sam- an við. Smyrjið kremið í ílangt form. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar og bætið 1 matsk. sykri í og smyrj- ið yfir möndlublönduna. Látið standa í klukkutíma. Þegar það er hart, er það skorið í ferhyrnda bita og smá- skornum hnetum stráð yfir. Þá cr það súkkulaðibúðingur John- son‘s, forseta Bandaríkjanna. Hitið (sjóðið ekki) 1 bolla af mjólk og 1 únsu af súkkulaði skornu i smá- stykki, hrærið þar til súkkulaðið er bráðið. Bræðið 2 matsk. smjör í öðr- um potti, hrærið 1 matsk. af hveiti í og jafnið með súkkulaðimjólkinni þar til það er slétt og jafnt, bætið þá ‘/s boila sykri í. Þeytið 3 eggjarauður lauslega, hrærið dáiitlu af sósunni sam- an við og hellið því svo aftur í pott- inn og hrærið yfir mjög litlum hlta, þar til eggjarauðurnar hafa þykknað dálítið, bætið 1 tsk. vanilludropum í. Þeytið 3 eggjahvítur vel og bætið 'k tsk, salti i og setjið þær varlega sam- an við súkkulaðiblönduna. Bakið 1 eldföstu formi í vatnsbaði í nokkrar mínútur og berið þessa sósu með: y2 bolli sykur, 1 tsk. kartöflumjöl, yt ( HVERSDAGSHORNID) Ég var að baka fyrir jólin með hendurnar á kafi í hveiti og deigi, þaut fram með hveitislóðina eftir mig á gólfteppinu, hálfdatt um eldhúskoll og rak mig á dyrakarminn, svo nærri lá að ég yrði með glóðarauga um jólin, og kastaði mér fram. Daginn áður hafði ég henzt niður stigann á fleygiferð, misst af mér annan inniskóinn og því farið í loftköstum niður þrjár síðustu tröppurnar. í næstu hús- um voru konur að baða ungbörn og hlupu frá þeim hálfblautum, e. t. v. liggjandi uppi á borði, þannig að óvíst var hvort þau væru þar eða á gólfinu, þegar þær þræddu rennvota slóðina aftur til þeirra. Alls staðar æddu konur fram og til baka, konur með rennblautt hár beint upp úr vaskinum eða hálfberar úr baðkerinu, kastandi bæði lifandi og dauðu úr höndunum í asanum. Hvað hafði komið fyrir í nágrenninu? Ekkert. Aðeins það sama og í allri Reykjavík — síminn hringdi. í flestum tilfellum var við- komandi farinn úr honum, þegar svarað var. Það er þetta, sem ger- ir símann að þeirri dauðans plágu, sem hann oft er. Þeir sem hringja ætla að vera svo hæverskir og tillitssamir ónáða ekki meira en nauðsynlegt er, láta ekki líta svo út sem þeir heimti að sér sé svar- að, sem sagt: væri sá sem hringt er til staddur við símann, vildi hann kannski láta svo lítið að tala við hringjandann nokkur orð, en í öllum bænum engin aukaspor þess vegna, o. s. frv. Er hægt að hugsa sér meiri misskilning? Ef fólk hefði það sem reglu, að láta ekki hringja skemur en tíu sinnum í stað þrisvar til fjórum sinnum og allir vissu það og gengu út frá því sem vísu, gæfist timi til að þurrka sér um hendurnar og ganga frá því, sem verið væri að gera, án þess að eiga á hættu að hálsbrjóta sig. Þeir sem hringja, hljóta að gera sér ljóst, að ætli fólk að svara í símann, fer það af stað í hann þegar það getur og því óhugsandi að það sé minna ónæði að því að láta hringja örfáum sinnum í stað þess að gefa fólki eðlilegan og þægi- legan tíma til að svara. ★ Af því ég minntist á jólabakstur, langar mig til að segja ykkur raunasögu, sögu af mikilli píslargöngu upp í varahlutadeild Sam- bandsins. Það var í vor, að þeytararnir í hrærivélinni minni biluðu, og eins og þið flestar skiljið, fannst mér ég vera hálf handalaus. Ég fór því af stað til að kaupa nýja í Westinghouse-umboðinu hjá um- ræddu fyrirtæki. Þar fékk ég eins mörg svör og loforð og frekast er hægt að koma við í þessu eina sambandi — kæmu eftir viku, væru væntanlegir bráðlega, skýringar á legu vörusendinga á hafn- arbakkanum, jafnvel endursendingu vörusendinga, deildar- eða for- stjóraloforð um að kippa þessu öllu í lag á tveim til þrem dögum o. s. frv. Ekkert, hreint ekkert, kemur mér lengur á óvart um þeytara í Westinghouse hrærivél, nema kannski það, að ég fengi þá á þessu ári og þá jafnvel fyrir næsta jólabakstur! I SendiraðsMin \ Lausn gátunnar úr JÓLABÓK VIKUNNAR er auðvitað eins og lausn allra slíkra Þrauta mjög auðveld, þegar hún er vituð. Þetta hefði getað gerzt hvar sem var, en ég lief það nú samt fyrir satt, að þetta hafi kom- ið fyrir í brezku sendiráði í Austurlöndum, en þá var eiginleikum kon- >4 unnar lýst á ensku. Það hefur töluvert að segja á hvaða máli er sagt ^ frá duttlungum hennar, því að hún getur elskað krakka á íslenzku, en 1 hatað þau á ensku. Henni er nefnileg vel við allt, sem hefur tvo sam- hljóða saman í orði, svo auðvelt er það! 3. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.