Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 7
kvennafræðum en konur, og konur vita miklu meira um karlmenn en þeir sjálf- ir. 2. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Can- ada. 3. Gunnar Thoroddsen. Líklega verður einhver boðinn fram á móti hon- um, en hver það verður veit enginn, þegar þetta er skrifað. 4. Stundum. En bráðum fáum við rafmagnsheila til að svara bréfunum í Póst- inn. Þá verður nú gaman að lifa. KROP OG KLÆDER. Kæri Póstur! Ég hef mikið gaman af dúkkum og þá sérstaklega í þjóSbúningum. Ég hef safnað þeim í nokkur ár, en nú er svo komið, að ég hef ruglað þeim nokkuð saman. Ég er ekki lengur alveg viss hvaða dúkka er frá hvaða landi. Sérstak- iega eru fjórar dúkkur mér erfiðar. Ég veit fyrir víst, að þær eru frá Júgóslavíu. Þýzkalandi, Austurríki og Sviss, en hver er hvaðan? Það er einmitt það, sem ég þarf nauðsynlega að vita. Nú langar mig til að spyrja þig, hvort þú vitir um eitthvað blað eða ein- hverja bók, sem ég get leit- að í að upplýsingum um þjóðbúninga. Ef svo heppi- lega skyldi vilja til, að þú vissir eitthvað um þetta, þá yrði ég þér afar þakk- lát, ef þú segðir mér það. Virðingarfyllst, Ásta Þóra. Við munum ekki eftir neinni bók, sem fjallar xun þjóðbúninga eingöngu, en hún er vafalaust til. I sænskri bók, sem heitir KROP OG KLÆDER er allt um klæðaburð mannskepn- unnar frá örófi alda til vorra daga. Leitaðu í henni! TRÚNAÐARMÁL. Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér fyrr, og þess vegna ætla ég að byrja á því að þakka þér fyrir margar ánægju- stundir. Ég hef mest gam- an af að lesa bréf frá fólki, sem trúir þér fyrir leyndar- málum sínum og biður um ráðleggingar. Kannski hef ég gaman af þessu af því að ég er afskaplega forvil- in og hnýsin — eins og svo margar konur eru. Mér finnst svör þín oft góð, — jafnvel þegar þú snýrð út úr og gerir gys að þeim, sem skrifa þér. En það má alls ekki ganga of langt í því. En nú kem ég að aðal- efninu: Um daginn var ég algerlega ósammála þér. Ung og nýgift stúlka, sem átti eitt barn, skrifaði þér og sagði, að maður hennar hefði unnið úti á landi sumartíma. Hann var ekki fyrr kominn heim en hann trúði henni fyrir því, að hann hefði haldið framhjá henni allt sumarið! Og var víst óttalegur leiður yfir þessu og bað hana að fyrir- gefa sér! Ég var ekkert hissa á því, þó að það stæði í stúlkunni að fyrirgefa honum þetta. En þú ráð- lagðir henni að gera það! Aldrei nokkurn tíma mundi ég geta gert það í hennar sporum. Og þó svo að ég gerði það, þá yrði samband mitt og slíks manns aldrei samt á eftir. Að mínu áliti er ekki um neina fyrirgefningu að ræða í ástamálum. Annað hvort elska hjón hvort ann. að eða ekki. Og ef þau elsk- ast, þá eru þau að sjálf- sögðu hvort öðru trú. Það er að vísu hægt að búa á- fram með manni, sem hef- ur haldið framhjá, en það er ekki hægt að elska hann á sama hátt og áður. Nú langar mig til að biðja þig að birta þetta bréf og biðja um leið alla þína mörgu og pennaglöðu lesendur að segja álit sitt á þessu máli. Ég trúi því ekki, að ég sé sú eina, sem hef þessa skoðun á ástinni. Að svo mæltu þakka ég þér aftur fyrir allt gamalt og gott og hlakka til að heyra álit lesenda þinna. Ein gamaldags. Það er vitaskuld flciri en ein hlið á hverju máli og við gerum okkur vel ljóst, að okkar ráðleggingar eru enginn endanlegur dómur. Við heitum á lesendur að verða við áskorun bréfrit- ara og segja álit sitt á um- ræddu máli. ÉG KÝS Ballerup HRÆRIVEL Hún hjálpar mér við að HRÆRA — ÞEYTA — HNOÐA — HAKKA — SKILJA SKRÆLA — RÍFA — PRESSA — MALA — BLANDA MÓTA — BORA — BÓNA — BURSTA — SKERPA stærðir HAND- hrærivél Fæst með standi og skál. Mörg aukatækl *FALLEGAR *VANDAÐAR *FJÖLHÆFAR| MILLI- STÆRÐ Fæst I 5 litum. Fjöldi tækja. oV? .0 j BaUina r NÝ kl ' AF H LNÝ BRAGt RÆRiVi AFBRAi E>S 1 !l 3ÐS J L TÆKNI J STÓR-hrærivél 650 W. Fyrir mötuneytl, skip og stór heimlli. ÁBYRGÐ OG TRAUST VIÐGERÐAR- ÞJÓNUSTA * Elektrónisk hraðastilling * Samo afl á öllum hröð- um * Sjálfvirkur tímarofi * Stálskál * Hulin raf- magnssnúra: dregst inn í vélina * Mjög öflugur 400 W mótor * Yfirálagsöryggi * Beinar tengingar allra aukatœkja * Tvöfalt hringdrif. SÍMI 24420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK. Sendið undirrit. mynd af BallGFUp HRÆRIVÉL með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskitmála NAFN ..................................................... HEIMILI.................................................. TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík J 9. tbi. VIICAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.