Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 3
r A K VIKU BROS UESSARI VlkU UNGA KYNSLÓÐIN 1968 .............. Bls. PÓSTURINN ........................ Bls. HVERS VEGNA HLAUPÁR? ............. Bls. BÓNORÐ Á HLAUPÁRSDAG.............. BIs. DUGNAÐARSTÚLKA ................... Bls. HIN VOTA GRÖF .................. Bls. EFTIR EYRANU...................... BIs. EKKI VERÐUR ÓFEIGUM I HEL KOMBE).. Bls. ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN ........ BIs. TÓPAZ ............................ Bls. VIKAN OG HEIMILIÐ ................ Bls. 4 6 8 10 12 14 16 18 20 25 38 VtSUR VIKUNNAR: Rífast menn um rýran kost rökin naumast þrýtur meðan úti fjúk og frost fölar kinnar bítur. Ýmsir skjálfa, aðrir fá yl frá heitum konum öðruvísi áður brá íslands frægu sonum. Lagzt er enn á gætt og glugg gagnstætt manna lögum kuldinn víða kveikir ugg kemur að skuldadögum. ÞAÐ STÓÐ í BLAÐINU Framsóknarmenn lýsa yfir ánægju sinni með núverandi ástand í fjármálunum í leiðara Tímans 15. febrúar sl., en þar segir feitletrað: „Við skulum þess vegna, Framsóknarmenn, hafa það hugfast, að „hollur er heimafenginn baggi“.“ A INffSTU FORSÍÐAN: Halldór Pétursson teiknar forsíðuna í þetta sinn í tilefni af hlaupársdeginum, en nokkurt efni þessa blaðs er helgað þeim merkisdegi. Á mynd Halldórs er hlaupársdagurinn í líki bald- ins tánings, sem ryður sér á milli 28. febrúar og 1. marz. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds- dóttir. Ritstjórn, auglýsingar, aígreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40,00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. missirislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst. f næstu viku hefst fegurðar- samkeppni Vikunnar og Karnabæjar, Unga kynslóðin 1968 og verða þá birtar mynd- ir og viðtöl við fyrstu tvo þátttakendur. Þessi fegurðar- samkeppni var haldin í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast mjög vel. Alls verða sex kepp- endur kynntir í Vikunni, en að lokum verður haldin skemmtun í Austurbæjarbíói, þar sem stúlkumar koma fram og valinn verður fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968. f sumar verður kosinn nýr forseti íslands. Menn eru þeg- ar fyrir nokkru famir að bollaleggja hverjir komi til greina sem líkleg forsetaefni og hafa margir verið nefndir. Vikan gerði nýlega skoðana- könnun meðal almennings um forsetakosningarnar. Við hringdum í 250 símanúmer valin af handahófi og lögðum fyrir fólk svohljóðandi spurn- ingu: Hver óskið þér að verði næsti forseti íslands? Niður- stöður könnunarinnar birtum við í næsta blaði. Síðari hluta janúar fór hóp- ur blaðamanna og forstjóra ferðaskrifstofa í boðsferð alla leið til Egyptalands. Með- rilstjóri Vikunnar, Gylfi Gröndal, var meðal þátttak- enda og í næsta blaði skrifar hann fyrstu grein sína um ferðina. Hún nefnist: Veröld- in óttast tímann, en tíminn óttast pýramídana. Tvær smásögur verða í þessu blaði, önnur sakamála- saga úr safni Alfreds Hitch- cocks. Hún nefnist Tóbaks- bindindi og fjallar um eigin- konu, sem vill láta mann sinn hætta að reykja. Hún er sann- færð um, að reykingarnar verði hans bani, og spá henn- ar rætist — með afar óvenju- legum hætti. 9. tw. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.