Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 36

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 36
Á siöunda degi brotnaði hækjan og Maresjef féll endilangur í snjó- inn. Hann reyndi að standa upp, en gat ekki. Ekki lét hann sér samt til hugar koma að gefast upp.. Gæti hann ekki gengið, þó var að minnsta kosti hægt að skríða. — Stundum, þegar hann varð of þreyttur í handleggjunum til að draga sig ófram á þeim, lagðist hann endilangur og velti sér. Á áttunda degi kom hann að líki af þýzkum hermanni. t að var klætt upplituðum druslum af SS- einkennisbúningi, og hjá þvi lá rýt- ingur. Með rýtingi þessum tókst Maresjef að drepa broddgölt, sem hann síðan át eins og hann lagði sig, líka bjór og bein. Dagur leið í viðbót. Og annar dagur. Á morgni nítjánda dags píslarferðarinnar var máttur Mare- sjefs nær algerlega þrotinn. Ekkert virtist auðveldara en að leggjast í snjóinn og sofna. Ekkert virtist auð- veldara.... En skotþrumurnar kölluðu hann enn. Rússneskir skæruliðar fundu hann fáeinum klukkustundum síðar. Þeir tóku tærðan líkama hans varlega upp á milli sín og báru hann til felustaðar síns í helli einum. Þrem- ur dögum síðar var Maresjef kom- inn á hersjúkrahús í Moskvu. Þar varð að taka af honum báða fæt- ur fyrir neðan hné, og óskaði Mare- sjef þá að hafa dáið í skóginum. En þá las hann um rússneskan flugmann í fyrri heimsstyrjöld, sem flaug þótt hann hefði gervifót. Von- ir hans vöknuðu á ný. Og innan skamms var hann á ný kominn á loft, búinn út með „tin"fótum. Þegar stríðinu lauk, hafði hann skotið niður fimmtán óvinaflugvél- ar og var fyrir það sæmdur gull- stjörnu sem Hetja Sovétríkjanna. — Er sú viðurkenning hin æðsta er Rússar veita mönnum fyrir frækn- leik. ☆ Til jarðar í logandi... Framhald af bls. 21. ina mína. Þið haldið í strengina. Ef ég dett, ættuð þið að geta dregið mig inn aftur." Hinir kinkuðu kolli og Jackson kippti í þanstrenginn. Samstundis voru þeir komnir á kaf í silki- og strengjabendu. Jackson ýtti þessu til hliðar, tók traustataki f brúnina á opinu, vó sig upp og tróð höfði og herðum út. Honum fannst sem hann væri sleginn með ísköldum hamri, er loftstraumurinn — hraði tvö hundruð mílur á klukkustund — skall á honum og mæddi um hann. Með erfiðismunum vék hann til höfðinu til að sjá vænginn, sem var fyrir neðan opið og lítið eitt fyrir aftan það. Eldurinn logaði skær í dimmunni. Jackson tróð sér með erfiðismun- um út um opið, og Toft og Higgins héldu traustataki í falllhffarstreng- ina. Þungi loftflóðsins klemmdi 36 VIKAN 9-tbl- Jackson flatan að svörtum flugvél- arskrokknum er hann mjakaði sér aftur með að vængnum. Toft og Higgins gáfu strengina hægt út og fylgdust spenntir með félaga sín- um, sem varði sér öllum til að ná handfestu. Þá var þa? að Toft kom í hug að þetta var þrítugasti og fyrsti árásarleiðangur Jacksons. — Hann hafði huft rétt til aS hætta eftir þrjátíu leiðangra, en hafSi boSizt til aS fara þessa ferS „til aS reyna heppni sína". Annað var það líka. Rétt áður en þeir lögðu af stað, hafði Jackson frétt að kona hans hefði fætt hon- um son — fyrsta barnið þeirra. Ef nokkur maður hafði allt að lifa fyrir, þá var það Norman Jack- son. Og nú hékk hann þarna í svartnættinu og eini tengiliður hans við lífið voru grannir fallhlífar- strengirnir. . . . Skyndilega sáu þeir Toft og Higg- ins sér til skelfingar að Jackson missti tökin og rann niSur frá flug- vélarskrokknum. Undir honum hálf míla af biksvörtum geim. Hann teygSi æSislega út kreppta fing- urna eftir handfestu — og náSi henni í loftgatinu framan á vængn- um. ÞaS var heppni sem gekk kraftaverki næst. Vindurinn rykkti í hann og blés sviðandi logum frá vélinni að Ifk- ama hans. Hann fálmaði ' eftir slökkvitækinu — en ekki hafði hann tyrr náð því en veðurofsinn sleit það úr höndum hans og hvirflaði því niður í sortann. Skyndilega tók Lancasterinn krappa beygju. Jackson hélt dauða- haldi í loftopið og heyrði vélbyssur gelta úti í myrkrinu. Nætur-orrustu- flugvélin var komin aftur. Málmflís nísti bak Jacksons og önnur stakkst inn í hægri fót hans. Eldurinn við vélina magnaðist nú um allan helm- ing. Logarnir umluktu Jackson og honum var heitt eins og í ofni. Kraftar hans voru á þrotum. Það var farið að réttast úr fingrunum, sem héldu í loftopið. Hægt og hægt dró rokið hann aftur fyrir vænginn. Þá greip vængsogið hann af full- um krafti og þeytti honum út f geiminn. Hann sá flugvélarstélið þjóta framhjá — aðeins fáa þum- lunga ofanvið andlit hans — og á samri stund varð líkami hans gagn- tekinn slftandi sársauka. Flugvélin dró hann á eftir sér á tvö hundruð mflna hraða á klukkustund, og eld- urinn var kominn í fallhlífarstreng- ina. En á næsta andartaki var hann laus. Toft og Higgins höfðu gert fyrir hann það eina, sem hægt var úr því sem komið var — troðið fall- hlífinni út um neyðarlúguna. Svo féll Jackson eins og steinn niður í gegnum geiminn. Fallhlífin hans var í Ijósum loga og aðeins opin til hálfs. Föt hans loguðu einn- ig. Hann leit út eins og kyndill, þar sem hann hrapaði áleiðis til jarðar. Hann togaði í brennandi streng- ina og tókst að opna fallhlífina til fulls, sér til mikils léttis. Skömmu síðar skall hann á jörðina með miklum dynk og brotnaði þá um annan öklann. Hendur hans voru svo skaðbrenndar að þær voru gagnslausar með öllu. Hann lá þar sem hann var kominn unz dagur rann,- þá skreið hann til næsta þorps. Þar tóku Þjóðverjarnir hann til fanga. Eftir að hafa hlotið frem- ur hrottalega meðferð hjá Gestapo og þorpsbúum, sem köstuðu grjóti í þennan „Englischer Terrorflieger" var hann sendur á sjúkrahús fyrir herfanga. Þar heyrði hann sögulokin. Lan- casterinn hafði hrapað og fjórir af áhöfninni, þar á meðal Toft og Higgins, höfðu stokkið út í fallhlff- um og bjargast. Hitt var sorglegt að tveir höfðu látið lífið, Fred Mif- flin og Hugh Johnson, skytta. Það sem eftir var stríðsins dvaldi Jackson í þýzkum fangabúðum, og var þar enn þegar landar hans hækkuðu hann í tign fyrir hugrekk- ið sem hann hafði sýnt, þegar kviknaði í flugvél hans. Ári eftir þann atburð var Jack- son heima á ný. Þá sá hann son sinn í fyrsta sinn og var sæmdur Viktoríukrossi. Munu fáir hafa unn- ið betur fyrir þvf heiðursmerki. Fyrir stríðið hafði hann verið pípulagningamaður, en sökum brunasáranna á höndunum var hon- um ómögulegt að taka þá iðn upp á ný. Nú er hann þvf umferðasali. ☆ NefniS þiS verSiS... Hárgreiðslustofa Dísu AUGLÝSIR Fermingargreiðslur teknar á sunnudögum yfir fermingartímann. * Munið að við höfum opið á fimmtudögum til kl. 10. * Brúðargreiðslur eftir pöntunum. * Kaffiveitingar. * Sér kunnátta í meðferð á háralitun og hártoppum. PANTIÐ í TÍMA. Hárgreiðslustofan GRENSÁSVEGI 3 - STMI 8 33 66 Framhald af bls. 24. árunum varð gerðin Lockheed Constellation, sem braut blað í flugsögunni. En ekki voru allar hugmyndir Hughesar jafn snilldarlegar. — í stríðinu bauðst hann til að byggja risaflugbát til herflutn- inga — hann átti að vera úr tré og geta borið sjö hundruð her- menn. Einn slíkur flugbátur var í sannleika byggður, og Hughes sannaði eitt sinn flughæfni hans með því að fljúga honum í eigin persónu smáspotta. En þegar til kom, þótti hann ekki heppilegur til notkunar í stórum stíl eða f j öldaf ramleiðslu. En verksmiðjan, þar sem flug- báturinn var byggður, Hughes Aircraft, hefur síðan komið að betri notum. Hughes fékk áhuga á geimferðum og nú er þetta fyrirtæki í röð þeirra tíu í Banda- ríkjunum, sem mest hafa lagt af mörkum af tæknilegum hlutum til geimferðaáætlunarinnar. Það var þó áfram flug innan gufuhvolfsins, sem Hughes hafði mestan áhuga á. Hann lagði slík- ar fúlgur í að láta framleiða og kaupa nýjar flugvélar að hann varð að leita til bankanna um lánsfé. Og til að standa í skilum við þá, varð hann um síðar að selja öll sín hlutabréf í TWA — fyrir gott verð að vísu — eða næstum þrjátíu milljarða, talið í íslenzkum krónum. Þetta var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.