Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 6
Rowentet STRAUJÁRN GUFUJÁRN SJÁLFVIRK BRAUÐRIST Djúli^uSupoHul HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI. FÆST í NÆSTU RAFTÆKJA- VERZLUN v vaÍut & Co. 1 ■ Snorrabraut 44 - Slmi 16242 HIMNALJÓS í HEIMAVIST. Kæra Vika! Ég skrifa þér í þeirri von að þú getir gefið mér ein- hverjar ráðleggingar. Ég er í heimavistarskóla, og við erum tvær stelpur saman í herbergi. Við þekktumst ekkert, þegar við komum í skólann fyrst. Frá því fyrsta hefur þessi stelpa sýnt mér einhverja óskilj- anlega andúð og reynir oft að særa mig. Mér finnst þetta undarlegt, því að ég veit ekki til, að ég hafi gert henni neitt. Stundum finnst mér hún líta á mig eins og gólftusku. Hún hendir fötunum af sér á rúmið mitt, veskinu sínu, tímaritum, handavinnunni sinni og mörgu fleiru. Ef hún þarf endilega að henda þessu dóti sínu einhvers staðar í staðinn fyrir að setja það snyrtilega inn í skáp, getur hún þá ekki hent því í sitt rúm? Manni getur sárnað að koma inn í herbergið sitt og sjá rúm- ið sitt fullt af alls konar dóti, sem maður á ekkert í. Svo segir hún, að ég nenni aldrei að taka til í herberginu, en það geri ég þó miklu oftar en hún. Við aðra hérna í skólanum er hún ekkert nema engilblíð- an og því ákaflega vinsæl. Oft dauðlangar mig að taka hana ærlega í gegn og hundskamma hana, því að ég fæ ekki skilið þessa framkomu hennar. En ég lief bara ekki kjark í mér til þess, því ég veit hún myndi alveg tryllast og segja skólafélögum okkar, að allt sem ég segði væri tóm lygi. Og hennar orðum yrði áreiðanlega trúað, því að hún hefur spilað sig út sem eitthvað himnaljós og hún talar ekki illa um mig svo aðrir heyri. Segðu mér nú, elsku Vika mín, hvað ég á að gera, því mér fellur þetta svo illa. Vonast eftir svari sem fyrst. Með fyrirfram þakklæti. Sigga. Taktu hana ærlega í gegn. Þa® er eina ráðið. Hún veit upp á sig skönun- ina og lagast vonandi, ef þú tekur hana nógu ræki- lega í karphúSsið. Við myndum ekki spá þvi, að hún trylltist og færi að tala um þetta við aðra. Við spáum því, að hún lyppist niður og verði bæði bljúg og blíð við þig lengi á eftir. SKOLLANS SPURNINGAR. Kæri Póstur! Ég hef skoðað og lesið Vikuna síðan ég man eftir mér, og ekkert hef ég fund- ið að hjá ykkur enn þá. Nú er kominn tími til aÖ ég fái að skrifa nokkrar línur í blaðið (það er að segja ef þið birtið þetta). Mig langar til að biðja þig að svara fyrir mig fjór- um spurningum ef þú get- ur. Og ég efast ekki um að þú getir það. 1. Hvort er það kvenmað- ur eða karlmaður, sem svarar bréfunum í Vikunni undir nafninu „Póstur“? 2. Hvert er heimilisfang blaðsins Heimskringla, sem gefið er út í Bandaríkjun- um? 3. Hver eða hverjir verða í framboði í forsetakosning- imum, þegar að því kemur? 4. Er ekki þreytandi að svara öllum þessum bréf- um, sem þú færð; ég tala nú ekki um öll bréfin, sem táningar senda og spyrja um ást og þvíumlíkt? Með fyrirfram þökkum. Ég lofa að vanda skriftina og stafsetninguna í fram- tíðinni. Skolli. Þetta er svolítið ósam- stæður og einkennilegur spurningalisti og tvær spurninganna ærið per- sónulegar fyrir Póstinn. Hann er ekki vanur að gaspra um sjálfan sig við ókuimuga, en samt skulum við glíma við þessar spum- ingar, af því að þér hefur alltaf þótt svo vænt um Vikuna, jafnvel áður en þú gazt farið að lesa liana. 1. Karlmaður. En hann hefur sér til fulltingis sér- fræðinga á hverjum fingri og sumir þeirra eru konur. Annars eru karlmenn miklu betur að sér í 6 VIIÍAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.