Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 12
Viku eftir að Peter Áshton
byrjaði að vinna á skrifstofunni,
leit Pat vandlega í spegilinn og
komst að þeirri niðurstöðu að
það ætti ekkert að vera því til
fyrirstöðu að hann fengi áhuga
á henni. Það var að segja ef
hann hafði nokkurn áhuga á
kvenfólki.
Þetta var í fyrsta sinn sem
hún vonaði innilega að einhver
yrði ástfanginn í henni, Pat var
nefnilega fyrst nú farin að hugsa
um sjálfa sig sem kvenkyn.
Vandræði hennar voru þau að
hún var alin upp af föður sín-
um og þrem bræðrum. Móðir
hennar lézt þegar hún var
fjögra ára. En þegar hún hafði
lokið skólanámi og var farin að
vinna á skrifstofu, komst hún að
því að það var til heill heimur,
sem hún hafði ekki hugmynd um.
Það voru heimboð, hentug og
óhentug föt, pop-föt og ekki
pop-föt, fötin hennar voru
ábyggilega ekki í ætt við pop.
Það var fullt af alls konar karl-
mönnum, sem hún þurfti að tala
við. Hún var alltaf að læra eitt-
hvað nýtt, en samt fann hún að
hún var ekki eins og hinar stúlk-
urnar.
Það var verst að hún var búin
að fá á sig orð sem einhvers-
konar tæknilegur snillingur.
Heima hjá henni var allt fullt
af verkfærum og smíðaáhöld-
um, og ósjálfrátt var hún orðin
vön þvi að meðhöndla þessi
verkfæri og gera við alla hluti
upp á eigin spítur. í fyrstu fannst
henni það gaman að hún fékk
orð á sig í fyrirtækinu fyrir að
geta gert við það sem aflaga
fór, og sniðugt að hún var köll-
uð handlægna Pat, en þegar hún
fann það út að ailir karlmenn-
irnir umgengust hana eins og
yngri bróður sinn, ekki einu sinni
að þeir hegðuðu sér við hana
sem systur, þá var það of seint
að breyta til. Auknefnið var eins
og límt við hana, — handlægna
Pat
Þetta var farið að fara í taug-
arnar á henni síðustu vikurnar,
en það var fyrst þegar Peter
Ashton kom, að hana langaði til
að vera einfaldlega Patricia.
Fram að þessu hafði þó ekkert
athyglisvert gerzt. Hann hafði
brosað til hennar, vingjarnlegu
brosi, eins og til hinna stúlkn-
anna. Hún varð að koma því inn
hjá honum að hún væri kvenleg
og hjálparlaus, áður en hitt
starfsfólkið gæti heilaþvegið
hann, fullvissað hann um að hún
væri fullkomlega fær um að sjá
inn sjálfa sig og meira til. Fram-
vegis ætlaði hún að reyna að
vera vandræðaleg og hjálpar-
vana, ef eitthvað færi úr skorð-
um.
Nokkrum dögum eftir að hún
ákvað þetta, fékk hún tækifær-
ið. Það var á þriðjudagsmorgni
og veðrið var óvenjulega gott.
Hún leit upp frá vinnu sinni og
sá að Peter Ashton stóð við
skrifborðið hennar og horfði
niður til hennar.
Hún sendi honum ljómandi
bros, heppnin var með henni.
— Halló, sagði hún.
— Halló. Hann brosti. — Mér
er sagt ,sagði hann og horfði í
augu hennar, — að þér séuð
rétta manneskjan til að lagfæra
þetta. Hann sýndi henni hefti-
vél, sem var úr lagi. — Ég er
hræddur um að ég sé heimsins
mesti klaufi, og skemmi allt sem
ég snerti á, sagði hann vand-
ræðalega.
Pat fann hvernig hún roðnaði.
Hún leit með viðbjóði á þessa
litlu vél. Hún hefði getað lagað
hana með einu handtaki og
naglaþjölinni sinni, en hún tók
hana milli fingranna, eins og hún
væri dauð rotta. Án þess að líta
á hana sagði hún: — Mér þykir
fyrir því, en ég hefi ekki minnstu
hugmynd um það hvernig þessar
vélar eru. Hún fann að hún var
ekki sannfærandi í röddinni, svo
hún flýtti sér að bæta við: —
En ég er viss um að Brian, sendi-
sveinninn, getur hjálpað yður.
Þér ættuð að biðja hann að
hjálpa yður.
Peter leit á hana og henni
fannst hann vera eitthvað skrít-
inn á svipinn, jafnvel ergilegur.
— Fyrirgefið að ég skyldi ónáða
yður, sagði hann og flýtti sér í
burtu.
Pat sá eftir þessu það sem eftir
var dagsins, en hvað gat hún
gert? Hún var að reyna að sýna
fram á að hún væri öðruvísi en
orðrómurinn vildi hafa hana.
Það hafði ekki hjálpað henni
neitt að hún skipti um hár-
greiðslu. Hefði hún bara getað
verið í reglulega smart skóm,
en það var bannað að nota mjóa
hæla á skrifstofunni.
Það eina sem hún huggaði sig
við var það að hún hafði aldrei
látið uppskátt að hún var meist-
ari í judo, það sem bræður
hennar voru montnastir af. Hún
var meira að segja svartbelt-
ungur. Það hefði átt að auka
sjálfstraust hennar, en henni
varð flökurt við tilhugsunina
um að það kæmist upp. Henni
þótti vænt um föður sinn og
bræður, en þeir höfðu misskilið
skyldur sínar gagnvart uppeldi
hennar. Ef þeir hefðu aðeins lát-
ið hana fara í skóla fyrir sýn-
ingarstúlkur, en ekki judo! Líf-
ið var sannarlega erfitt.
Rétt fyrir hádegið kom Lark-
ins, skrifstofustjórinn, til henn-
ar.
— Ég veit að þetta er nokkuð
stuttur fyrirvari, sagði hann, —
en mig langaði til að vita hvort
þér getið ekki unnið yfirvinnu í
kvöld. Sölulistarnir hrúgast upp.
og við þuri'um endilega að koma
þeim á spjaldskrá.
Pat kinkaði kolli. Hún var
alltaf fegin að fá yfirvinnu. Þá
gat hún fengið sér ýmislegt af
kvenlegum nauðsynjurn, sem
faðir hennar og bræður gleymdu
alltaf að hún þyrfti á að halda.
Larkins klappaði henni á öxl-
ina. — Ég vissi að ég gat treyst
yður, Pat. Hinar stúlkurnar voru
alltáf svo hræddar að fara einar
heim, eftir að dimmt var orðið,
en Pat er svo dugleg að hún setur
það ekki fyrir sig?
— Það er allt í lagi, herra
Larkins, sagði Pat. Duglega Pat!
Hún gat ælt við tilhugsunina!
Hún hugsaði með sér hvað
Larkins myndi segja ef hún
segði honum frá svarta beltinu.
Það hvarflaði að henni að reyna
jafnvel að fá sér nýtt starf,
kynnast nýju fólki, svo hún gæti
þótzt vera hjálparvana og vand-
ræðaleg. En þá átti hún ekki
kost á að sjá Peter daglega. Líf-
ið var hálfgerð mæða.
Klukkan fimm fékk Larkins
henni tvö greiðslumerki fyrir
máltíð. — Þér eigið að vinna með
Ashton, sagði hann. — Viljið
þér ekki gjöra svo vel að leið-
beina honum, passa að hann læsi
þegar hann fer og þessháttar.
Þér látið hann fá þetta greiðslu-
merki, þvi að þið þurfið að borða.
Pat rétti fram skjálfandi hend-
urnar og tók við merkjunum.
Larkins hló. — Ég vona að
þér kunnið að meta þetta, góða
mín. Helmingurinn af stúlkunum
vildu ábyggilega borga helming-
inn af vikulaununum sínum fyr-
ir að fá að vinna yfirvinnu með
mesta kvennagullinu á skrifstof-
unni. En ég er ekki viss um að
þeim yrði mikið úr vinnu. Þess-
vegna sagði ég við Ashton að ég
ætlaði að fá yður til að vinna
þetta með honum. Það er engin
hætta á að þér slórið. Ég vonast
því til að þetta verði klappað
og klárt í fyrramálið.
Pat vissi ekki hvert hún átti
að horfa. Gleði og örvænting
börðust um í henni. Hún tautaði:
— Ég þakka kærlega, herra
Larkins.
— Það er allt í lagi, sagði
hann. — Ég vildi bara að við
hefðum fleiri yður líka, Pat.
Ábyggilega, greinda og duglega,
ekki eilífa drauma um tunglskin
og rómantík.
Peter Ashton hafði verið mið-
punkturinn í öllum draumum
hennar fram að þessu. Hana
dreymdi um að þau færu á skíði
saman, sigldu saman og döns-
uðu saman. Hana dreymdi um
óskahúsið, fjögur börn, sem voru
Smásaga efftir: Margot Luke
ÞAÐ VAR EKKI AUÐVELT AÐ VERA í SPORUM
HENNAR. HUN VÁR SVO FLJÖT TIL OG HAND-
LAGIN AÐ KARLMENN TÖKU TIL FÖTANNA,
ÞEGAR ÞEIR SÁU HANA AÐ VERKI. ÞESS
UTAN VAR HÚM MEISTARI í JUDO. HVERNIG
ÁTTI HÚN AÐ FA PETER TIL AÐ TAKA EFTIR
SÉR, ÁN ÞESS AÐ BEITA HANN VALDI?
12 VIKAN 9-tbl-