Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 26
En hann sagði mér að sér þætti gaman að taka lestina annað veifið, og ég trúði því." Annan fimmtudaginn eftir að eftirlitið var tekið upp afritaði Henri Jarré fjögur leyniskjöl að einkaritara sínum fjarverandi. Að kvöldi þess dags tók Steinberger sjálfur lestina til Parísar og settist í bekk fyrir aftan Jarré. Hann tók eftir því að Jarré hafði í fljótheitum töskuskipti við ann- an farþega. En vegna strengilegrar skipunar frá yfirmanni sínum, Léon Roux, handtók Steinberger engan að því sinni. „Gott hjá þér, rannsóknafulltrúi," sagði Léon Roux. „Hvenær ætlarðu að lofa mér að hremma skepnuna?" spurði Stein- berger áfjáður. „Aha!" sagði Roux og blikkaði. „Hvaða bragð ertu nú með?" Þurrhrukkað andlit Roux tók á sig eitthvað sem gæti hafa verið bros. „Við Jasmin kólóneli ætlum að sjá til þess, að næstu vikurnar sjái Henri Jarré einungis fölsk skjöl. Það þýðir að hann sér Rússunum fyrir fölskum upplýsingum, sem rugla fyrir þeim herskipulagið og gagnnjósnaþjónust- una í ár eða svo. Það er að minnsta kosti ekki nema réttlátt að Jarré bæti að vissu marki upp skaðann, sem hann er búinn að gera. Þegar við finnum á okkur að Rússarnir séu búnir að fá nóg af því að vera teymdir á asnaeyrunum og að þá sé farið að gruna klæki okkar, þá sjáum við Jarré fyrir ekta lesmáli og smellum gildrunni aftur. Hvernig lízt þér á?" Marce! Steinberger skellihló, en það kom sjaldan fyrir. „Ég vildi ræða við ykkur hú þegar," tilkynnti Bóris Kúsnetof spyrlun- um sínum fimm, „sökum þess að ég verð að upplýsa ykkur um leynilega deild í KGB, sem ábyrg er fyrir þeirri haglegustu og árangursríkustu njósnaaðgerð, sem Sovétríkin hafa nokkru sinni hleypt af stokkunum. Þar á ég við Villuupplýsingadeildina, sem KGB-foringi að nafni Sergei Mikkae- lof stjórnar. Tilgangur deildar þessarar er að framleiða falskar upplýs- ingar, rangfæra staðreyndir og fóðra stjórnarvöld óvinanna á þeim, — gegnum þeirra eigin leyniþjónustu. Ég endurtek: f gegnum þeirra eigin leyniþjónustu. Innan SDECE annast Topaz þetta fyrir okkur. Þessi aðferð er langtum kænlegri og hættulegri en venjulegar, dulbúnar gagnnjósna- aðgerðir. Fölsku staðreyndirnar eru búnar til f Moskvu, sendar áfram til sendi- fulltrúans í París og fengnar Topaz-mönnunum í SDECE. Frá þeim sfast upplýsingarnar svo til ráðuneytanna, stjórnarinnar eða hvert sem við viljum. Þessar lygar, merktar ábyrgðarstimpli SDECE, skila sér síðan til La Croix forseta. Sá sem flytur honum þær er maður sá, er gengur undir nafninu Columbine." „Hversu oft hafið þið leikið þennan leik?" „Margoft. Oftar en ég fái tölu á komið. Hvergi kemur maður betur fram vilja sfnum en þar sem Frakkland er veiki hlekkurinn. Þegar lætin út af Alsfr voru sem mest, tókst okkur á þennan hátt að koma allt til frönsku stjórnarinnar, fölskum upplýsingum um að CIA hefði einkarétt á pepsíkólasölunni í Alsír, ætti nokkur dagblöð og notaði þessi fyrirtæki til að fóðra alsírsku uppreisnarmennina á peningum. Eins og þið vitið, herrar mínir, eru margir Frakkar sannfærðir um að Bandaríkin séu ábyrg fyrir endalokum Alsírstríðsins. Þetta er að miklu leyti verk Villuupplýsinga- þjónustunnar. Árið sem leið," hélt Kúsnetof áfram, „meðan hershöfðingjauppreisnin f Alsír stóð yfir, tókst Sovétmönnum með villuupplýsingum að koma af stað óhemju ofboði út af hótun frönsku hershöfðingjanna í Alsír um að fleygja fallhlffaherliði niður yfir París og hertaka sjálft Frakkland. Við- bragð Bandaríkjaforseta var að bjóða frönsku stjórninni aðstoð. Fyrir tilstilli villuupplýsinga frá okkur tók La Croix forseti tilboð þetta sem til- raun af hálfu Bandaríkjamanna til að sletta sér fram í frönsk innanríkis- mál, eða jafnvel til að skapa sér átyllu til að koma miklum bandarfskum herstyrk inn í Frakkland. Þannig gengur það. Þegar La Croix forseti fer utan, fær hann oft sov- ézkar villuupplýsingar þess efnis, að Bandarikjamenn reyni að gera að engu áhrif heimsókna hans og stofna til and-franskra mótmælaaðgerða. Hann er ekki frá því að CIA eigi hér hlut að máli. Eins og þið vitið, þá er La Croix mjög slæmur í augunum og getur ekki lesið efnismikil skjöl. Þessvegna byggir hann að mjög miklu leyti á upp- lýsingum, sem hann lætur gefa sér munnlega. Þannig gefur hann sérstak- lega góða höggstaði á sér. Við sjáum til þess að hann fái það sem okkur hentar gegnum Columbine." „Hver er hann?" spurði André krefjandi. „Hver veit?" sagði Kúsnetof. „Hann gæti verið í SDECE, í sjálfri stjórn- inni, eða hernum. Ég veit það eitt, að svo fremi við viljum koma villu- upplýsingum til La Croix, þá fær hann þær." „Kúsnetof," sagði Marshall McKittrick stuttur í spuna, „beittuð þið villuupplýsingum gegn okkur í Súes-deilunni?" Bóris Kúsnetof brosti. „Þér eruð að átta yður á heildarmyndinni. I því máli unnum við einn okkar mesta sigur." „Auðvitað!" æpti André. „Auðvitað! Annað gat ekki komið ti! greina, Marsh. Við vorum beittir brögðum." Frammi á ganginum dró Marshall McKittrick Nordstrom með sér af- síðis. „Sendu mér undireins afrit af þessu, sem hér hefur komið fram, til Hvíta hússins," sagði hann. Einu sinni enn las forseti Bandaríkjanna yfir bréf sitt til Frakklands- forseta. Hvíta húsinu, tuttugasta október, 1962 Kæri forseti La Croix. Heimildir, sem við teljum fullkomlega ábyggilegar, hafa vakið athygli okkar á máli svo alvarlegu, að ég tek það sjaldgæfa skref að rita yður bréf þetta, sem ekki verður afritað, og sérlegur ráðunautur minn, Mars- hall McKittrick, mun afhenda yður. Við höfum verið upplýstir um umfangsmikinn njósnahring franskra borgara, sem gerzt hafa erindrekar Sovétrfkjanna. Þetta kerfi starfar undir leyninafninu Topaz. Það er að sjá að njósnurum þessum hafi tekizt að smokra sér inn í allar greinar stjórnarkerfis yðar, sérstaklega leyni- þjónustuna. Með þvf að nota einstæða aðgerð, sem kennd er við „villuupplýsing- ar", og Sergei Mikkaelof í sovézku KGB og Gorín, sendifulltrúi Sovétríkj- anna í París, sjá um stjórn og skipulagningu á, hefur þeim tekizt að koma fölskum upplýsingum og njósnaskýrslum inn í innstu hringi stjórnardeilda ykkar. Samkvæmt sömu heimildum er meðlimur eða meðlimir Topazar meðal! persónulegra aðstoðarmanna yðar. Við leggjum fast að yður að senda flokk sérfræðinga til Bandarfkjanna: að kanna upplýsingarnar, sem við höfum náð saman, og yfirheyra helzta heimildarmann okkar. Okkur er Ijóst að Topazar-hringurinn er fær um að sjá sovézku KGB fyrir leyndarskjölum tilheyrandi Nató, og treystum þvf að þér neytið allra hugsanlegra bragða til að hjálpa okkur við að gera að engu aðgerðir þessar. SJÖUNDI KAFLI Þegar þeir Marshall McKittrick og André Devereaux gengu um borð í flugvélina, bjuggust miklar herfylkingar til orrustu meðfram austurströnd Bandaríkjanna og flotinn var á leið út á Atlantshafið til að loka sjóleiðun- um til Kúbu. [ loftinu hnituðu sprengjuflugvélar hringa, reiðubúnar að skjóta kjarnorkueldflaugum sínum. í hvelfingum neðanjarðar voru eld- flaugar gerðar reiðubúnar til árása á fyrirfram ákveðin skotmörk f Sov- étríkjunum. Allt var tilbúið að hleypa af stað hroðalegri ógnum en maður- inn hafði nokkru sinni áður kynnzt. André hlýjaði sér á koníaki og gleymdi sér við að fylgjast með fleygi- ferð þotunnar út í nóttina. Síðan hann frétti af Topaz-samsærinu, höfðu nætur hans ýmist liðið við órólegt mók eða þá að hann hafði ætt um gólfið eins og Ijón í búri, sár- kvalinn vegna svikræðis landa sinna. Hvers konar ormagryfju yrði hann að ganga í, þegar til Parísar kæmi? Innan skamms myndi Henri Jarré ganga f gildruna, en annar var honum æðri . . . Columbine. Þann höfuðsvikara var hann staðráðinn f að afhjúpa, hvort heldur hann yrði til þess að sigrast á drottni eða djöfli. Eini maðurinn, sem hann gat fullkomlega treyst, var elzti og bezti vinur hans, Jacques Granville. Þeir höfðu unnið saman í neðanjarðarhreyfing- unni og sfðan verið baráttufélagar í liði Frjálsra Frakka. Jacques var nú kominn í innsta hring hjá La Croix. Þar sem Granville var, hlaut hann að minnsta kosti að eiga sér trúan bandamann. Öðrum manni skaut hvað eftir annað upp í huga hans. Sá var Gabriel Brune kólóneli, varaframkvæmdastjóri SDECE. Hegðun Brunes hafði gert hann mjög grunsamlegan, með tilliti til afhjúpunar villuupplýsinganna og sögu Súesstríðsins. André leit sem snöggvast til Marshalls McKittrick, sem dottaði í sæti sinu. Furðulegt, hugsaði hann. Fyrir næstum nákvæmlega sex árum höfðu þeir tveir ieikið hlutverk í sams konar leik. Það var í Súesdeilunni, þegar Sovétmenn töldu bæði Frökkum og Nasser trú um að Bandaríkin stæðu á bakvið samsærið um að hremma skurðinn. Það dimmdi. Marshall McKittrick var sofnaður. En André gat ekki fest blund. Hver hafði borið sovézku villuupplýsingarnar i La Croix og franska forsætisráðherrann, þann er var við völd meðan á Súesstríðinu stóð? Falsplöggin höfðu komið frá SDECE. Hver í SDECE hafði stöðugt sam- band við La Croix? Hver flutti honum upplýsingar af hálfu leyniþjónust- unnar? Hver ef ekki Brune kólóneli? Pólitísk sjónarmið réðu að jafnaði skipun yfirmanna SDECE. Margir þeirra voru vinveittir Bandarfkjunum, en þeir voru fyrst og fremst sér- hæfðir starfsmenn, sem treysta urðu algerlega á starfslið sitt. Hin raun- verulegu völd voru í höndum varaframkvæmdastjóranna — atvinnumanna á borð við Brune. Brgne hafði hqldið sig utan ?viðsl|ósanna, en þegar betgr vqr að gáð, 26 VIKAN 9-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.