Vikan


Vikan - 29.02.1968, Síða 30

Vikan - 29.02.1968, Síða 30
j&jórœntngmn Framhald af bls. 23. l>ess, gamli skúrkurinn þinn. Og hvað snerti Abd-el Mechrat, varð honum hugsað til hans, þar sem hann hýrðist í sínum sérstaka klefa, sem búinn hafði verið handa honum frammi í stafni og allt gert til að gera honum lífið eins þægilegt og kostur var. Þessi virðulegi, hrörlegi, litli maður myndi án efa sitja við skriftir sínar, vafinn í loðfeldi. Sjötugur að aldri var hann enn svo áfjáður í ailan þann fróðleik, sem mögulegt var að komast yfir að hann hafði leitað uppi Peyrac vin sinn, þegar hann yfirgaf Miðjarðarhafið og bað hann að taka hann með sér svo hann gæti séð Nýja heiminn með eigin augum. Þessi vitringur og undralæknir myndi fús hafa ferðast um- hverfis jörðina í leit að frekari fróðleik. Hann var ótrúlega frjáls- lyndur af Múhameðstrúarmanni að vera. Abd-el Mechrat var allt of þróaður hugsuður til að fela sig á vald ofstækismanni, eins og Mulai Ismail, þjóðhöfðingja sinum. Joffrey de Peyrac var þetta ljóst og það var þessvegna sem hann hafði orðið við beiðni gamla mannsins, því hann unni honum og skildi um leið að með þessu var hann sennilega að bjarga lífi hans. Abd-el Mechrat hafði tekið á móti honum í íburðarmiklum húsakynn- um sínum í Fez, því hann var lærður og helgur prins í miklum metum í borg sinni. Joffrey de Peyrac hafði komið þangað á börum frá Saél. Hann sá með innri augum hvernig hann !á við fætur þessa arabiska vinar sins, vantrúaður á að hann væri i raun og veru lifandi, eftir alla sina hrakninga og langar erfiðar ferðir og að hann væri raunverulega hér, kristinn maðurinn, ómerkilegur villutrúarhundur á landsvísu, i hjarta hins duiarfulla Magrab, þar sem hann lá þarna rúmfastur, hug- urinn örmagna af líkamlegri þjáningu og þreytu, sem hann hafði orðið að þola á ferðum sínum, án nokkurs til stuðnings eða til að lýsa fyrir honurn umhverfinu, annars en Kouassi-Ba, hins trygga, svarta þræls, sem sjálfur var óttasleginn yfir að vera nú aftur meðaí síns eigin fólks. — Þeir eru allir villimenn þessir menn, sagði hann hvað eftir annað og ranghvolfdi í sér augunum, svo ekkert sást nema hvitan. — Hafði greifinn oft lagt þá spurningu fyrir sjálfan sig hvað væri framundan, að leiðarlokum? Það hafði verið vinur hans Abd-el Mechrat, sem beið hans. Hann hafði hitt hann einu sinni áður í Gran- anda á Spáni. Hann þekkti litla, arabiska lækninn, þegar í stað, þar sem hann stóð umvafinn í snjóhvítri skikkju sinni, nema hvað ennið var óhulið hátt og hvelft, yfir stórum, kringlóttum gleraugum i stál- umgerðum, sem gerðu hann líkastan syfjaðri uglu. — Ég trúi því varla að ég sé hér í Fez í þinni návist, sagði Joffrey de Peyrac lágri röddu. — Ég hélt að við myndum hittast leynilega á ströndinni. Er það orð sem fer af Marokkó fyrir stranga strandgæzlu, á föiskum forsendum reist eða ertu valdameiri en soldáninn, sem álítur að allir kristnir menn ættu annað tveggja að vera þrælar eða dauðir? Fg hef verið meðhöndlaður af svo mikilli virðingu að ég finn glöggt að ég heyri hvorugum flokknum til. Á þessi hugmynd eftir að breytast? — Vonandi ekki, kæri vinur. Aðstaða þin er raunar einstæð, því móttaka þin hingað er árangurinn af leynilegri vernd, sem mér hefur Stærðir: 71/2 cm x 15 cm og 11 cm X 11 cm. GRENSÁSVEGI22-24 SIMAR: 3 02 80 -3 22 G2 Barrystaines linoleum parket gólfflísar Stærðir 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 em. GOTT VERÐ S._______________________________ ) 30 VIKAN 9- *w- LITAVER Pilkington’s postulín veggflísar tekizt að vinna þér til handa, að nokkru leyti vegna vísindaþekkingar þinnar. En það er mikils vænzt af þér og við verðum að flýta okkur að láta þér batna, fyrst af öllu, til að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef fengið það hlutverk að lækna þig, má ég bæta því við að fyrir okkur báða er þetta spurning um líf og dauða, því ef mér bregzt mun ég engu fyrr týna en höfðinu. Þótt særða manninn fýsti að vita meira um yfirmenn þessa undra- læknis, mennina sem hann óttaðist svo 'mjög, þótt hann væri bæði trúrækinn og lærður, varð hann að bíða Þar til hann varð næstum alheill, áður en hann fengi frekari skýringu. Fyrst um sinn var allt gert til Þess að lækna hann og hann einbeitti sér að því með öllu sínu viljaþreki, en það var einmitt grundvallar- einkenni skapgerðar hans. Hann undirgekkst hugrakkur allar þær læknisaðgerðir og æfingar, sem hinn óþreytandi vinur hans krafðist. Það eitt að lækning hans var vísindatilraun í sjálfu sér, vakti athygli hans og hjálpaði honum, þegar vangetan og þjáningin voru svo mikil að hann hefði mest langað til að gefast upp. Þegar Abd-el Mechrat laut fyrst yfir sár hans varð hann þungur á svip, en smám saman birti yfir honum. — Lofaður veri Allah! hrópaði hann. — Sárið á vinstra fæti þinum, sem er verra en hitt er enn, opið. — Það hefur verið það svo mánuðum skiptir .... — Lofaður sé Allah! endurtók hann. — Nú er mér ekki aðeins óhætt að fullyrða að þú munir ná þér, heldur sé ég fram á að vegna þess arna munir þú losna við þann ágalla sem hefur gert þig haltan fram til þessa..... Manstu þegar við hittumst í Granada og ég sagði þér að hefði ég verið við hendina, þegar þú varst barn, hefðirðu aldrei orðið bæklaður? Svo hélt hann áfram að útskýra að evrópskir læknar létu sig ekki neitt varða nema útlit sársins, og þegar þeir sæu und frammi fyrir sér, væri þeirra eina hugsun að láta yfirborðið heilagast, eins fljótt og mögulegt væri. Hverju máli skipti það þótt bak við þá þunnu skel, sem náttúran sjálf reynir að græða eins fljótt og mögulegt er, væru enn holur og mein, eða rotnandi hold, sem oftast verða orsök að rýrnun eða óbætanlegri afskræmingu? Arabisk læknavisindi hinsvegar, sem byggðu á vísindalegri þekkingu undangenginna kynslóða, höfðu tileinkað sér og notuðu fræði afríkanskra töfralækna og egypskra lík- skurðarmanna, höfðu komizt að þeirri niðurstöðu að hver eining lik- amans hefði sinn ákveðna græðihraða. Því dýpra sem sárið var, þeim mun meira varð að hægja á frekar en herða á græðslunni. Og það mátti ekki meðhöndla hreyfitaugar og skynjunartaugar á sama hátt. í kæti sinni fyrir því hvernig lækningin hafði tekizt fram til Þessa upplýsti Abd-el Machrat hann um að fyrir þá mildi að engir læknar voru tiltækir, höfðu allir þessir rifnu vefir gróið réttilega, enn sem komið var. Og úr þvi hann, Allah veri lofaður, hefði sloppið við hið hræðilega, hættulega drep — það eina raunverulega hættulega i sam- bandi við þotta — myndi hann, Mechrat, aðeins Þurfa að leggja síðustu hönd á það, sem hafði verið svo giftusamlega upphafið af hendi Master Aubin, böðuls Frakklandskonungs, og giftusamlega framhaldið af löng- um ferðalögum og harðrétti, sem dæmdi maðurinn hafði orðið að þola, til að flýja ofsækjendur sína. Abd-el Mechrat miðaði að fullkomnun í handverki sínu, eins og ara- biskur gullsmiður. — Áður en langt um líður mun gönguíag þitt vekja athygli hinna stoltustu, spönsku prinsa! Svo illa sem .Toffrey de Peyrac var á sig kominn hafði hann aldrei vonazt eftir neinu slíku. Á umliðnum árum hafði hann vanizt sínum bæklaða fæti nægilega vel til að láta sér það lynda að hann myndi sennilega haitra meir en nokkru sinni fyrr, þegar hann kæmi á fætur aftur, en honum var mjög í mun að eitthvað gerðist fljótlega og hin venjulega lífsorka hans kæmist aftur í sawit horf og hann hefði eitthvert gagn af öllum sínum útlimum. Hann hafði fengið nóg af að liggja þarna, mannlegt flak, sem varð sífellt veikara, eftir því sem dagarnir iiðu. Til þess að koma honum til aukinnar þolinmæði, þar til lokaárangurinn hefði náðst, varð Abd-el Mechrat að benda honum á hversu mjög það væri í hans eigin þágu að geta hulið sig fyrir óvini sinum. Ef hann reyndi nokkru sinni framar að stiga fæti á Frakk- land, hver myndi þá geta þekkt hann sem hinn fyrrverandi „Halta djöful, frá Languedoc“, þegar hann gengi eins og allir aðrir? Særði maðurinn lét sér bæði segjast og hafði gaman af hugmyndinni um svo óvænt dulargervi og þaðan í frá varð hann jafn ákveðinn og læknir hans að ná þeim árangri, sem beztur gæti fengizt. En þrátt fyrir deyfismyrslin og seyðin var þetta ekki þjáningarlaust. Sárið á fætinum var ennþá opið og viðkvæmt, en samt varð hann að hreyfa sig til að fá aftur mátt í vöðvann. Abd-el Mechrat rak hann til að synda svo klukkustundum skipti í tjörninni i húsagarði sínum, til að styrkja fótinn og, framar öllu öðru, halda sárinu opnu. Stundum, þegar hann óskaði einskis fremur en sofa var hann rekinn til að endurtaka þá áreynslu sem hann hafði orðið að Þola á flóttanum. Læknirinn og aðstoðarmenn hans voru óþreytandi. Sem betur fór var arabiski vitr- ingurinn mikill mannþekkjari og skildi glögglega erfiðleika sjúklings- ins, þrátt fyrir múr andstæðra menningargreina, sem vel hefði getað aðskilið þá. En nú höfðu Þeir nálgast hvor annan: Vitringurinn talaði fullkomna frönsku og spönsku og greifinn af Toulouse hafði lært nokkra arabisku, sem fór dag batnandi. Hve marga daga hafði hann dvalið i ró þessa marokkóanska húss? Jafnvel nú hafði hann enga hugmynd um hve langur tími það hafði verið. Höfðu það verið vikur, mánuðir, jafnvel ár? Hann hafði aldrei talið dagana Það var eins og timinn stæði kyrr. Ekkert hljóð barst nokkurntíman inn I lokaða höfnina, þar sem eina fólkið sem kom og fór voru hinir þöglu, vel þjálfuðu Þjónar. Það var eins og heimurinn útifyrir hefði hætt að vera til. öll fortíð hans með skuggum sínum og fangavist, óþefnum í París og svartholunum, þar sem galeiðuþrælarnir voru hafðir i haldi, varð smám saman óskýrt í iiuga hans, þangað til það var að afskræmdu sjónarspili í fjarska, óráðshugsýn í íjarlægri martröð. Raunveruleikinn var hér, i dökk- bláum himninum, sem sást I gegnum opnar dyrnar, ilminum af rósum, sem miðdegishitinn margfaldaði, en í rökkrinu blandaðist ilminum af olífuviði og stundum ilminum af ja9mín. — Ilann var lifandi! "OK öll rétMndi áskilin, Opera Mundi, París, — Framh. i næsta blaði,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.