Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 39
láta eins og ég horfi í allt aðra átt ..... — Þú hefir þá enga andstyggð á svarta beltinu? spurði hún. — Ekki ef þú leyfir mér að fylgja þér heim, án þess að finn- ast þér misboðið, tautaði hann. Svo kyssti hann hana og Pat varð það ljóst að í örmum hans yrði hún alltaf lítil og hjálpar- vana og eins alsæl og hún var á þessu augnabliki ......... Biður konan sér manns Framhald af bls. 11. — þegar hann átti ekkert á hættu. Þegar við fórum í ferðalög, — hópurinn, á ég við, — var hann einstaklega hjálpsamur við að tjalda, bera til dót, elda og svo framvegis, og óþreytandi að halda uppi leikjum og glensi. Við vor- um nokkuð mörg saman, svip- aður fjöldi af báðum kynjum, og mér er nær að lialda, að við stelpumar höfum alllar elskaið hann. En ef einhver okkar náði fundi hans einslega, var hann þvingaður og hugmyndalaus, al- veg eins og hann væri smeykur um sig. Við töluðum oft saman um hann okkar í milli og þenn- an sérkennilega tvískipting hans. Svo fór mér að finnast hami leitast við að haga því svo, að hann sæti hjá mér á samkomum, bílferðum og þess háttar, ef við gengum á fjöll í ferðalögum var hann gjaman í nánd við mig, en gætti þess eftir beztu getu, að við yrðum aldrei alveg ein. Ég man, að einhvem tíma í slíkri fjallgöngu datt ég og sneri mig illa í ökklanum, hann varð fyrst- ur til mín og áður en nokkur vissi hvað var að gerast hafði hann rifið bolinn sinn í strimla og vafið þeim þétt um öklann. Svo studdi hann mig alla leið niður að tjöldunum, töluvert langa leið. Það hafði verið mein- ingin að fara í aðra langa göngu- ferð seinna um daginn, og krakk- arnir fóru, en aldrei þessu vant ákvað hann að verða einn eftir með mér. Hann hlúði að mér eins og smákrakka, skipti um vaf á fætinum og hugsaði um vellíðan mína eins og hann gat, og lék á als oddi. Ég var orðin yfir mig hrifin af honum, þegar þetta var, og held að ég hafi hreint ekki verið fráhindrandi eða hræðileg, en hann virtist ekki láta sér detta í hug neitt sem átti skylt við daður eða þvíumlíkt. Ég skal ekki neita því, að á eftir var ég hálf örg, og fór nú að leitast við að hafa pokann minn næst honum í tjöldunum í úti- legunni og honum virtist falla það vel í geð. Þetta notaði ég síð- an til þess að látast bylta mér sofandi á ýmsa vegu — en ekkert gerðist. Svo fór hópurinn að þynnast. Félagarnir eltust og fengu önnur áhugamál, samfundir hópsins urðu sjaldgæfari. Þessi vinur okkar fór í atvinnu út á land, en fyrst í stað kom það fyrir þegar hann kom í bæinn að hann heimsótti mig einstaka sinnum bauð mér í Ieikhús eða á bíó. En svo varð það líka strjálla. Þaning leið ár. Þá hóaði hópur- inn sér saman á ný til að fara í eitt ferðalag enn. í upphafi þess ferðalags tókst svo illa til með vin okkar, að hann meiddi sig á fæti, svo hann gat eiginlega ekki tyllt í hann, það sem eftir var ferðarinnar. Og það gerði ég mér að ástæðu til að vera hjá honum, þegar hinir fóru í gönguferðir. Hann var nokkuð breyttur, að mér fannst. Hann átti erfitt með að spauga og var latur til leikja, en þegar við vorum ein, töluðum við miklu meira saman en venju- lega og af meiri alvöru. Hann sagði mér allar sínar framtíðar- áætlanir og við ræddum meira að segja um trúmál og annað líf að loknu þessu, en um það hafði hann mikið hugsað og trúði stöö- ugt á það. Svo lauk þessari ferð, án þess að fleira bæri til tíðinda. Og þó. Mér fannst eindregið, að hann mæti mig ekki bara sem vin, heldur væru tilfinningar lians dýpri, þó að hann kæmi sér ekki að því að túlka það. Ég hugsaði málið lengi og átti í miklu stríði við sjálfa mig, en svo lét ég til skarar skríða, þeg- ar ég frétti af honum í bænum næst. Ég hringdi í hann og bað hann að koma að finna mig. Þeg- ar hann kom, sagði ég honum hreint út, að ég treysti mér ekki til að tvístíga svona lengur, að ég elskaði hann og ef ég fengi hann ekki fyrir mann, yrðum við að slíta öllu sambandi. Ég man það alla tíð, að hann svar- aði engu, lieldur tók bara utan um mig eins varlega og ég væri gerð úr eggjaskum. Þannig stóð- um við lengi, og svo sagði hann: — Ég fer þá ekkert norður aft- ur. Og þannig varð það. Ég spurði hann að því núna, hvort ég mætti segja þessa sögu, því ég veit, að allir okkar gömlu kunningjar myndu þekkja við hverja væri / l V LILUU LILUU LiLJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð átt. Þá brosti hann og sagði: Ég veit, að þú varst búin að segja henni........frá þessu, svo það getur varla farið víðar, þótt það komi í VIKUNNI! Því hann er nafnilega ennþá fullur af spaugi — meira að segja þótt við séum tvö ein. Ég spurði konuna, hvort þetta hefði ef til vill átt sér stað á hlaupársdag. Hún kvað svo ekki vera. nefndi dag og ár — það var ekki einu sinni hlaupár. Svo ég hélt áfram að hringja, en hafði ekki erindi sem erfiði. Ég skal tilfæra hér á eftir nokkur þeirra svara, sem ég fékk: — Beðið mér manns? Nei, takk, það skal verða mitt síðasta. — Nei,.svo mikil kvenrétt- indakona er ég ekki! — Mér finnst þetta ósvíf- in spurning og svara þessu alls elcki. — Eg held nú það! Og viltu vita, hvað ég sagði? Ég sagði: Þú ert búinn að gera mig ólétta væni minn, svo nú verðurðu að giftast mér! — Beðið mér manns? Ég er nú hrædd um það! Ég er alltaf að því! Viltu koma og finna mig? — Nei, en það væri kannski ekki svo vitlaust. Hverjir ganga lausir ennþá? Svavar Gests? Eða Ómar? Eða Bessi? Jón Múli hlýtur að vera frá- tekinn. Magnús Bjarnfreðs- son? Nei, það eru allir gengn- ir út, sem eitthvað púður er í! — Nei, hvenær segirðu, að það megi? Á hlaupársdag? Hringdu þá aftur eftir hlaup- ársdaginn! — Ég er nú hrædd um það. Það er bara aldrei neinn nógu nálægt til að heyra það! — Já, þegar ég var sjö ára. Ég fékk hryggbrot, sem bet- ur fer. — Heldurðu, að þess þurfi? Maður kæmist aldrei að til þess fyrir frékjunni í karl- mönnunum! — Nei, og heldur pipra ég að eilífu amen. Þetta er ekki víðtæk skoðana- könnun, en gefur þó ofurlitla vísbendingu. Hún bendir til þess, að fleiri hjónabönd eigi upphaf sitt til bónorðs konunnar en margur skyldi ætla, og að þau bónorð séu alls ekki bundin við hlaupár, hvað þá hlaupársdag. Hún bendir einnig til þess, að fjölmörg bónorð hafi borið að með sögulegum eða skemmtileg- um hætti. Það vissum við reynd- ar fyrirfram, eða skyldu hafa verði samdar fleiri sögur um nokkurn viðburð en bónorðið? En væri ekki dálítið gaman að fá sannar sögur um bónorð? Við skorum á landsmenn (kvenmenn þar með talda) að senda okkur sögur af bónorðum sínum, bæði sem þeir hafa sjálfir borið fram og borin hafa verið fram við þá. Við skulum að sjálfsögðu fara með öll nöfn sem trúnaðarmál, og greiða einhverja þóknun fyr- ir þau bónorð, sem birt kunna að verða. Það þarf enginn að ótt- ast uppljóstrun, allt verður und- ir dulnöfnum. Og sérstakan áhuga höfum við fyrir sögum af kon- um, sem hafa beðið sér manns á hlaupársdag. * HatÍHíÍathutiif I N IM I ÍTI BÍLSKÚRS HIJRÐIR ýhHi- & Mtihuriir h □ VILHJALMS5DN RANARGDTU 1?. SIMI 19669 9. tbi. vikan 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.