Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 45
mönnunum ljóst að vikur myndu líða áður en þeir næðu nokkrum verulegum árangri. í annarri viku aprílmánaðar, þegar fram- verðir fyrsta hersins franska voru aðeins tuttugu mílur frá þorpinu, vissu þeir að þýðingarlaust var að halda áfram. Werner Heisen- berg skipaði vísindamönnunum að dreifa sér og hjólaði sjálfur til sveitaheimilis síns í Bæjara- landi. Georg Drake einn varð því vitni að innreið Frakkanna, þeg- ar skriðdrekar þeirra óku inn í þorpið þann tuttugasta mánaðar- ins. Innan viku eftir að kjarnorku- vísindamennirnir —• Heisenberg, Otto Hahn, von Weizsacker, Er- ich Bagge og Karl Wirtz —- voru teknir höndum af ALSOS, voru þeir komnir um borð í flugvél á leið til Englands. Þar var þeim fenginn bústaður í myndarlegu húsi, sem þeir einfaldlega kölluðu „Höllina". Vitaskuld var þeirra vandlega gætt. Klukkan fimmtán mínútur yfir sex að kvöldi sjötta ágúst, 1945, kom Heisenberg inn í rúmgóða setustofu „Hallarinnar" og sá þá hvar félagar hans sálu í þyrpingu umhverfis útvarpstækið, fölir á vanga. Hann spurði hvað væri að. „Við vorum að heyra fréttirn- ar,“ svaraði Hahn vantrúaður. „Þeir segja að Bandaríkjamenn hafi kastað kjarnorkusprengju á japanskar herbúðir, sem nefndar eru Hírósíma —- sprengju sem er álíka kraftmikil og tvö þúsund venjulegar tíu smálesta sprengj- ur.“ „Nefndu þeir úran í sambandi við þessa sprengju sína?“ spurði Heisenberg. Hahn hristi höfuðið. „Þá get ég ekki ímyndað mér að þetta hafi verið kjarnorku- sprengja eða neitt þessháttar,“ sagði Heisenberg. „Þetta hlýtur að vera einhver ný kemísk sprengja með gífurlega magnaðan sprengikraft. En það er óhugs- andi að hægt sé að framleiða kemíska sprengju með sprengi- afl á við tuttugu þúsund smá- lestir af TNT. Ég held að þetta sé ekki annað en stórkostlegt plat.“ En eftir klukkan níu þá um kvöldið var enginn hinna föngnu vísindamanna lengur í vafa. Þul- ur brezka útvarpsins upplýsti að úran hefði verið notað við fram- leiðslu sprengjunnar, og myndu um þrjú þúsund manns hafa far- izt í árásinni. „Hefðum við haft hundrað og luttugu þúsund manns á bak við okkur 1942,“ tautaði Heisenberg, „þá hefði kannski farið öðru- vísi. . . .“ Hahn var greinilega brugðið. Hendur hans skulfu og andlit hans var nábleikt. „Guð minn,“ hvíslaði hann, „hverju vorum við að leika okkur að? Pandóru- öskju ...“ Hann stóð snögglega á fætur og gekk út úr herberginu. Hinir töluðu saman um hríð og gengu síðan upp. Á stigapall- inum námu þeir staðar. Hálfkæft snökt barst að eyrum þeirra. Það kom frá herbergi Hahns. Heisenberg drap varlega á dyr og gekk inn. Hahn var næstum frávita. Hinir vissu að þegar hann var í þessu skapi gat hann vel átt það til að reyna að fremja sjálfsmorð. Einhvern veginn tókst þeim að róa hann. Þeir sátu hjá honum þangað til klukkan tvö um morg- uninn og töluðu um allt mögu- legt til að leiða huga hans frá kjarnorkusprengjum og úrani. Að lokum sofnaði hann, steinupp- gefinn. Hættan var liðin hjá. Hversu miklu munaði að Þjóð- verjum tækist að framleiða not- hæfa kjarnorkusprengju? Flestir vísindamanna þeirra, sem hlut áttu að málinu, eru sammála um eitt. Ef rannsóknaáætlun Þjóð- verja hefði verið eins vel skipu- lögð og henni framfylgt jafnvel og þeirri bandarísku, og ef ekki hefði orðið skortur á nauðsyn- legum hráefnum vegna árásar- innar á þungavatnsverið í Vé- mörk og sprengjuárása banda- manna á kjarnorkustöðvar í Þýzkalandi, þá hefðu Þjóðverjar getað haft fyrstu kjarnorku- sprengju sína tilbúna á miðju ári 1944. En vísindamennirnir í Haigerloch, sem unnu við hinar frumstæðustu aðstæður hefðu þurft að minnsta kosti átta mán- uði í viðbót til að hafa möguleika á að smíða sprengju. Einn vísindamanna þeirra, sem mest afskipti hafði af kjarnorku- áætlun Þjóðverja, prófessor Carl- Friedrich von Weizsacker, telur að hann og félagar hans hefðu getað framleitt vel nothæfa kjarnorkusprengju fyrir stríðslok — þrátt fyrir erfiðar aðstæður og efnaskort ef þeir hefðu óskað eftir sigri Þýzkalands. Þessi hug- mynd, að hópur fremstu vísinda- mann Þýzkalands hafi að ráðn- um hug og af hugsjónaástæðum tafið fyrir framkvæmd áætlunar- innar er freistandi, en dr. Bagge og margir fleiri hafa berum orð- um neitað því að hún hafi við rök að styðjast. „Það sem okkur raunverulega vantaði,“ sagði Werner Heisen- berg „var hugrekki til að berjast fyrir hugmynd okkar 1942, þegar við ennþá höfðum olnbogarúm. Fyrir flesta okkar vísindamann- anna var öll áætlunin merkileg tilraun til að hefja og Ijúka við, og ekkert þar framyfir. Það sama á við um von Braun og eldflauga- sévfræðingana, en að baki sér höfðu þeir fyrsta flokks hernað- arsnilling, Dornberger hershöfð- ingja, sem gerði sér grein fyrir mikilvægi eldflaugaskeyta sem vopna og barðist eins og óður maður fyrir framgangi skoðana sinna. Engin slík hermannshönd stýrði gerðum okkar eða samræmdi þær. Hefði henni verið til að dreifa, hefði þessari sögu ef til vill tokið á allt annan hátt.“ iSr 9. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.