Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 21
Til jarðar í logandi fallhlíf var að skríða kröppum hringjum. Hið síðasta sem Maresjef mundi til að hafa séð, áð- ur en meðvitundin yfirgaf hann, var skógur, sem æddi upp á móti honum eins og ófreskja með opið ginið .... Nú lá hann hér aleinn hjá brak- inu úr flugvélinni. Einn með trján- um og snjónum og stöðugum sárs- auka í fótunum. Fótunum! Maresjef gerði örvænt- ignarfulla tilraun til að setjast upp. Samstundis æddi bylgja af óþol- andi sársauka gegnum líkama hans og hann missti meðvitund á ný. Nokkrar klukkustundir höfðu lið- ið er hann kom til meðvitundar á ný. Hann var dofinn af kulda og fann ekki til annars en bólguverkja í fótunum. Hann harkaSi af sér og hafSi það af aS setjast upp. Fætur hans voru undariega beygSir og virtust ekki lengur hluti af honum. Ein hugsun leitaði stöðugt á hann: að dveljast þarna um kyrrt þýddi bráðan dauða. Hann varð að komast ( hús og fá læknishjálp sem fyrst. En hvar var hann? [ hvaða átt var rússneska víglínan? Skrjáf meðal trjánna kom hon- um til að líta snögglega upp. Geysi- stór, svartur björn stóð á afturfót- unum í fárra metra fjarlægð frá honum og horfði á hann illskulega. Hálflamaður af ótta horfði Mare- sjef á dýrið ramba í áttina til sín. Einhvern veginn tókst honum að ná skammbyssu sinni upp úr beltis- hulstrinu. Hann reyndi að miða sem nákvæmlegast, hvað ekki var auð- velt, því hendur hans skulfu ákaf- lega. Hann vissi að honum gæfist ekki tími til að skjóta nema einu sinni.... Björninn rétti nú úr sér í fulla hæð og hóf upp hrammana. Mare- sjef skaut. Þegar bergmálið af skot- hvellinum dó út, heyrðist snörl í skepnunni og hún lyppaðist hægt til jarðar.' Flugmaðurinn hafði mið- að vel. Vindurinn var á austan og bar með sér skotdrunur. Hann hafði enga hugmynd um í hvaða átt rússneska víglínan var,- hann vissi aðeins að hann varð að halda sér á hreyfingu, dragast áfram áleiðis til þessara fjarlægu byssna. Honum tókst að komast á fætur Framhald á bls. 34. Lancaster- flugvélin hóf sig í kröppum hringjum upp fró logandi árásarsvæðinu og áhöfnin starði sem bergnumin á rauð leiftrin sem rufu dimmuna tuttugu þúsund fet fyrir neðan. Það voru dauðateygjur þýzku borgarinnar Schweinfurt, sem flug- liðarnir horfðu á. Þetta var á að- faranótt tuttugasta’og sjöunda apr- íls, 1944, og hundraðasta og sjötta skvadróna brezka sprengjuflughers- ins hafði lokið einum af mörgum ár- angursríkum árásarleiðöngrum. Lancaster sá er hér um ræðir var einn þeirra síðustu til að hverfa frá skotmarkinu. Loftvanarskothríðin var ekki teljandi og hið eina sem var til ónæðis voru fáein leitarljós, sem þreifuðu til himins eins og langir fingur. Þá urðu flugliðarnir allt í einu varir dökks skugga, sem með geig- vænlegum hraða nálgaðist þá utan úr geimnum. „Steypa! Steypa á stjórnborða!" var hrópað. Kanadíski flugliðþjálfinn Fred Mifflin, sem var við stýrið, brá við hart til að beygja undan, en varð of seinn. Rauðir blossar úr byssum óvinaflugvélarinnar, sem var af gerðinni Focke-Wulf 190, skáru gegnum myrkrið og tættu Lancast- erinn endanna á milli. Um leið þaut óvinurinn framhjá og var horfinn. Vélamaðurinn, Norman Jackson flugliðþjálfi, reis upp með erfiðis- munum og litaðist um. Hjarta hans stanzaði næstum við það sem hann sá. Eldur var laus ( flugvélinni og logarnir teygðu sig græðgislega að innri vélinni á stjórnborða. Jackson studdi fingri á hnappinn á slökkvitækinu. Ekkert skeSi. Eld- urinn magnaðist og fikraði sig hægt í áttina aS olíugeyminum i vængnum . .. Rödd Mifflins heyrðist snarkandi úr hljóðnemanum; hann vildi vita hversu miklar skemmdirnar væru. Jackson svaraði: „Ég held að ég ráði við það, Fred," sagði hann rólega. „Hvernig?" „Ég ætla út á vænginn með slökkvitækið." Félögum hans varð svarafátt af undrun. Einu sinni áður, 1941, hafði maður farið út á væng flugvélar á flugi til að slökkva eld. Hann var Nýsjálendingur, Ward liðþálfi, og hafði fengið Viktoríukrossinn fyrir vikið. Flugvélin hafði verið af gerð- inni Wellington, og Ward hafði get- að höggvið göt á vænginn til að halda sér f. En Jackson var í Lan- caster — og vængir þeirrar tegund- ar voru úr miklu harðari málmi... „Allt í lagi," samþykkti Mifflin eftir stutta þögn. „Flugstjóri við áhöfn," hrópaði hann, „verið reiðu- búnir til að stökkva út." Það var réttara að vera við öllu búinn, ef Jackson skyldi mistakast. Jackson tróð á sig litlu slökkvi- tæki og festi á sig fallhiffina sam- anbrotna með aðstoð sprengumið- arans, og Frank Higgins siglinga- fræðings. „Farðu varlega Jacko," sagði Higgins. „Engar áhyggjur," sagði Jack- son. Hann opnaði neyðarlúguna og blástur af (sköldu lofti gaus inn. „Hlustið þið á!„ hrópaði Jack- son, „ég ætla að þenja út fallhltf- Framhald á bls. 36. 9. tbl. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.