Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 23

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 23
En Bertille hafði verið afbrýðissöm út í Angelique í langan tíma og nú vildi hún ekki viðurkenna að hún hefði orðið að láta í minni pokann. — Eg veit af hverju þú ert svona geðill þessa dagana; Hescator hefur ekki virt Þig viðlits, og þó vita allir að þú varst heila nótt í káetu hans ...... og nú er hann farinn að gera sig til fyrir Abigaii. Hún rak upp óstyrkan, háan hlátur: — Og hann sýnir ekki mikla smekkvísi! Að snúa að sér að þeirri uppþornuðu gamaljómfrú! Hvað í ósköpunum sér hann við hana? Tvær eða þrjár vinkvenna hennar ráku upp fyrirlitningarhnegg. Angelique andvarpaði í uppgjöf. —• Vesalings börnin mín, skelfing getið þið verið fávis á ykkar aldri. Þið skiljið nákvæmlega ekkert af því sem fram fer í kringum ykkur, en samt teljið þið ykkur sjálfkjörin til að láta i ljós skoðanir á því. Eitt ættuð þið að minnsta kosti að gera ykkur ljóst, ef Þið getið ekki séð það sjálfar og það er að Abigail er mjög fögur og aðlaðandi kona. Vitið þið að þegar hún leysir niður hár sitt nær það niður á lendar?! Hár ykkar verður aldrei svo fagurt, jafnvel ekki þitt, Bertille. Og það sem meira er, hún á hlýtt hjarta og skilningsríkan huga, þar sem á hinn bóginn eruð þiö svo heimskar að margur elskhugi sem léti heillast af æsku ykkar myndi bráðlega þreytast á þeirri heimsku. Stúlkurnar voru hneykslaðar, móðgaðar og þögnuðu; þær voru ekki fullkomiega sannfærðar, en þeim datt að minnsta kosti ekki fleira í hug til að segja. Bertille klæddi sig hægt, vissi fullvel að Márinn stóð enn á sama bletti, svört stytta í hvitri skikkju, sem blakti fyrir vindinum. Angeli- que kallaði hörkulega til hans á arabisku: — Hvað ert þú að gera þarna? Farðu burt. Þú átt að vera hjá hús- bónda þínum. Hann rykktist við eins og hann vaknaði af draumi og leit í undrun á konuna sem hafði ávarpað hann á hans eigin tungumáli. Síðan, þegar Angelique hélt áfram að stara með grænum augum læddist ótti fram i svip hans og hann svaraði eins og barn sem staðið er að óþekkt. — Húsbóndi minn er hér ennþá. Ég hef verið að bíða eftir að hann færi. Þá sá Angelique að Le Gall og ,þrir vinir hans höfðu stöðvað Rescator og áttu nú í samræðum við hann. — Rétt. Þá förum við, ákvað hún. — Komið þið, börn! Hún gekk hurt og tók stúlkurnar með sér. — Dame Angelique, hvíslaði Séverine skelfd, — sástu negrann? Hann starði á Bertille eins og hann ætlaði að éta hana lifandi. svo Ijótar tennurnar komu í ljós. Hann viðurkenndi að hann hefði ekki nóg af mönnum. Hann hafði látið suma þeirra á land á Spáni og það var alveg á mörkunum að nógu margir menn væru eftir. Reiðarslagið hafði fallið þega.r fimm eða fleiri særðust í La Rochelle, síðan hafði hann að meira eða minna leyti reynt að vinna verkin með hálfum þeim fjölda sem hefði átt að vera. Þessvegna var hann ævin- lega í svona slæmu skapi og átti svo erfitt með að hafa stjórn á Því. Hrossahlátur glumdi við, þegar hann gerði þessa játningu fyrir sjó- mönnunum, sem voru svo nærri að Þeir gátu heyrt samræðurnar. Því geðvonzka Ericksons var óaflátanleg, óumbreytanleg og óþolandi og enginn af áhöfninni ímyndaði sér að hún greti verið verri. -— Allt í iagi. Þið megið taka til starfa, sagði Rescator við mennina fjóra frá La Rochelle. — Kunnið þið nokkra ensku? Þeir kunnu nóg til að skilja skipanir dvergsins. Hann lét hann um þá og gekk aftur til sinna híbýla. aajaMuaa._______ 18. KAFLI Fjórir mótmælendanna höfðu stöðvað Rescator. Þetta var í fyrsta sinn. Síðan þau yfirgáfu La Rochelle hafði enginn Húgenottanna nokkru sinni reynt að nálgast hann eða tala við hann. Þeir höfðu gert sér ljóst það grundvallardjúp sem staðfest var miili þeirra og þess sem hann tóknaði i þeirra augum. Þau gátu ekki fundið til neins nema andstyggðar á þessum sjó- manni, þessari rótlausu veru, sem átti ekkert heimaland, ekkert and- lit, sem hlýddi engum lögum og sem þeir hinir réttlátu, áttu líf sitt að launa. Hann hafði aldrei talað við þá nema í þetta eina skipti sem hann átti tal við Gabriel Berne, og eftir því sem dagar liðu var þessi óskiljanlega spenna milli þeirra ákafari og ákafari, svo smám saman var hún orðin að fullri óvináttu. Svo þegar Le Gall og félagar hans þrír nálguðust hann var hann mjög í vörn. Eins og hann hafði sagt við Nocholas Perrot gerði hann sér eng- ar gyllivonir um að gera þá að samstarfsmönnum sínum, þótt hann dáðist að gullnum eiginleikum mótmælendanna. Af öllu þvi mismun- andi fólki, sem honum hafði gefizt kostur á að virða fyrir sér voru þessir menn ef til vill þeir óaðgengilegustu. Augnaráð Indiána eða svertingja er ekki eins ósveigjanlegt eða þvermóðskulegt og kvekara, sem hefur ákveðið í eitt skipti fyrir öll að einhver sé djöfullinn sjálfur holdi klæddur. Þarna stóðu þeir frammi fyrir honum með hendur á bringum og nosturslega stuttklippt hár. Jafnvel ekki óþægindin af sjóferðinni og kuldanum gat komið þeim til að þiggja léttan og frjáls- legan klæðnaðinn sem áhöfnin notaði. Þótt hann hefði gefið hverjum og einum af áhöfninni skæri og rakhnif myndu þeir enn stöðugt vera órakaðir og úfnir. Því þeir voru mestmegnis frá Miðjarðarhafslönd- unum og kaþólikkar. Hann brosti að þessari hugmynd, en Húgenottarnir fjórir stóðu þarna broslausir. Það hefði þurft snjallann mann til að lesa vináttu eða hatur í augum þeirra. — Herra minn, sagði Le Gall. — Tíminn er lengi að líða og við höfum ekkert að gera. Svo við höfum komið til að spyrja yður hvort þér vilduð vera svo vænn að taka okkur í áhöfnina. Þér sáuð mig stýra skipinu í gegnum sundin, ég hef verið tíu ár á sjónum. Eg var góður seglamaður og ég get komið að gagni núna. Það sama á við þessa hina hér, því við vitum að nokkrir manna yðar særðust við La Rochelle og hafa ekki enn getað tekið til starfa. Vinir mínir og ég gætum komið í þeirra stað. Hann kvnnti hina: Bréage skipasmiður, Charron félagi hans i fisk- verzluninni í La Rochelle, sem hafði einnig verið seglamaður og Marengouin, tengdasonur hans, sem var gersamlega mállaus, 'en ekki heyrnarlaus og eins og altir hinir, hafði hann um hrið verið iétta- drengur á verzlunarskipi, áður en hann snéri sér að fiskveiðum. — Við erum fyllilega heima um borð i skipi og okkur dauðlangar að komast upp i seglin og gera eitthvað. Augnaráð Le Gall var stöðugt og hiklaust og Joffrey de Peyrac myndi aldrei gleyma því að liann hafði stýrt Gouldsboro gegnum erfið sundin við La Rochelle og ef einhverntíman ætti að tengja ein- hvern hlekk miili skipsins og mótmælendanna mundi þar örugglega vera Le Gall að verki. Samt hikaði hann lengi áður on hann kallaði á bátsmanninn og bar undir hann uppástumguna. Það var öðru nær en að dvergurinn væri jafn svartsýnn og hús- bóndi hans, Gretta, sem átti að þýða bros færðist yfir andlit hans, Þar sem hann hallaði sér upp að gylltu handriðinu fann hann sér um megn að hafa augun af ljósrákinni, sem blasti við á aðalþilfarinu, undan dyrunum, þar sem mótmælendurnir voru til húsa. Angelique var þar á meðal þeirra, bjó hjá þessu fólki, sem hann fann svo greini- legan illvilja streyma frá. Var hún með þeim móti honum? E'ða var hún alein eins og hann, milli tveggja heima, átti hvorki heima þar né hér? Allt var orðið almyrkt. Sjóliðarnir voru að kveikja á kyndl- um og luktum og Abdullah lá þarna á hnjánum og blés í glæðurnar undir leirpottunum með varkárum hreyfingum, hins írumstæða manns, sem gætir eidsins eilífa. Hafið, sem nú sást ekki nema ógreinilega var þrungið hinum þunga, dapurleika norðursins, þessum áþreifanlega kvíða, við endimörk jarð- arinnar, sem hlaut að hafa gripið vikingana og alla aðra, sjómenn, sem höfðu verið svo fífldjarfir að sigla hér. Það stafaði ekki lengur hætta af ísnum, ekkert benti til storms. Samt var Joffrey de Peyrac kvíðafullur og i uppnámi. 1 fyrsta skipti á öllum sjómannsferli hans var eins og skipið heyrði honum ekki lengur til. Það var geí'ði um það þvert, sem skipti því í tvennt. Jafnvel menn hans voru órólegir, þvi þeir skynjuðu að húsbóndi þeirra var áhyggjufullur og honum var um megn að fylla þá sjálfstrausti á ný. Hann hafði þegar borið að mörgum krossgötum í lífinu, þar sem einn þáttur endaði og hann varð að velja sér nýja braut og byrja upp á nýtt. En í djúpum hjarta síns vissi hann að hann hafði í rauninni aldrei byrjað á nýjan leik, aðeins haldið áfram eftir ákveðnum stíg- um, sem hann öðlaðist smám saman ríkari skilning á. En í hvert skipti hafði hann orðið að kasta frá sér gömlum lifnaðarháttum á sama hátt og snákur varpar af sér gamla hamnum, og orðið að skilja eftir allt það sem hann var orðinn háður og alla sina vini. Að þessu sinni yrði hann að senda Abdullah aftur heim á eyðimörk- ina, því hann myndi aldrei geta lifað á norðlaegum skógarslóðum. Svo Jason yrði að fara með honum aftur tii gullinna stranda Miðjarð- arhafsins, ásamt gamla undralækninum Abd-el Mechrat. Abdullah hafði verið honum árvakur varðmaður og hafði mörgum sinnum bjargað lifi hans. Hann virti venjur húsbónda síns og bar lotningu fyrir þeim eins og heilögu orði. — Finn ég nokkurntiman Móhíkana til að gera mér kaffi? Nei. áreiðanlega ekki! Þú verður að vera án Framhald á bls. 30. 9. tw. yiKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.