Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 20
EKKIVEPDUR ÓFEIGUIM Í HEL KOMID
SMS
Þjóðverji númer þrettán
Innýfli Michaels Gladychs herpt-
ust saman af beiskum ótta er
kúlurnar rifu sig í gegnum vængina
og eldsneytisgeyminn ó gömlu Mor-
ane-orrustuflugvélinni hans. í spegl-
inum fyrir framan sig sá hann rauS
skotleiftrin kringum gula trjónu ó-
vinarins, sem var af gerðinni Mess-
erschmitt 109, er hann nálgaðist til
að gera út af við bráðina. Morane-
vélin skalf er kanónukúla sprakk í
stélinu og hætti að láta að stjórn.
Flugvélin var nú varnarlaus og
á valdi Þjóðverjans. Gladych lok-
aði augunum og beið dauðans . . .
Hann var Pólverji. í september
1939 hafði hann um þriggja vikna
skeið barizt frækilegri en vonlausri
baráttu í háloftunum yfir Póllandi,
þegar hinn aumkunarlega smái,
pólski flugher reyndi að stemma
stigu fyrir ofurefli þýzka Luftwaffe.
Þegar vörn pólska hersins brast,
komst hann undan til Rúmeníu og
þaðan til Frakklands, og þar hélt
hann baráttunni áfram í franska
flughernum. í þeim flugher var
hann ennþá þennan dag, þriðja
júní 1940, er hann húkti í flug-
mannssæti Morane-orrustuflugvélar
sem Messesschmitt var að skjóta í
mask.
Skyndilega dró úr hinni banvænu
skothríð. Gladych opnaði augun og
leit upp. Óvinurinn hafði dregið
hann uppi og flaug nú samsíðan
honum, svo að aðeins fáein fet
voru á milli vængbroddanna.
Gladych sá hvert smáatriði: and-
lit flugmannsins sem glotti til hans
undan flughjálminum, rákirnar á
flugvélarskrokknum í blágráum
felulit, svarta og hvíta krossana og
fleira en það. Talan 13 var máluð
stórum stöfum á eldsneytisgeyminn
rétt neðan við flugmannsklefann.
Þá skeði það ótrúlega: þýzki
flugmaðurinn veifaði. Hann veifaði
og ruggaði flugvél sinni í kveðju-
skyni, beygði síðan frá og upp í
sumarmóðuna.
Gladych var furðulostinn, er hann
baxaði til flugvallar síns á stór-
laskaðri Morane-vélinni. Hann hafði
fulla ástæðu til að hata Þjóðverja;
þýzk sprengja hafði banað fjöl-
skyldu hans í Varsjá. En nú hafði
þýzkur flugmaður haft hann ger-
samlega á valdi sínu — og gefið
honum grið! Þesskonar háttalag
hafði Pólverjinn talið óhugsandi úr
þeirri átt.
Kannski var gátan ekki svo erfið
sem hún virtist í fljótu bragði. Ef
til vill hafði Þjóðverjinn verið orð-
inn skotfæralaus ....
Á næstu vikum óðu Þjóðverjar
yfir Frakkland og Gladych gerðist
fljótlega flóttamaður einu sinni enn.
í þetta sinn lá leiðin til Englands.
Atvik þetta seig smám saman
niður í undirmeðvitund hans og
var hálfgleymt er það rifjaðist upp
að nýju í marz 1942. Gladych, sem
þá var orðinn flugliðsforingi og
staðsettur í Manston i Suður-Eng-
landi, kom inn á barinn í matsal
liðsforingjanna og heyrði hóp flug-
manna ræðast við um loftorrustu,
sem háð hafði verið yfir suður-
ströndinni nokkrum dögum fyrn.
Spitfire-flugvélarnar frá Manston
höfðu náð saman við þýzkar orr-
ustu- og sprengjuflugvélar, sem
komnar voru til skyndiárásar á
Southend.
Einn flugmannanna tæmdi kollu
sína í botn og skellti henni á borð-
ið. ,,Ég hélt að þetta yrði mitt síð-
asta," lýsi hann yfir. ,,Ég var ný-
búinn að sprauta eina 109 þegar
mér varð litið í spegilinn — og er
þá ekki annar andskotans þýzkari
kominn aftan að mér. Það kvikn-
aði í hjá mér og ég ætlaði að
koma mér út, en gat þá ekki lyft
hlífinni. Þá átti ég ekki annars kost
en sitja og bíða eftir endalokunum.
En . . . hvað haldið þið að hafi
komið fyrir?
Þjóðverjinn kom á hlið við mig
Framhald á bls. 33.
Gæti hann ekk
Hægt og með harmkvælum kom
Alexei Maresjef lautinant aftur til
meðvitundar. Þegar hann opnaði
augun, varð fyrir þeim smáblettur
af fölum himni, sem grillti í furu-
toppana hátt uppi.
Maresjef vék höfðinu til með
erfiðismunum, en sá ekkert um-
hverfis nema snjó og furutré. I
fyrstu var honum hulið hversvegna
hann lá þarna á hryggnum í snæ-
þöktum skógi.
Svo vitjaði minnið hans á ný. —
Þetta var í apríl 1942. Hann hafði
á Jak-orrustuflugvél sinni farið í
leiðangur með sveit 11 júsjín-
sprengjuflugvéla til árásar á flug-
völl Þjóðverja við Staraja Rússa í
Vestur-Rússlandi. Hann minntist
þess að hafa skotið niður tvær stór-
ar flutningaflugvélar af gerðinni
Junkers 52, sem reynt höfðu að
taka sig upp af flugvellinum.
Þá kom allt í einu heil skriða af
þýzkum orrustuflugvélum af gerð-
inni Messerschmitt 109 eins og
þruma úr heiðskíru lofti og skaut
rússnesku flugsveitina í mask.
Kúlur rufu sig í gegnum orrustu-
flugvél Maresjefs. Vélin hóstaði og
drap á sér og flugvélin hrapaði í
20 VIKAN 9-tbl-