Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 41
dag. Of seint? Ef svo hafði ver-
ið var þetta áreiðanlega eitthvað
sem hann gat ekki ský'rt frá. Og
hann myndi ekki vita hver hefði
tekið það, hver hefði leikið á
Lucille og komið henni til að
ljóstra því upp að hún hefði
þetta. En Lucille varð að deyja,
því hún vissi hver hafði leikið
á hana. Annaðhvort var þetta
vandlega skipulagt frá upphafi,
eða það var morð af skyndilegri
hvöt og afgangurinn síðan leik-
inn eftir eyranu.
Hann sagði við sjálfan sig að
þetta væri allt of veikburða, en
samt fannst honum það á ein-
hvern hátt rétt. Það gaf honum
einhvern fiðring í hnakkann. Og,
hugsaði hann, þetta er athyglis-
vert rannsóknartæki, hnakkinn
á manni.
Hann sá fyrir sér konuna sem
gekk ofan yfir sandinn og óð út
í vatnið, en allt í einu varð þessi
mynd allt of raunveruleg og
hann sá Barböru í staðinn fyrir
Lucille, hann rifjaði upp fyrir
sér smáatriði, hvernig hár henn-
ar bylgjaðist við hálsinn fyrir
neðan eyrað, að þokkafullu og
tígulegu göngulaginu.
Hann settist snöggt upp og
hristi þetta af sér. Þetta var
ekki rétti tíminn fyrir svona
hugsanir. Horne stúlkan sýndist
yngri en árin sögðu til um, en
þó um leið sérkennilega hlédræg
og óviss um sig. Hún var ekki
hamingjusöm og hafði ekki verið
það áður en þetta gerðist. Hann
fann á sér að hún átti of auðvelt
með að verða tilfinningum sín-
um að bráð. Hún mundi ekki
leika neina lady.
Hann leit á úrið. í stað þess
að byggja barnalegar skýjaborg-
ir um ungfrú Barböru, væri hon-
um sæmra að eyða frítímanum
í að skipuleggja heimsókn sína
til Skip Kimbertons.
Að beiðni Skip Kimbertons fór
Guz Hernandez fram í eldhúsið
í piparsveinsíbúð Skips, efst í
Kimberlandbyggingunni og
blandaði í tvö glös. Hann bar
þau aftur inn í setustofuna og
rétti Skip annað. Þetta var rúm-
góð stofa, klædd ljósum viði.
Skip sat í djúpum leðurstól og
hvíldi fæturna á stórum skemli.
Það var barr á buxunum hans
og þornaður aur á veiðistígvél-
unum. Andlit hans var tekið og
hrukkótt af þreytu.
Um leið og Guz dreypti á glas-
inu sínu sagði hann: — Það sem
mestu máh skiptir nú Skip er
að útvega peningana og við verð-
um að íhuga möguleika ...
— Það sem mestu máli skiptir
er að slappa af, Gussi. Hafðu
ekki áhyggjur. Við gröfum upp
aurana.
— En ég vil eindregið ráð-
leggja þér að....
— Báðleggðu mér á morgun.
Guz andvarpaði: — Hvar hef-
urðu verið í allan dag?
Skip reis hægt upp úr stóln-
um og teygði úr sér. — Ég
skrapp til Burgentown, þangað
sem ég átti heima, þegar ég var
strákur. Ég hef ekki komið þang-
að síðan ég lagði af stað út í
heiminn, fyrir tuttugu árum. Það
stendur ennþá reykháfurinn og
spýtnabrak, þar sem hlaðan fauk
um. Allur staðurinn er á kafi í
þyrrkingsvíði og elri og berja-
runnum. Ég skildi bílinn eftir
og gekk um sveitina allan dag-
inn, Guz.
Hann gekk hægt inn í stóra
svefnherbergið og Guz á eftir
honum. Hann lagði frá sér glas-
ið á náttborðið og tók að hneppa
frá sér ullarskyrtunni. — Fimm
krakkar og ég var í miðjunni og
nú er ég sá eini sem eftir er.
— Skip, þegar við tölum sam-
an á morgun vil ég að þú gerir
þér ljóst að skattayfirvöldin eru
eins og tré, fullt af haukum,
sem stara á einn kjúkhng. Við
höfum ekki efni á að reyna
neitt....
— Á sumrin gat maður tek-
ið stangasápustöng og farið nið-
ur að tjörninni, sem var svört
eins og blek, undir stórinn viði.
Vatnið var ískalt allt sumarið.
Það var handdæla í eldhúsinu og
á veturna varð að hita vatnið
í fötum, á eldstónni, og heha
því í járnbala. Það var of um-
svifamikið að gera þetta oft,
svo þegar kom fram á vorið var
daunninn í þessu litla húsi af
olíu, svínafitu og fólki, svo þykk-
ur að það hefði verið hægt að
skera hann í sneiðar og steikja
hann. Á veturnar, í skólanum
varð ég að hafa vit á að standa
hlémegin við stúlku, ef ég hafði
augastað á henni. Hann tíndi
hægt af sér fötin og kastaði þeim
í svínsleðurskörfu, í afkima inn-
ar af svefnherberginu. — Einu
sinni að vetri til fékk ég tann-
pínu og þegar ég beið í biðstofu
tannlæknisins rakst ég á eitt af
þessum húsbyggingatímaritum
og þar var tveggja síðu litmynd
af stærsta og fallegasta bað-
herbergi, sem ég hef nokkru
sinni séð. Þá sagði ég við sjálfan
mig að einhverntíma skyldi ég
eignast jafnvel betra baðherbergi
en þetta, með stöflum af mjúk-
um, hvítum handklæðum og
stórum mjúkum burstum, með
löngum handföngum og stórar
stengur af vellyktandi sápu og
þá ætlaði ég að leggja mig í
bleyti í sápu og bursta mlg,
þangað til ekkert væri eftir nema
rauð, aum paran, á hverju ein-
asta kvöldi, allan veturinn. Hann
tæmdi glasið og lagði það frá
sér. Hann yggldi sig á Guz: —■
Það er einkennilegt að hugsa sér
að allt sem ég hef gert á æv-
inni hefur sennilega verið að-
eins til þess að ég gæti átt bezta
baðherbergið í þremur sýslum.
Blandaðu aftur í glösin Gussi.
Framhald í næsta blaði.
DANISH
GOLF
Nýr stór! góáur
smávindill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
Smávindill,sem ánægj a er ad kynnast.D ANISH GOLF
er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kauþid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.þakkanum.
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK
9. tw. VIKAN 41