Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 22
<5jorœnmgum
FRAMHALDSSAGAN 12. HLUTI
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - TEIKNING BALTASAR
>¥"¥+-¥-¥-¥-¥¥-¥¥¥-¥¥¥¥*¥-¥¥¥'¥"¥¥¥'¥"¥¥'¥'¥¥¥-¥¥'¥'¥'¥¥'¥¥¥'¥¥"¥-¥¥-¥-¥¥"F¥-¥¥'-F¥"¥-¥-¥¥'¥¥-¥-¥-¥¥-¥¥¥"¥¥¥¥¥¥¥-¥¥-¥¥-¥-¥-¥-¥-¥-¥-¥¥¥'¥¥¥¥'¥-¥¥-¥¥"¥¥1-¥¥-
- Ö, ASNINN ÞINN! HRÓPAÐI ANGELIQUE OG MISSTI STJÖRN Á SÉR. - BERTILLE HÆTTU
ÞESSU UNDIR EINS EÐA ÉG SKAL TALA VIÐ PABBA ÞINN UM ÞAÐ.
•¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥:¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥-¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥■¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥
Angelique sagði alls ekkert og lét sem hún hefði ekki heyrt til þeirra.
Loks kjöguðu konurnar burt, til að hengja upp árangurinn af striti
sínu. Þær urðu að nota sér sem bezt siðustu stundirnar af skæru sól-
skini, sem áður en langt um liði myndi víkja fyrir norrænni nótt,
sem breytti venjulegu röku pilsi í frostplötu úr stáli, en á daginn,
þegar himinninn var skafheiðríkur var sólin undarlega heit og fljót að
þurrka þvottinn.
— En hvað það er heitt! hrópaði hin unga Bertille Mercelot og tók
af sér biússuna.
Og þegar höfuðbúnaðurinn hennar aflagaðist reif hún hann af sér
líka og hristi úr gullnum lokkunum.
— Sólin er svona heit af því að við erum komin að útjaðri heims-
ins, og nærri útaf! Hún steikir okkur lifandi! Hún rak upp skrækan
hlátur. I gegnum ermastuttan undirkjólinn mátti glöggt sjá vel lög-
uð brjóstin og herðarnar, sem enn voru barnslegar, en þó ávalar og
þéttar.
Angelique sem stóð djúpt hugsi aðeins nokkur skref í burtu leit á
ungu stúlkuna.
— Einhvern veginn svona hlýt ég að hafa litið út, þegar ég var
sautján ára, sagði hún við sjálfa sig.
E'in af vinkonum Bartille fylgdi fordæmi hennar undir eins, þreif
af sér blússuna og ullarpeysuna, sem hún bar undir. Hún var ekki
eirts falleg og dóttir Mercelots, en hún var þrýstin og hafði þegtu:
kvenmannsvöxt. Undirkjóllinn hennar var mjög fleginn svo brjóstin
stóðu nærri upp úr honum.
— Ó, mér er kalt, hrópaði hún. — Sólin er dásamleg og heit, en
samt er loftið kalt um leið.
Hinar stúlkurnar hlógu ofurlítið vandræðalega til að hylja ófram-
færni sina og öfund.
Angelique sá að Severine starði á hana, eins og hún vænti hjálpar.
Þessi dóttir Berne var yngri en hinar og hegðun þeirra fékk mjög á
hana. Hún hélt þykkri, svartri peysunni þétt að barmi sér í mót-
mælaskyni. ,
Allt í einu fann Angelique að eitthvað óvenjulegt var á seyði og
þegar hún sneri sér við tók hún eftir Máranum.
Abdullah stóð þarna og hallaði sér fram á silfurmúskettuna og horfði
á stúlkurnar með þeim svip, sem enginn nema barn gat komizt hjá
að skilja, né heldur var hann sá eini sem laðaðist að því sem þarna
fór fram. f 11 . í.f..at!llMÍ
\\ ív!
Þó nokkrir úr áhöíninni höfðu fikrað sig eins nálægt og þeir gátu,
án þess að því væri veitt allt of mikil athy-gli. En krypplingurinn hafði
augun hjá sér og var fljótur að senda þá aftur þangað sem þeir áttu
að vera. Svo leit hann í áttina til kvennanna með hatur í augum,
hrækti til þeirra og gekk burt.
Abdullah var grafkyrr, eini karlmaðurinn sem nú var i nánd. And-
lit hans var eins og á afrískri guðamynd, þar sem hann mændi á það
sem hann þráði, þessa ljóshærðu stúlku, sem hann hafði starað á í
nokkra daga, með þrá sem var ennþá magnaðari fyrir það að henni
hefði nú svo lenigi verið ósvalað á sjónum.
22 vncAN 9-tbl-
Angelique sá að hún var sú eina fullorðna í hópi Þessara krakka-
kjána og að hún yrði að snupra þá.
— Klæddu þig í aftur, Bertille, sagði hún hörkulega. — Og þú lika,
Rakel. Ég veit ekki hvað þið eruð að hugsa að afklæðast svona út á
þilfari.
— En það er svo heitt, hrópaði Bertille og glennti upp sakleysis-
leg, blá augun. — Okkur hefur verið svo kalt fram til þessa að það
er ekki nema sjálfsagt að bæta sér það upp.
— Það er ekki það sem ég á við. Þið komið karlmönnunum til að
stara á ykkur og það er ekki ákaflega ógáfulegt.
— Karlmönn.unum ? Hvaða karlmönnum? mótmælti stúlkan meö
hárri, skrækri röddu, sem hún brá stundum fyrir sig. — Ö, honum,
sagði hún eins og hún hefði ekki tekið eftir Abdullah fyrr.
— Ó, hann ...... og hún rak upp silfurklingjandi hlátur.
— Honum finnst ég íalleg, ég veit það. I hvert skipti sem við hitt-
umst uppi á þilfari, kemur hann og reynir að komast eins nálægt mér
og hann getur. Hann hefur gefið mér litlar gjaíir; ég er búin að fá
festi með glerperlum og litinn silfurpening ....... Ég held að hann
haldi að ég sé gyðja. Mér íinnst gaman að því.
— Þú hefur rangt fyrir þér. Hann heldur að þú sért nákvæmlega
það sem þú ert....... Hún þagnaði til að æsa ekki Séverine og yngri
stúlkurnar. Þær voru allar svo óþroskaöar þessar stúlkur, aldar upp
á bibliunni og vel gætt fram til þessa, innan um þykka veggi sinna
mótmælenda heimkynna.
— Klæddu þig, Bertille, sagði hún höstuglega. — Trúðu mér til,
þegar þú hefur öðlazt svolítið meiri lifsreynslu geturðu betur skilið
hvað þessi aðdáun hans táknar og þá roðnarðu af smán yfir hegðun
þinni.
Bertille beið ekki eftir að öðlast meiri lífsreynslu, til að roðna upp
í hársrætur. Hún var svo reið að laglegt andlit hennar afmyndaðist
og hún setti stút á varirnar, þegar hún svaraði:
— Þú segir þetta bara af þvi að þú ert afbrýðissöm ....... Af því
að hann horfir á mig en ekki þig .......... Þvi í fyrsta skipti á ævi
þinni ertu ekki sú fallegasta á staðnum, Dame Angelique; bráðum
verð ég talin fallegri en þú, jafnvel af mönnum sem dást að þér núna.
Stjáðu, ég skai sýna þér hvað ég met ráðleggingar þínar mikils. Hún
snéri sér snöggt að Abdullah og sendi honum heillandi bros svo skein
í fallega lagaðar, perluhvítar tennurnar.
Márinn tók að nötra. Augun glömpuðu og hann bretti grönum til
svars við brosi hennar.
— Ó, asninn þinn! hrópaði Angelique og missti stjórn á sér. —
- Bertille hættu þessu undir eins eða ég skal tala við pabba þinn um
það.
Ógnunin hreif. Maitre Mercelot tók siðferði og sómasamlega hegðun
mjög alvarlega og var mjög strangur, þar sem hin elskaða dóttir
hans var annars vegar. Hún tók blússuna upp aftur. Rakel hafði klætt
sig í um leið og Angelique bað hana fyrst um það, þvi eins og allar
hinar stúlkurnar í þessum litla hóp, bar hún fullkomna virðingu fyr-
ir þjónustustúlku Maitre Berne. öllum stúlkunum fannst að þessi
skyndilega ósvífni Bertille í hennar garð hefði' næstum verið helgi-
spjöll.