Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 8
Eftir að sjónvarpstæki komu inn á heimilin hefur mikið mætt á sófasettinu og sérstak- lega örmunum. En Belló sófasettið er með heilum teakörmum og varna þess vegna áklæðinu frá sliti. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Nýja Bólsturgerðin Laugavegi 134 - Sími 16541 LlLAUPÁRSDAGINN eig- * ■ um við að þakka Sesari, þeirri fyrirferðarmiklu sögu- persónu. Aður höfðu Róm- verjar reiknað árið út eftir tunglinu, en til að fá það til Að koma heim og saman við sólarárið, bættu þeir við það dögum endrum og eins. En þetta höfðu þeir til þessa gert án nokkurs skipulags, svo að á Sesars dögum voru þeir orðnir svo ruglaðir í ríminu að nýársdag bar upp á um vorið, en vorið kom á hinn bóginn ekki fyrr en liðið var fram á haust. Svoleiðis tíma- villu sætti Sesar sig auðvitað ekki við og fékk til stjörnu- fræðing frá Alexandríu, Sósí- genes að nal'ni, að hjálpa sér til að lagfæra það. Iíið nýja tímatal, sem þeir félagar iögðu fram, var kallað hið júlíanska eftir ættarnafni Sesars. lú LÍANSKA tímatalið *“■ gekk í gildi árið 45 fyrir Krist, og til að leiðrétta tíma- skekkjuna var það ár lengt upp í hvorki meira né minna en 446 daga. Samkvæmt júlí- anska tímatalinu skyldi árið vera 865 dagar og hlaupár fjórða hvert ár. Sesari til æru var svo einn mánuðurinn kall- aður eftir honum; látinn heita júlíus (júlí), og sá næsti var síðar skírður eftir eftirmanni hy E S SI leiðrétting tímatals- * ins var að vísu til mik- illa bóta, en reyndist þó ekki nægileg þegar fram liðu stundir. Árið 1582 lét því Gregór páfi þrettándi gera þá viðbótarleiðréttingu, að hlaupársdeginum skyldi slepjrt tuttugasta og fimmta hvert hlaupár, það er að segja síðasta ár hverrar aldar, nema því aðeins að fyrstu tveir stafir ártalsins væru deilan- legir með tölunni 4. Árið 1600 var því hlaupár og árið 2000 verður það einnig, ef heim- urinn skyldi lifa ]jað, en 1700, 1800 og 1900 eru það ekki. Við útreikninga sihia naut Gregór stuðnings stjörnu- fræðings frá Napólí er Luigi Lilio Ghiraldi hét, og þýsks stærðfræðings og jesúíta að nafni Kristófer Olavíus. Þótt svo að þessir tveir heiðurs- menn hafi sjálfsagt borið hit- ann og þungann af verkinu, var páfanum gefin dýrðin, svo að hið endurbætta tíma- tal er að jafnaði kennt við hann og kallað Iiið gregórska. Hafa nú allar kristnar Jrjóð- ir tekið það upp, þótt þær yrðu misfljótar til þess, hin- ar síðustu 1923. hans, Ágústusi keisara. Allir hinir mánuðirnir heita einnig latneskum nöfnum. 8 VIKAN 9-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.