Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 33
IMIátir vclia Kalsvaru ÞEGAR HÚN VELUR - ER VARAN FRÁ VAL ÍSSÖSA SVESKJUMAUK APPELSÍNUSAFI JARÐARBERJASULTA BLÖNDUÐ ÁVAXTASULTA IIAIUR EFNAGERÐ Kársnesbraut 124 - Kópavogi Ég verð að halda ... Framhald af bls. 19. ur, því að blóð úr höfuðsári streymdi ofan í augu hans. Garnett var særður og dasaður, en kom sér þó aftur í sætið. Þegar flugbáturinn komst aftur í kastfæri, var hann reiðubúinn til að þrýsta á sprengjugikkinn. í þetta sinn gekk allt að óskum. Djúpsprengjurnar hrundu niður undan vængjunum og sekúndu síðar gusu vatnssúlur upp úr sjónum umhverfis kafbátinn. Mik- il sprenging varð á þilfarinu og sveppur úr eldi spratt upp úr því. Að fáum andartökum liðnum var kafbáturinn horfinn sýnum í ólgandi hafið. Garnett leit á Cruikshank. „Allt í lagi, flugstjóri?" spurði hann. Cruikshank svaraði engu. Hann starði beint framundan, andlitið fölt, gljái í augum. Skyndilega féll hann fram á ásjónu sína. Appleton og Fidler komu frameft- ir og báru hann aftur í og lögðu hann til hvílu rétt framan við kol- brunninn eldsneytisgeyminn. Fætur hans voru rifnir og tættir af kúlu- brotum. Skotliðarnir tveir fóru í örvænt- ingu að veita flugstjóranum fyrstu aðstoð og stöðva blóðrennslið úr sárum hans. Þá kom Appleton auga á dökkan blett á skyrtubrjósti Cruikshanks. Hann reif dúkinn í sundur og sá sér til skelfingar að bringa flug- stjórans var alsett djúpum sárum eftir kúluflísar. Appleton bjó um sár hans sem bezt hann kunni og hugðist svo gefa honum morfínsprautu. Þá lauk Cruikshank upp augunum. „Ekkert morfín, Johnny," tautaði hann. ,,Ég verð að halda mér vak- andi . . . ef eitthvað skyldi fara úr- skeiðis." Klukkustund leið og önnur í við- bót. Cruikshank leið sárar þjáning- ar. En hann neitaði morfínspraut- unni. Þeir höfðu farið yfir heim- skautsbauginn og stefndu nú suður á bóginn. Garnett sat við stýrið, veikur og máttvana af eigin sár- um, og háði hörkubaráttu við að halda löskuðum flugbátnum á lofti. Til að létta á farkostinum, henti áhöfnin útbyrðis byssum, skotfær- um og öðru lauslegu. Að loknu flugi í hálfa sjöttu klukkustund sáu þeir land framund- an. Það var Herma Ness, nyrsti höfði Hjaltlandseyja. Eftir tuttugu mínútna flug í viðbót voru þeir yfir Sullom. En það var ennþá dimmt. Dögunin kæmi ekki fyrr en eftir klukkustund. Appleton fór aftur í og sagði Cruikshank að þeir væru að koma heim. ,,Komið mér fram í," skipaði hann veikum rómi. Hann vissi að Garnett hafði litla reynslu í að lenda að næturlagi. Appleton og Fidler báru særða manninn fram f stjórnklefann og komu honum fyrir f flugmannssæt- inu,- fóru að eins varlega og þeim var unnt. „Við verðum að lenda á þurru, annars sekkur hún," sagði Cruik- shank við Garnett. Þótt hann væri sárþjáður, rétti flugstjórinn út hendurnar, greip um stýrisstangirnar. Varfærnum hreyf- ingum beygði hann Catalínunni inn yfir Sullom Voe og mjakaði henni niður, þumlung eftir þumlung. Þegar flugvélin snerti öldurnar, skvettist sjórinn inn um splundraða vindhlífina. Garnett gaf fullt bensín þegar Cruikshank beygði upp að ströndinni. Katalfnan var þegar langt komin með að fyllast af sjó, sem streymdi inn í gegnum gfnandi götin eftir sprengikúlurnar. Vélarnar skræktu f mótmælaskyni þegar þessi stóra flugvél mjakaðist áfram síðustu metrana. Það urgaði f málmi og sandi, sfðan rykktist flugbáturinn til og nam staðar. Þeir voru komnir upp í fjöru. Cruikshank var sér þess óljóst meðvitandi að hann var borinn út úr flugvélinni. Hann var lagður á börur og sá þá sem f móðu andlit yfirlæknis skvadrónurnar sem laut yfir hann. Svo sagði morfínið til sín og algleymið tók við . . . [ dag taka viðskiptamenn Nation- al and Grindleys Bank í Aden eftir einum starfsmannanna öðrum frem- ur. Þetta er hávaxinn Skoti, gengur með gleraugu, eru um hálffimmtugt og sterklega byggður. Hann ber það með sér að þar sé á ferð mað- ur, sem hægt sé að treysta gegnum þykkt og þunnt. Hann segir aldrei margt. Sumir myndu meira að segja kalla hann önuglyndan, dæmigerð- an „afundinn Skota." En þannig hefur John Alexander Cruikshank, V. C., alltaf verið. ÞjóSverji númer 13 Framhald af bls. 20. og veifaði. Hann kom svo nærri, að ég sá númerið á geyminum hjá honum. Furðulegasti andskoti sem maður hefur nokkurn tíma lent f. . .." Gladyck tók fram í: „Mannstu númerið?" „Já," svaraði flugmaðurinn. „Það var 13 . . . eða hversvegna spyrðu?" Næstu vikurnar heyrði Gladych nokkrar sögur af fræknum flug- manni þýzkum, djörfum manni sem átti það til að ráðast einn til atlögu við brezkar flugsveitir og vægði stundum andstæðingi f illa laskaðri flugvél. Og númer þessa áss var alltaf hið sama — 13, málað hvftt. Þann fimmta júnf 1942 fór Spit- fire-skvadrónan, sem Gladych var f, f leiðangur inn yfir Frakkland. Yfir Lille rákust þeir á stóra sveit þýzkra flugvéla af gerðinni Messer- schmitt 109. Gladych komst aftan að einni þeirra og elti hana nærri því niður að yfirborði jarðar. Þjóð- verjinn, sem ekki veitti eftirförinni athygli, flaug beint áfram. Skot- hryðja úr kanónu Gladych batt enda á feril hans. Messerschmitt- vélin skar með vængjunum niður heila röð af trjám og sundraðist svo í gífurlegri sprenginu. Gladych beindi riú Spitfire sín- um , krappa beygju upp á við, en í sömu svipan sprengdi kanónu- kúla þakið aftan af stjórnklefanum. Loftstraumurinn — þrjú hundruð míl- ur á klukkustund — reif af Pól- verjanum súrefnisgrímuna og knúði kæfandi blástur niður í lungu hans. Hann bjóst við banaskotinu á hverri sekúndu. En það kom ekki. Þess í stað kom Þjóðverjinn á hlið við hann, vaggaði sér, beygði síðan frá og flaug á brott. En ekki fyrr en Gladych, hálfkæfður, hafði séð töluna 13 málaða í hvítu á eldsneytisgeyminn .... Þegar Gladych hökti heimleiðs yfir Ermasund, fann hann til undar- legrar fagnaðarkenndar. Þetta hafði verið álíka og að hitta aftur gamlan vin. Tvívegis hafði Þjóðverjinn átt ráð á lífi hans og tvívegis hafði hann þyrmt því. I næsta sinn kemur röðin ef til vill að mér, hugsaði Gladych. Kannski yrði hann fær um að end- urgreiða skuldina . . . Það tækifæri fékk hann áttunda marz 1944. Gladych, sem þá hafði verið flutt- ur yfir í bandaríska flugherinn, flaug þá Thunderbolt-orrustuflug- vél í fylgdarsveit, sem verndaði mikinn flota sprengjuflugvéla í loft- árás á Berlfn. í námunda við Hannover réðist sveit þýzkra orrustuflugvéla af gerðinni Focke-Wulf 190 á sprengju- flugvélarnar. Thunderbolt-vélarnar slepptu varageymum sínum og sner- ust gegn óvinunum. Gladych skaut niður eina þýzku flugvélina og elti aðra í átt til jarð- ar. Hann skaut, og Focke-Wulf-vél- in splundraðist í Ijósum loga. Gladych leit um öxl: tveir aðrir Þjóðverjar voru á eftir honum. Flugvél hans þaut á öskrandi ferð steinsnar ofan við yfirborð jarðar, og munaði minnstu að belg- urinn strykist við tré og limgerði. Focke-Wulf-vélarnar drógu stöðugt á hann. Gladych var kominn nærri þroti með eldsneyti og skotfæri. Það var vonlaust fyrir hann að skjóta sér braut í burtu. Svo fremi að ekki skeði kraftaverk honum til bjargar, yrðu hann og flugvél hans að smástund liðinni brunnin hræ á einhverju enginu fyrir neðan ... En kraftaverkið skeði. ( stað þess að gera út af við Gladych með kanónuskothríð flugu Þjóðverjarnir tveir fram með honum, sinn hvor- um megin. Sveittur af skelfingu hvimaði Gladych augunum til þeirra. Óvinaflugvélin hægra megin hafði töluna 13 málaða á elds- neytisgeyminn.... Flugmaður hennar gaf merki með höndunum, benti niður. Smám saman rann upp Ijós fyrir Gladych — Þjóðverjarnir ætluðu að taka hann til fanga og vildu að hann lenti. „Númer 13" benti fram á við. 9. tbi- VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.