Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 43
■il að þeyta þúsund milljón smá- lestum af vatni í sextán mílna hæð á eínum hundraðasta úr sekúndu.“ Nokkrum dögum áður hafði annar eðlisfræðingur, Paul Har- teck prófessor í Hamborg, skrif- að hermálaráðuneytinu bréf. Þar fullyrti hann að búa mætti til óhemju kraftmikið vopn með því að framkalla ótalcmarkaða keðju- verkun í hentugu og kljúfanlegu efni. Skipunin, sem hinir samanköll- uðu vísindamenn fengu, var stutt og gagnorð: Vinnið eftir hug- mynd Hartecks. Gerið hana að veruleika. Smíðið Foringjanum vopn, er dugi til að tortíma óvin- um Þýzkalands í einu höggi. En þetta var hægar sagt en gert. Til að mynda átti Þýzka- land engar birgðir af hreinu úr- an 235 — efninu sem Harteck hafði talið tilvalið a'ð nota í kjarnorkusprengju — og í jörðu var aðeins til mjög lítið af úrani. Engu að síður lá það ljóst fyrir að vísindamennirnir yrðu að ein- beita sér að því að koma af stað keðjuverkun með því að nota hráúran — og það var aðeins mögulegt með því að hagnýta deulerium oxide, — eða „þungt vatn“, til að hægja á hinum hrað- skreiðu nevtrónum, sem losna við klofninginn. Þetta vakti athygli á nýrri hindrun. Magnið af deuterium oxide í venjulegu vatni er aðeins einn fimmþúsundasti, og það var framleitt í vísindalegum tilgangi á einum stað aðeins í öllum heimi í hinu mikla vatnsaflsiðjuveri nálægt Vémörk í Suður-Noregi. Megin hindrunin í vegi fram- kvæmda var þó algjör vöntun á samræmingu rannsóknanna, sem hafnar voru samkvæml þýzku kjarnorkuáætluninni. Hver eðlis- fræðingur kaus að gera rannsókn- irnar samkvæmt eigin hugsana- línu; af þeim sökum þvældust menn oft óþarfar krókaleiðir í efnarannsóknaslofnun úti um allt Þýzkaland, í Berlín, Leipzig, Múnchen, Hamborg, Kiel og Heidelberg. Engu að síður lagði hermála- ráðuneytið megináherzlu á að sjá vísindamönnunum fyrir þeim hráefnum, sem þeir þurftu á að halda. f árslok 1939 höfðu úran- námurnar við Sankt Joachimslhal i Bæheimi verið svo til tæmdar, og í maí 1940, þegar þýzkar her- sveitir óðu yfir Belgíu, hertóku þær eitt þúsund og tvö hundruð smálestir af úrani, sem flutt hafði verið þangað frá Kongó. Það var því enginn hörgull á úrani. Þungt vatn var erfiðara að útvega. f ársbyrjun 1940 hafði mánaðarframleiðslan í Vémerk- urverinu í Noregi verið kring- um tvö gallón. Þegar Þjóðverjar réðust inn í landið í apríl, var hinum litlu birgðum, sem til voru af þungu vatni, komið undan í skip og til Frakklands; þaðan var það svo flutt til Englands. Þýzku vísindamennirnir reikn- uðu út að nokkurra smálesta af þungu vatni væri þörf til að áællun þeirra mætti heppnast. Haustið 1941 var Vémerkurverið — sem nú var undir stjóm Þjóð- verja — farið að framleiða átta gallón á mánuði. Aðeins smá- ræði af því náði nokkru sinni til efnarannsóknaslöðvanna. Um þessar mundir var Hitler búinn að missa áhugann á kjam- orkurannsóknum. Næstum öll Evrópa var nú undir yfirráðum Þjóðverja. í Norður-Afríku var Rommel ennþá ósigrandi. Wehr- macht var kominn að hliðum Moskvu. Ekki var annað sýnna en stríðinu væri að ljúka með sigri Þjóðverja. Þá kom veturinn hræðilegi 1941—42 — og með honum gagn- sókn Tímósénkós á austurvíg- stöðvunum. Um síðir tók Hitler að gera sér ljóst, að leifturstríð hans gegn Sovétrikjunum hafði mistekizt. Möguleikarnir á alger- um ósigri Þjóðverja virtust að vísu litlir ennþá, en augljóst var að framundan var löng og þreyt- andi barátta — nema ef .... Síðla í desember, skömmu eftir að Hitler hafði útnefnt sjálfan sig sem æðsta yfirmann allra þýzkra herja, voru þýzku kjarn- orkufræðingarnir aftur kallaðir til Berlínar. Þar voru þeir leidd- ir fyrir Albert Speer, hergagna- ráðherra Hitlers. Speer spurði þá vafningalaust, hvort þeir gætu heft kjarnorkusprengju fullgerða eftir níu mánuði. Vísindamennirnir voru hikandi. Með tilraunum sinum til þessa höfðu þeir aflað sér nógu mik- illar þekkingar til að smíða það sem þeir kölluðu ,,úran-tæki“, með því að nota svara (reactor); en risasprengju sem breyta myndi gangi stríðsins Þýzkalandi í hag treystu þeir sér ekki til að lofa. Viðbrögð Speers létu ekki lengi á sér standa. Stjóm kjarnorku- áætlunarinnar var tafarlaust tek- in af hergagnaskrifstofunni og sett undir eftirlit rannsóknastofn- unar þeirrar, er kennd var við Hermann Göring. Maður sá, er gerður var ábyrgur fyrir sam- ræmingu hinna ýmsu liða áætl- unarinnar, var sérfræðingur í el- ektrónum og fáfræði hans í kjamaeðlisvísindum næstum al- ger. Speer átti ekki í neinum erfið- leikum með að taka ákvörðun þessa. Hitler hafði sagt: „Fáið mér vopn er komi heiminum til að skjálfa!“ En Speer vissi að þrátt fyrir þetta hafði Foringinn enga tröllatrú á kjarnorkuvís- indamönnum sínum. Þá bárust út fréttir, sem gerðu að verkum að líta varð á málið í nýju ljósi. Annan des. 1942 tókst hópi bandarískra vísinda- manna undir forustu Enricos Fermis að koma af stað fyrstu keðjuverkuninni. Að baki Ferm- is slóðu hundrað tuttugu og fimm þúsund vísindamenn hvaðanæva að úr hinum frjálsa heimi, sem allir unnu af kappi við tröllaukn- ustu rannsóknaáætlun, sem mannkynið hafði nokkru sinni hafizt handa við. Nafn áætlunar- innar var „Manhattan District", og árangur hennar varð er tímar liðu fyrsta kjarnorkusprengja Bandaríkjanna. Þjóðverjar brugðu nú við hart og á ný var ákveðið, að kjarn- orkuáætlun þeirra skyldi ganga fyrir öllu öðru. En mánuðina á undan hafði þýzku vísindamönn- unum verið orðið ljóst, að þeir kepptu við tímann. Þegar í nóv- ember 1942 höfðu bandamenn gert árangurslausa tilraun til að eyðileggja þungavatnsverið í Vé- mörk. Nítjánda nóvember lögðu tvær svifflugur upp frá Wick í Skotlandi með þrjátíu valda menn úr kommandósveitum flughersins innanborðs. Leiðangurinn endaði með skelfingu, er báðar svifflug- urnar fórust i lendingu í hundr- að og sextíu mílna fjarlægð frá takmarkinu. Aðeins níu komm- andóliðanna komust lífs af, en þeir voru handteknir af Gestapó og teknir samstundis af lífi. Næsta tilraun heppnaðist bet- ur. Sagan af hinum hugrökku norsku skemmdarverkamönnum, sem ollu miklum skemmdum á Vémerkurverinu í febrúar 1943 og sökktu ferju, sem lögð var af stað með allar þungavatnsbirgð- arnar áleiðis til Þýzkalands, er þegar vel kunn. Kvikmynd hef- ur verið gerð af því afreksverki með Kirk Douglas í aðalhlut- verki; hún var fyrir skömmu sýnd hér á landi. Þýð.). Á næstu mánuðum beindu bandamenn loftárásum sínum af miklu kappi að kjarnorkurannsóknastöðvum og úranverksmiðjum Þjóðverja. í ágúst 1944 hafði sú mikilvæg- asta af stöðvum þessum verið flutl út í sveit. Þótt svo að vísindamennirnir hefðu litlar birgðir úrans og þungs vatns, voru þeir sannfærð- ir um að þeir gætu nú smíðað nothæfa kjarnorkusprengju. Tími var það eina sem þeir þörfnuð- ust. En í janúarlok 1945 vissu þeir að þetta var vonlaust. Gagnsókn Þjóðverja í Ardennafjöllum hafði farið heldur vesældarlega út um þúfur. Héðan af gat ekkert bjarg- að Þýzkalandi. En svo nálægt markinu voru vísindamenn þess, að þegar Þriðja Ríkið var sem óðast að molna niður í myrkur og blóð, var afl sá, er sjá átti Hitler fyrir hinu ósigrandi eld- vopni hans — fyrsti kjarnorku- svarinn - þegar reiðubúinn til notkunar í Haigerlock . .. i i DRAUMUR SEM EKKI RÆTTIST. Það var kaldhæðnislegt að draumur Adolfs Hitlers um end- anlegan sigur Þjóðverja — sem átti að vinanst með nýjum og leyndardómsfullum ógnarvopn- um, sem hann mánuðum saman hafði lofað aðþrengdum herjum sínum skyldi að engu verða í eitt skipti fyrir öll á sjálfum af- mælisdegi hans. Þetta átti sér stað klukkan ná- kvæmlega hálf ellefu fyrir há- degi þann tuttugasta apríl 1945, þegar Sherman-skriðdreki brölti inn á aðalgötun í Haigerloch, fallegu svabnesku þorpi í þrjátíu mílna fjarlægð suðvestan við Stuttgart. Á turn drekans var málaður Lóthringenkrossinn hvíti. Honum fylgdu eftir fleiri skröltandi skrímsli sömu gerðar, og löng byssuhlaup þeirra sner- ust hægt til og frá er þeir mjök- uðust eftir þröngri götunni. Þeir voru hinn brynjaði liðsoddur fyrsta hersins franska, og fast á eftir fylgdi skari fótgönguliðs: harðsnúnir, húðdökkir Marokkó- menn. Frökkum var ekkert viðnám veitt á staðnum, er virtist yfir- gefinn. Frönskum undirforingja og fjórum Marokkómönnum var skipað að kanna litlu kirkjuna, sem stóð á hæð ofan við þorpið — til vonar og vara. Þýzkar leyni- skyttur voru sem sé dálítið fyrir það að fela sig í kirkjuturnum. En í þessum turni var enginn háski falinn. Það var ekki fyrr en hermennirnir fóru að rann- saka nágrenni kirkjunnar að þeir rákust á dálítið, sem kom þeim á óvart: háan steinvegg á bakvið hann hurð, sem var felld inn í brattann. Hurðin var úr tré og harðlæst. Eftir skammar bollaleggingar á- kváðu mennirnir að brjótast inn. Sem þeir mölvuðu hurðina með riffilskeftum sínum, heyrðu þeir kór af niðurbældum skelfingar- ópum. Fáeinum sekúndum síðar hrökk hurðin upp og við blasti óvænt sjón: yfir tvö hundruð og fimmtíu gamaimenni, konur og börn, kúrðu dauðskelfd inni í byrgi, sem var um það bil níu- tíu sinnum tuttugu fet að flatar- máli. Þetta aumingja fólk sagði franska undirforingjanum hik- andi að það ætti heima í Haiger- lock og hefði leitað skjóls í byrg- inu þegar flugvélar bandamanna gerðu skotárásir á svæðið skömmu áður. Hinsvegar varð því ekki greitt um svör er Frakk- inn spurði til hvers annars byrg- ið hefði verið notað. Sumir þorps- búa héldu að það væri aðeins loflvarnarbyrgi; aðrir voru helzt á því að það hefði átt að vera vopnageymsla. Frakkarnir ómökuðu sig ekki við að rannsaka málið. Hefðu þeir nennt að líta inn í fáeinar sakleysislega útlítandi, hroð- virknislega gerðar byggingar úr tré, sem voru skammt frá, hefði þeim kannski brugðið hastarlega. Framhald á næstu síðu. 9. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.