Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 16
WILSON VANN
Við sögðum frá því á sínum tíma, að hljómsveitin The Move hefði gefið út póst-
kort með spédrætti af Wilson, forsætisráðherra Breta, í því skyni að auglýsa
tveggja laga plötu sína með laginu „Flowers in the rain“. Wilson kunni að von-
um illa slíku athæfi og stefndi hljómsveitinni og krafðist bóta fyrir ærumeið-
ingu og áttu þær að nema sem svaraði tekjum, sem af plötunni hlytust. Wilson
vann málið og piltarnir í Move urðu að bíta í það súra epli að fá ekki grænan
eyri fyrir plötuna. En Wilson hirti ekki um að eigna sér upphæðina sjálfur, sem
var ekki svo lítil, því að platan seldist í um það bil einnar milljón eintökum. Hann
tilkynnti hljómsveitinni, að peningarnir ættu að renna til einhverrar góðgerðar-
stofnunar — og mætti hljómsveitin ráða, hver stofnunin væri. Þótti flestum
málið farssællega til lykta leitt með þessu móti — og liðsmenn Move láta sér
áreiðanlega þetta frumhlaup að kenningu verða. Nú hafa þeir félagarnir sent
frá sér nýja tveggja laga plötu, og lagið, sem þeir gera sér nú vonir um að
slái í gegn heitir „Fire Brigade“. Og nú er bara að sjá> hvernig hljómsveitin
hefur hugsað sér að haga auglýsingaherferðinni!
Þessir náungar skipa bandarísku hljómsveitina
„Foundations", sem urðu töluvert vinsælir fyrir
lagið „Baby, now that X‘ve found you". Þetta var
fyrsta plata hljómsveitarinnar og hún varð met-
söluplata í hvorki meira né minna en fjórtán lönd-
um. Eins og sjá má er hljómsveitin með hinum
stærstu sinnar tegundar og liðsmennirnir átta eru
af ýmsum kynþáttum, hvítir, gulir, ljósbrúnir og
svartir! Nú hafa þeir sent frá sér aðra plötu með
laginu „Back on my feet again", sem þeir sjálfir
telja miklu betra lag en fyrsta lag þeirra. Nú er
bara aö vita, hvort fleiri eru á sama máli. Ýmsir
hafa talið, að hljómsveitinni muni ekki takast að
koma fram með annað metsöiulag enda eru þess
ótal dæmi, að óþekktar hljómsveitir detta í lúkku-
pottinn fyrir eitt lag en geyspa síðan golunni. En
Úr þessu fæst skorið innan tíðar.
_______________________________________________y
16 VIKAN 9-tbI"
ANDRÉS INDRIÐASON
CLIFF i JAPAN
Þótt Cliff Richard hafi staðið í sviðsljósinu
í fjölda ára heldur hann stöðugt vinsældum
sínum. Aðdáendur hans eru víðar en í heima-
landi hans. Þeir eru í öllum heimshornum
og líka í Japan, en þar hefur hann lengi
notið mikilla vinsælda með ungu fólki, og
margar af hljómplötum hans hafa verið gefn-
ar þar út. Á þessari mynd, sem tekin var í
Tokyo nýlega, sjáum við Cliff í hópi jap- |
anskra aðdáenda sinna. I Japansferðinni söng <
hann inn á nokkrar hljómplötur, sem nú
hafa verið gefnar út þar eystra, en áætlað
er, að einhverjar þeirra verði gefnar út í
Bretlandi á vori komanda. Þótt Cliff syngi
nú af og til með The Sliadows er sambandið
milli þeirra ekki jafn náið og áður var. The
Shadows voru til dæmis ekki með í Japans-
ferðinni enda hafa þeir eflaust haft öðrum
hnöppum að hneppa. Af The Shadows er það
annars að segja, að þeir eru ákveðnir í að
halda hópinn enn um sinn, þótt sögur hafi
verið á kreiki þess efnis, að þeir hyggðust'
hætta. Sá er fótur fyrir þeim gróusögum, að
tveir liðsmanna hljómsveitarinnar hafa sent
frá sér plötur á eigin snærum.. Tyommuleik-
arinn, Brian Bennett, sendi frá sér hæg-
genga hljómplötu nýlega, þar sem við heyr-
um hann lemja húðir sínar af mikilli kúnst,
og Hanlc Marvin, aðal gítarleikarinn, sendi
frá sér tveggja laga plötu með laginu *„Lond-
on is not very far“. Öllum á óvart sýndi
Hank þarna áður óþekkta hæfileika, því að
hann syngur á plötunni. Nokkuð eru þó mein-
ingar manna deildar um söngröddina, en
hvað sem því líður er lagið harla gott. Efn-
islega virðist það vera skopstæling á lagi
Bítlanna „She's leaving home“. Segir í lag-
inu frá stúlku einni, sem sér náunga í sjón-
varpinu og verður svo yfirmáta ástfangin af
honum, að hún strýkur að heiman og hyggst
halda til London að hitta þennan „drauma-
prins“ með einhverju móti. Stúlkan býr úti
á landsbyggðinni, en eins og segir í heiti
lagsjns er London ekki langt undan.