Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 25
 Flugvélin var búin til lendingar í París. André vissi aS barátta sú, sem hann nú velti fyrir sér, gat kostaS hann lífiS. Féndur hans voru illir og öflugir og höfuS stjórnarinnar var fordóma- og hroka- fullur einvaldur, sem tekinn var fast aS eldast. En þrátt fyrir allt lét hann sér ekki detta í hug aS hopa af hólmi. EFTIR LEON URIS ■ 5. HLUTI BLAÐARÉTTUR A ISLANDI: VIKAN ,,Hann er mjög óhamingjusamur í hjónabandinu, og sem einstaklingur er hann eins og sýruker." Steinberger færði stól framfyrir hana, settist í hann og hallaði sér á bak aftur. „Þér hafið endrum og eins skroppið bæjarleið með Jarré?" ,,Já, í erindum Nató." „Alltaf?" Hún leit til Jasmins kólónela í von um samúð, en hana var ekki að hafa úr þeirri átt. „Nei," játaði hún, „ekki alltaf." „Hversu oft skruppuð þér með' honum, án þess að það væri Nató til góða?" „Eitthvað kringum sex sinnum, minnir mig." „Og samt hafið þér alltaf fyrirlitið hann?" „Já, ég fyrirleit hann alltaf." „Hversvegna fóruð þér þá með honum?" ,,Ég lifi lífinu eins og það kemur fyrir. Monsieur Jarré gerði mér full- komlega Ijóst frá upphafi að til greina kæmi að þetta yrði meðal þess, sem ælazt yrði til af mér. Ég er þrjátíu og tveggja ára. Ég hef verið gift einu sinni og langar ekki til þess aftur. Til þess hef ég of mikla tilhneig- ingu til að vera sjálfstæð. Ég hef meira að segja tekið meyjarnafn mitt upp aftur. Og eins og Jasmin kólóneli getur staðfest, þá er staða mfn prýðileg. Nú, og ef Monsieur Jarré gerir þetta að skilyrði . . . hvað þá?" „Við metum hreinskilni yðar að verðleikum," sagði Steinberger. „Það er því ekki nema sjálfsagt að endurgjalda yður með hliðstæðri hrein- skilni. Okkur myndi Ifka stórvel ef þér gengjuð til samstarfs við Sureté." „Til hvers?" „Til að Ifta eftir Henri Jarré. Sjáið þér til, Mademoiselle de Vore, hann er grunaður um að framselja Sovétríkjunum skjöl frá Nató." Andartak var hún klumsa, meðan hún var að átta sig á innihaldi þess- arar fullyrðingar. Síðan reis vottur af hlátri neðan úr hálsi hennar. „Nei, drepið þið mig nú ekki alveg," sagði hún, og hláturinn vall upp úr henni og varð hörkulegur. „Jæja. Viljið þér þá hjálpa okkur?" „Með ánægju, Steinberger rannsóknarfulltrúi." „Jæja, við verðum þá fyrst að Ifta á nokkur atriði f sambandi við störf yðar, og svo framvegis. Mig langar til að spyrja yður fáeinna spurninga varðandi fjölritann f geymsluherberginu, sem áfast er skrifstofu yðar. Er vélin notuð daglega við venjuleg skrifstofustörf?" Já " T7 „Hver vinnur við þessa sérstöku vél?" „Það geri ég. Fyrir alla blokkina. Ég var orðin ill út af þessu eilífa spani á fólki inn og út, svo ég setti upp körfu fyrir tilmæli um afrit. Yfir- leitt afritaði ég svo kringum klukkan þrjú síðdegis og setti afritin f aðra körfu, nógu snemma til að þau kæmust í kvöldpóstinn." „Látum okkur nú sjá, Mademoiselle de Vore, notaði Monsieur Jarré sjálfur vél þessa? Kann hann á hana? Hafið þér nokkurn tíma séð hann nota hana?" „Já, ég man það vel. Þangað til fyrir átján mánuðum urðum við að gera okkur að góðu gamla vél. Síðan fengum við f staðinn þessa, sem við höfum nú. Fáeinum dögum eftir að nýja vélin kom, kom ég eitt sinn úr hádegisverði og hitti þá fyrir Monsieur Jarré, þar sem hann stóð kross- bölvandi yfir vélinni og reyndi að koma henni í gang. Hann var búinn að gera graut úr framköllunarvökvanum og botnaði ekkert í pósitíva og negatíva pappírnum. Hann bað mig að kenna sér á hana." „Fannst yður það undarlegt?" „Onei. Það gat komið fyrir að ég væri veik eða af öðrum ástæðum ekki tagltæk þegar hann vantaði afrit af einhverju. Mér fannst ekkert undarlegt við þetta." „Eruð þér nokkurn tíma langtímum fjarri skrifstofu yðar á daginn?" „Hvað er það nákvæmlega sem þér eigið við?" „Svo sem hálftíma, fjörutíu mínútur, klukkustund?" „Já, það kemur oft fyrir að ég bregði mér út." „Sendir Jarré yður út?" „Stundum." „Væri óhætt að slá því föstu, að þér væruð fjarri skrifstofu yðar hálf- tíma eða lengur að minnsta kosti vikulega?" „Já." „Er það nægur tími fyrir Jarré til að færa sig inn í geymsluherbergið, sem áfast er skrifstofu yðar, gera þar svona tíu til fimmtán afrit, skulum við segja, fjarlægja notuðu pósitífurnar og negatífurnar og hverfa svo aftur til eigin skrifstofu?" „Hann ætti að hafa nægan tíma til þess." „Munið þér til þess að hafa einhvern tíma séð hann í geymsluherberg- inu?" „Einu sinni kom ég að honum þar. Ég var lögð af stað út, en sneri aftur eftir sígarettum. Honum brá talsvert, en hann náði sér fljótt. Ég get sagt ykkur að ég hef alltaf verið hissa á því, hve mikið gekk upp af pappír hjá mér." Næst spurðust þeir Steinberger rannsóknafulltrúi og Jasmin kólóneli fyrir um starfsvenjur Jarrés. „Hann er alltaf kominn að skrifborðinu hjá sér nákvæmlega hálftíu," svaraði Justine de Vore, „nema á fimmtudögum. Þá kemur hann seinna." „Hefur hann nokkurn tíma sagt yður hversvegna?" „Hann segist láta Madame Jarré bílinn eftir á fimmtudögum til að fara í búðir, og taka lest í staðinn." „Vitið þér að hann er í nógu hárri stöðu til að nota bíla o§ bílstjóra embættisins?" „Já. Ég hef hringt eftir embættisbílum fyrir hann þó nokkrum sinnum. 9. tbí. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.