Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 11
 „Nei, ég hef aldrei beð- ið mér manns. Hins veg- ar hugsa ég, að það hafi ekki margir farið eins að bónorði og karlinn minn, þegar hann tók mig að sér. Viltu heyra það?“ v__________________________/ svo lánaðan bílinn hjá pabba og bauð vini minum í bíltúr. Ég var alveg óvön, eins og gefur að skilja og ekki laus við að vera nervus, enda byrjaði ég á að strjúka framstuðarahorninu utan í hom- staurinn heima, þegar ég bakk- aði frá bílskúrnum. Svo drap ég náttúrlega á næstum í hvert skipti, sem ég ætlaði af stað, eða var svo sein á mér að allt var komið í óefni, þegar ég loksins komst af stað. Fljótlega ók ég þvert yfir aðal- braut fyrir röð af bílum sem áttu réttinn og fór í öfuga einstefnu- akstursgölu. Þar stöðvaði mig lögregluþjónn og spurði, hvort ég þekkti ekki svona merki, sem þá var öðru vísi en núna, stóð á því Allur akstur bannaður. Mér varð svo mikið um, að ég fór að bakka, og bakkaði auðvitað utan í bíl, sem stóð við götuna. Lög- regluþjónninn skrifaði mig upp, en þegar ég ætlaði svo að fara af stað aftur, tók vinur minn í handlegginn á mér og sagði, ó- sköp rólega: — Heyrðu, ég held það sé bezt að ég stýri fyrir þig héðan í frá. Svo ýtti hann mér inn fram- sætismegin og ók heim til mín með krambúleraðan bílinn. Mér datt ekki 1 hug að taka þetta sem bónorð, og þú getur nærri, að ég varð hissa, þegar hann kom nokkrum dögum seinna og leiddi mig með sér inn til gullsmiðs. Ég leit steinhissa á hann, þegar hann bað um að fá að sjá trúlofunarhringa. Ég hélt, að það væri bónorð hjá hon- um. En hann sá á mér svipinn og sagði: — Já, vorum við ekki búin að ákveða að ég stýrði fyrir þig? Og það hefur hann gert svika- laust. Næsta rödd var nokkru eldri. Ég skýrði frá erindinu. — Nei, ég hef aldrei beðið mér manns, sagði konan. Það er kannski þess vegna, sem ég er ógift ennþá, komin á fimmtugsaldur. En ég veit um konu, sem hefur beðið sér manns, og ef þér viljið, skal ég biðja hana að hringja í yður og segja yður söguna, ef hún fæst til þess. Mér datt ekki í hug, að konan fengist til þess. Enda leið dag- urinn, og engin kona hringdi til að segja mér hvernig hún hefði beðið sér manns. Næsti dagur líka. Svo kom helgi. Á mánu- deginum hringdi kona; hún hafði elskulega og þýða rödd. Hún sagði eitthvað á þessa leið: „Svo í'ór mér að finnast hann leitast við að haga því þannig að hann sæti hjá mér, og ef við geng- um á fjöll í ferðalögum var liann gjarnan í nánd við mig, en gætti þess eftir beztu getu, að við yrðum aldrei alveg ein.“ l ________ / „Beðið mér manns? Ég er nú hrædd um það. Ég er alltaf að því. Viltu koma og finna mig?“ V___________________________ý — Vinkona mín bað mig að segja yður frá því, þegar ég bað mér manns. Hafið þér nokkum áhuga fyrir því? Jú, það hafði ég. — Það er eiginlega mest for- saga, sagði hún, svo þér skilj- ið hvers vegna ég tók af skarið. Hann var afar óframfærinn og hræddur við stúlkurnar, en á hinn bógimi mjög skemmtilegur í hóp og hrókur alls fagnaðar, Framhald á bls. 39. 9. tw. yxKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.