Vikan


Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 29.02.1968, Blaðsíða 19
KKIMIHEL KOMID hl]óð í rifnandi málmi fyllti stjórn- klefann. Það var ekki aðeins að Fuller hefði misst s]ónar á Hewson, held- ur hafði sá fyrrnefndi einnig horfið úr augsýn hins. í sama bili varð Hewson litið upp og sá þá stóran dökkan skugga yfir stjórnklefanum hjá sér. Þetta var grár belgurinn á flugvél Ansons, og hann var ó- þægilega nærri. Áður en Hewson fengi nokkuð að gert, var allt um seinan. Hinn Ansoninn rakst á glerköpul stjórn- klefans, sem molnaði mélinu smærra. Sem í leiðslu horfði Hewson á hvirflandi hreyflana á flugvél Full- ers, sem plægðu flögur úr vélarhlíf ihans. Það var ekki nóg með að flug- vélarnar hefðu rekizt á, heldur- höfðu þær einnig festst saman. Þannig tóku þær nú að hrapa ( hægum gormsnúningi. Hewson og Fraser ruku til handa og fóta, settu á sig fallhKfarnar og skutluðu sér svo út í loftið. Fallhlífarnar breidd- ust út eins og blóm móti sólu og þeir náðu heilu og höldnu til jarð- ar. Þegar þeir Fuller og Sinclair í efri flugvélinni náðu sér Ktilsháttar eftir ofboðið, sem árekstrinum fylgdi, sáu þeir hreyfla sinnar flug- vélar plægja flögur úr málmhúð hinnar, og brak og drasl úr henni var á flugi allt í kring. Svo stöðvuð- lust báðar vélarnar og hreyflarnir, :sem orðnir voru bognir og brengl- <aðir líka. Það var enginn tími aflögu. Þeir voru komnir ískyggilega nærri jörðu. ,,Út með þig!" hrein Fuller og afspennti sætisbeltin. En svo flaug honum nokkuð nýtt í hug. Enda þótt báðar vélarnar í hans flugvél hefðu stöðvast, heyrði hann stöðugt há- værar drunur undir fótum sér. Á því gat ekki verið nema ein skýr- ing — vélarnar ( neðri Ansoninum voru enn í gangil Fuller lét fallast niður ( sætið á ný og fór að glíma við stjórntækin. .Þau voru ekki úr hófi liðleg, en Framhald á bls. 29. „Kafbátur þrír fimm núll, fimm mílur! Stór!" Kall radarmannsins endurómaði í heyrnartækjum flug- stjórans, John Cruikshanks, er hann stýrði stóra Catalina-flugbátn- um niður í gegnum grátt mistrið, sem huldi sjóinn. Dagurinn var seytjándi júlí 1944. Þeir höfðu ( nokkrar langar og leiðinlegar klukkustundir verið á hringsóli norðurundir heimskauts- baug, norðaustur af íslandi. Þetta var einsemdarlegur leiðangur í óra- fjarlægð frá hlýjunni og þægind- unum í bækistöð tvöhundruðustu og fyrstu skvadrónu við Sullon Voe á Hjaltlandseyjum. Cruikshank hafði flogið marga slíka leiðangra hing- að í árangurslausri leit að þýzkum kafbátum, sem alltaf voru lagnir að smeygia sér undan. Nú höfðu þeir félagar loksins fengið sitt tækifæri. Cruikshank vissi að engin skip bandamanna voru á þessu svæði og flekkurinn á rad- arskerminum gat þv( ekki verið annað en þýzkur kafbátur. „Hver maður á sinn stað!" Á fáum sekúndum hafði öll á- höfnin komið sér fyrir ( bardaga- sætum sínum. Cruikshank hélt stór- um flugbátnum stöðugum er þeir dýfðu sér. [ átta hundruð feta hæð komu þeir niður ( mistrinu og sáu gráan, þungan sjó fyrir neðan sig — og þarna, beint framundan, var kafbáturinn. Hann var af einni nýjustu gerð- inni og þrælvopnaður þrjátíu og sjö og tuttugu millimetra loftvarna- byssum og þungum vélbyssum. Cruikshank vissi að þýzki skip- stjórinn myndi verða kyrr á yfir- borðinu og berjast. í hundraS feta hæð rétti Cruik- shank flugbátinn af og þandi hann með öskrandi hreyflum áleiðis að markinu. Hávaðinn varð ærandi er Harbison flugliðþjálfi hóf skothríð með trjónubyssunum. Kúlurnar skullu þvers og kruss á stálverju kafbátsins. Cruikshank barðist við að halda Catalínunni stöðugri er hún hnykkt- ist til við loftþrýstinginn frá sprengi- kúlum óvinarins, sem sprungu allt um kring. Að baki hans hélt sigl- ingafræðingurinn, J. C. Dickson flug- liðsforingi, um djúpsprengjugikkinn. Hávaðinn af skothríðinni magn- aðist um allan helming er miðskytt- urnar Appleton og Fidler, fengu færi á kafbátnum. Nú! Dickson þrýsti á gikkinn — en ekkert gerðist. „Flugstjóri!" hrópaði hann. „Sprengjurnar féllu ekkil" „Til hægri!" æpti Cruikshank, ',við verðum þá að steypa okkur afturl" Vængbroddurinn skar öldufaldana er hann sneri Catalínunni á krappri hægri beygju. Flugbáturinn sneri nú belgnum að óvininum og var þá auðvelt skotmark. Kúlnahrina risti sundur aftari eldsneytisgeyminn. Cruikshank flaug upp á við að nýju og beygði svo til nýrrar árás- ar. Þá hæfði sprengikúla belg flug- vélarinnar, reif sig innúr, sprakk og þeytti líflausum líkama Dicksons aftur ( eldsneytisgeyminn. í sömu svifum varð aftari hluti flugvélar- skrokksins allur ( báli. fskalt loft fyllti flugvélina er sprengikúlan sprakk fyrir framan nefið, splundraði vindhlffinni og þeytti John Garnett, aðstoðarflug- manninum, úr sætinu. Frammi í nef- inu öskraði Harbison af kvölum er rauðglóandi kúlufKsar nístu fótleggi hans. Appleton reikaði um blindað- Framhald á bls. 33. 9. tbi. VIICAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.